Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 15
KV^tTARST JÓRNARMÁL 13 tímis. Meðaldvalartími hefur stytzt með hverju ári, einkum vegna þess að skortur er verulegur á vinnuafli í Oslo og ná- grenni. Nú er meðaldvöl vistmanns á æf- ingardeildinni um 14 vikur, jDannig að deildin tekur við um 300 nýjum vistmönn- um á ári að meðaltali. Stofnunin hefur góða og sívaxandi samvinnu við ýmsa at- vinnurekendur, bæði í einkarekstri og opin- berum, sem jafnan taka l'úslega við vist- fólki frá stofnuninni. Verkstæðin eru 9 talsins, }:>ar sem 98 manns geta unnið samtímis. Flestar vinnu- stofurnar eru á sviði smíða (járnrenniverk- stæði, járnsmíðaverkstæði, logsuðustofa, samsetningarstofa, trésmíða- og málara- vinnustofa), en auk þess er rafmagnsverk- stæði, húsgagnabólstrun, skrifstofustarfs- kennsla og ein vinnustofa fyrir ýmis störf. Starfið á vinnustofunum er fyrst og fremst ætlað til að þjálfa vistfólk í úthaldi og hraða, en auk jress er veitt tæknileg fræðsla um starfið munnlega á starfsstað og með bréfanámskeiðum. Vistmenn ljúka engu prófi, sem réttindi gefur á hinum al- menna vinnumarkaði. Til slíks er þeim vísað á hina ýmsu iðn- og verzlunarskóla. Vinnutími er lengdur smátt og smátt úr 1—2 klst. upp í 8^4 klst. auk matar- og kaffihléa. Full vinnuvika er 45 klst. — Reynslan hefur sýnt, að hinn mikli vinnu- hraði, sem ríkir í atvinnulífinu og krafizt er á vinnumarkaðinum, er erfiðasti þrösk- uldurinn fyrir öryrkjana. Þess vegna er gífurleg áherzla lögð á almenna og sér- hæfða ])rekj)jálfun og vinnuhraðaþjálfun. Á orkulækningadeildinni eru jtað mest sjúklingar, sem gerðar hafa verið aflim- anir á, er fá meðferð, eða um 40%. Þjálf- unin fer bæði fram einstaklingslega og í hópurn. Hópþjálfun hefur í mörgum til- fellum reynzt mjög vel. Vistdeildin ræður yfir 15 rúmum í sjálfri stofnuninni og auk Jress 32 rúmum á sér- stöku vistheimili inni í bænum. Þarna hafa vistmenn fullt fæði og húsnæði. Þeir, sem eru vinnandi, greiða fyrir sig sjálfir að nokkru leyti. Meðaldvalartími hefur verið um 130 dagar. Vegna hins gífurlega hús- næðisskorts hafa margir dvalizt lengur í vistdeildinni en ella J^yrfti. Eftir að endurhæfingu lýkur og viðkom- andi hefur fengið atvinnu, er hal't eftirlit nteð hverjum og einum í a. m. k. 2 ár, venjulega á hálfs árs lresti, en oftar, ef Jtörf krefur. Töflur eru til um vistmenn, sem teknir hafa verið til greiningar frá 1. júlí 1953 til 1. október 1960. Þar sést að 3425 hafa fengið fulla meðferð á greiningardeildinni á Jressum tíma. Orðið hefur að hætta við meðferð 291 (vonlaust talið um árangur), 150 hafa hætt sjálfir og 66 hafa dáið. Eftir sjö ár eru Jtá milli 80 og 85% allra, sem teknir hafa verið til meðferðar, taldir vinnufærir. Atvinnulausir eru aðeins 9 eða 1.8% af árgangi 1953/1954, um 5% af næstu 2 árgöngum 1954/1956, um 10% af næstu 2 árgöngum 1956/1958 og um 14% frá árunum 1958/1960. 9 t jnjcDHi'i. t , v III. Kostnaður við starfsemi stofnunarinnar í Oslo hefur numið um 2.6 rnillj. króna á síðustu árum. Tekjur hafa oftast orðið um helmingur útgjalda, Jtannig að nettófram- lag ríkissjóðs hefur numið um 1.3 millj. norskra króna. Tekjurnar eru að langmestu leyti dag- peningar, sem lagðir eru með hverjum vist- manni, kr. 25 á dag í greiningardeild og æfingardeild og kr. 15 á dag í vistdeild. Dagpeningarnir eru greiddir af hinum ýmsu greinum trvgginganna, mest að sjálf-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.