Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 6
4 SVEITARST JÓRNARMÁL kr. 149.000,00 ásamt 7% ársvöxtum frá 13. marz 1961 til greiðsludags og svo málskostn- að í héraði og fyrir Hæstarétti, sem ákveðst kr. 25.000,00. D ó m s o r ð : Aðaláfrýjandi, bæjarstjórn Akraneskaup- staðar f. h. bæjarsjóðs, greiði gagnáfrýjanda, Daníel Ágústínussyni, kr. 149.000,00 ásamt 7% ársvöxtum frá 13. marz 1961 til greiðslu- dags og svo málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti, kr. 25.000,00. Dóminum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum. Rétt endurrit staðfestir 18. desember 1962. Gjald kr. 15,00. Hákon Guðmundsson. (sign.) Flugvöllur tekinn í notkun Þáttaskil hafa orðið í samgöngumálum Norðfjarðar með því að hinn 3. des. s.l. lenti flugvél frá Flugfélagi íslands í fyrsta skipti á flugvelli þeim, sem gerður hefur verið þvert yfir Leiruna fyrir botni fjarðar- ins. Flugvélinni stýrði Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóri, og með í henni voru flug- málastjóri Agnar Koíoed Hansen og fram- kvæmdastjóri Flugfélagsins Örn O. John- son, sem skýrði svo frá, að félagið liyggðist hafa áætlunarferðir til Norðfjarðar einu sinni í viku fyrst um sinn. Með tilkomu flugvallarins er þungbær einangrun rofin, því góðar samgöngur eru lífsskilyrði hverrar byggðar. í Norðfirði búa nú um 1700 manns og styttra er frá Eski- firði til Norðíjarðar en til Egilsstaða. Verkfræðingur var Ólafur Pálsson og verk- stjóri Júlíus Þórarinsson. Hugmyndasamkeppni Bæjarstjórn Akureyrar og skipulagsnelnd ríkisins efna til samkeppni um skipulag að miðbæ Akureyrar, á svæði, sem nær yfir meginliluta núverandi og væntanlegs mið- bæjarsvæðis í kaupstaðnum, og er 45 ha. að stærð. Afmarkast það að norðan af Eiðs- vallagötu og af Smáragötu að vestan af Brekkugötu, Oddeyrargötu, Kaupvangs- stræti, Eyrarlandsvegi, og Spítalastíg og að austan og sunnan af höfninni, og er hafnar- svæðið einnig innifalið i samkeppninni. Verðlaunaupphæðin er kr. 175.000,00, er skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 100.000,00, 2. verðlaun kr. 50.000,00 og 3. verðlaun kr. 25.000,00. Auk verðlaunanna hefur dómnefndin til ráðstöfunar kr. 30.000,00 til innkaupa á 2—3 úrlausnum. Dómnefndina skipa Zophonías Pálsson, skipulagsstjóri, Stefán Stefánsson, bæjar- verkfræðingur á Akureyri, Stefán Reykja- lín, byggingameistari, Bárður ísleifsson, arkitekt og Gunnlaugur Pálsson, arkitekt. Skilmálar og önnur gögn afhendast til 6. janúar 1963 hjá Ólafi Jenssyni, Skeiðar- vogi 35, Reykjavík, eftir þann tíma hjá Byggingaþjónustu Arkitektafélags íslands, Laugavegi 18A, Reykjavík. Skilmálarnir fást einnig afhentir lijá byggingafulltrúan- um á Akureyri. Skilatrygging fyrir samkeppnisgögnum er kr. 500,00. Úrlausnir skulu afhendast Ólafi Jenssyni, Byggingaþjónustu A.Í., að Laugavegi 18A, Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 18. júní n.k. kl. 18.00. Með Hugmyndasamkeppni þessari er framkvæmd tillaga, sem samþykkt var á hátíðarfundi bæjarstjórnarinnar 29. ágúst síðastliðinn.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.