Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 4
9 SVEITARST J ÓRNARMÁL Skeljungur 2,4 — — 2,7 — — Olíuv. íslands 2,3 — — 3,3 — — Samtals 10,1 millj. kr. 11,7 millj. kr. Heildarútsvarsgreiðsla olíufélaganna allra er þá 1962 um 1,6 millj. kr. hæni en hún var 1961. Árið 1961 skiptist heiklar útsvarsgreiðsl- an þannig milli sveitarfélaganna, að Reykja- vík fékk 4,4 millj. kr., en önnur sveitar- félög 5,7 millj. kr. samanlagt. Af landsútsvarinu 1962 fær Reykjavík 1,1 millj. kr. í fjórðungshlut og um það bil /3 af 8,8 millj. kr. sem í Jöfnunarsjóð fara og er sú upphæð sem næst 2,9 millj. kr. Yrði hlutur Reykjavíkur þá árið 1962 um 4 millj. kr. á móti 4,4 millj. kr. 1961. Virðist því landsútsvarið á olíufélögin Reykjavík í óhag frá því sem áður var. Fjórðungshluti landsútsva'ra olíufélag- anna sem er 2,9 millj. króna, skiptist milli 199 sveitarfélaga, af 229 á öllu landinu, svo það eru aðeins 30 sveitarfélög Jrar sem eng- in slík verzlun fer fram. Al' Jjessum 2,9 millj. kr. fær Reykjavík í sinn hlut 1,1 millj, en hin sveitarfélögin öll saman, 198 að tölu, fá 1,8 millj. kr. Af þessum 198 sveitarfélögum fá 33 yfir 10 Jjús. kr. hvert og öll saman fá þau 1,5 millj. krónur. Eftir eru þá 165 sveitarfélög, sem samanlagt fá 300 þús. krónur, eða að meðaltali 1800 krónur hvert sveitarfélag. Nú er skiptingin á þessum 300 Jms. kr. mjög misjöfn, og er lægsta tala í skiptingunni 18 krónur. Samanlagt eru 114 sveitarfélög með fjórðungshluta undir 2000 krónum og 98 sem fá minna en 1000 krónur í sinn hlut. Þessi fyrsta skipting landsútsvara er að ýmsu leyti athyglisverð og verður væntan- lega að henni vikið síðar og landsútsvörun- um yfirleitt. J. G. Skuldabréfalán vegna gatnagerðar. Bæjarstjórnin á Akranesi hefur boðið út skuldabréfalán vegna gatnagerðar á Akra- nesi og borið fram tilmæli til bæjarbúa, að Jieir kaupi skuldabréf til þess að tryggja með því áframhald gatnagerðar í kaup- staðnum. Hér er um að ræða liugmynd, sem vert er fyrir aðrar sveitarstjórnir að gefa gaum. í auglýsingu frá bæjarstjóra í bæjarblöðum á Akranesi segir svo: „Akurnesingar! Undanfarin tvö ár hefir Bæjarstjórn Akraness beitt sér fyrir varanlegri gatna- gerð á Akranesi, og hefur náðst mikilsverð- ur áfangi að því marki að gera götur bæjar- ins úr varanlegu efni, þar sem 20% gatna- kerfisins er Jægar fullgert. Nú hefir bæjarstjórnin gefið út skulda- bréfalán að upphæð alls 2,5 millj. króna, til Jaess að tryggja fjárhagsgrundvöll áfram- haldandi gatnagerðar. Skuldabréf Joessi eru í 3 flokkum, að upphæð 10 þús., 5 Jjús., 2 þús. og bera vexti jafna víxilvöxtum. Víxilvextir í dag eru 9%. Skuldabréfin verða dregin út á 10 árum og verða Jjau greidd í Sparisjóði Akraness, sem einnig sér um greiðslu vaxta. Það eru tilmæli Bæjarstjórnar Akraness til bæjarbúa, að þeir kaupi Jaessi bréf hver eftir sinni getu, og stuðli með Jdví að enn aukinni gatnagerð í bænum, öllum íbúum hans til þæginda og hollustu, og bænum sjálfum til prýði. Bréfin eru seld í skrifstofu bæjarins að Kirkjubraut 8. Bæjarstjón.“

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.