Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 5

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 5
SVEITARST J ÓRNARMÁL 3 Dómur Hæstaréttar í máli fyrrverandi bæjarstjóra á Akranesi. í SVEITARSTJÓRNARMÁLUM, 4. hefti 1961, var birtur dómur bæjarþings Akra- ness í málinu Daníel Ágústínusson gegn Akraneskaupstað vegna brottvikningar hans úr starfi bæjarstjóra. Málinu var síðan skotið til Hæstaréttar, sem hefur nýlega kveðið upp dóm sinn. Fer dómurinn hér á eftir í heild, en um fyrri aðdraganda skal vísað til 4. heftis 1961, þar sem atvik málsins eru rakin. Árið 1962, mánudaginn 17. desember, var í Hæstarétti í málinu nr. 50/1962: Bæjar- stjórn Akranesskaupstaðar f. h. bæjarsjóðs gegn Daníel Ágústínussyni og gagnsök upp- kveðinn svohljóðandi D ó m u r : Aðaláfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjun- arleyfi 30. marz 1962, skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 6. apríl 1962 og krafizt þess, að honum verði dæmd sýkna og að gagnáfrýjanda verði dæmt að greiða honurn málskostnað i héraði og fyrir Hæsta- rétti. Gagnáfrýjandi hefur, að fengnu áfrýjun- arleyfi 30. marz 1962, áfrýjað málinu með stefnu 9. apríl 1962 og krafizt þess, að aðal- áfrýjanda verði dæmt að greiða honum kr. 346.879,15 ásamt 10% ársvöxtum frá 1. október 1960 til 29. desember 1960 og 8% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæsta- rétti. 1. Með skírskotun til kröfugerðar gagn- áfrýjanda og raka hins áfrýjaða dóms þyk- ir rétt að ákveða fébætur handa honum vegna uppsagnar á bæjarstjórastarfa kr. 114.000,00. II. Á fundi bæjarstjórnar Akranesskaup- staðar hinn 24. ágúst 1960 var samþykkt með 7 atkvæðum gegn 2 að víkja gagn- áfríjanda frá störfum bæjarstjóra með svo- felldri ályktun: „Með því að sannað er, að bæjarstjóri Akraness, Daníel Ágústínusson, hefur á eigin ábyrgð dregið bænum fé af uppbótar- greiðslum til ellilífeyrisþega í Elliheimili Akraness, að upphæð samtals kr. 62.223,00, nýlega ákveðið fjárfestingu fyrir hönd bæj- arins, að upphæð kr. 300.000,00, án samráðs við bæjarstjórn, vanrækt að framkvæma samþykktir bæjarráðs og tíðum stungið undir stól erindum til bæjarstjórnar, í stað þess að leggja þau fyrir bæjarráð til úrlausn- ar, þá samþykkir bæjarstjórn Akraness að segja honum upp bæjarstjórastarfinu frá og með 25. ágúst 1960 að telja.“ Sakargiítir á hendur gagnáfrýjanda í ályktun þessari eru móðgandi og meiðandi. Þær eru mun meinlegri fyrir ]iá sök, að þær voru fram bornar sem rökstuðningur fyrir því að víkja honum úr stöðu hans. Eigi hefur verið reynt í málinu að finna sakar- giftunum stað né réttlæta þær. Að svo vöxnu máli ber að dæma aðaláfrýjanda samkvæmt 1. mgr. 264. gr. hegningarlaga nr. 19/1940 til að greiða gagnáfrýjanda miskabætur, sem þykja hæfilega ákveðnar kr. 35.000,00. III. Úrslitin verða því þau, að aðaláfrýj- andi verður dæmdur til að greiða gagnáfrýj- anda kr. 114.000,00 kr. 35.000,00, þ. e.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.