Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1962, Blaðsíða 22
20 SVEITARST J ÓRNARMÁL ^ TRYGGINGATÍÐINDI --------------------------------é lftigjöld til atvinnuleysistrygginga 1963. Iðgjöld atvinnurekenda til atvinnuleysis- tryggingasjóðs fyrir árið 1963 hafa verið ákveðin. Verður vikugjaldið kr. 11,50, en var kr. 10,42 árið 1962. Iðgjald þetta mið- ast við almennan dagvinnutaxta Dagsbrún- arverkamanna (1% af 48 stunda viku) árið á undan. Aukin framlög til endurhæfingar í Danmörku. Árið 1960 var sett heildarlöggjöf um end- urhæfingu í Danmörku, og veittar voru 9 millj. danskra króna til þeirrar starfsemi í fjárlögum fyrir fjárhagsárið 1961—1962. Fyrir fjárhagsárið 1963—1964 er áætlað framlag 20,5 millj. kr. Lagasetning þessi þykir hafa reynzt vel, og er gert ráð fyrir aukinni starfsemi og fjölgun starfsfólks endurhæfingarstöðv- anna. Er þar um að ræða bæði endurhæf- ingarráðunauta, almennt skrifstofufólk og lækna, er starfa við stöðvarnar hluta úr degi. Sóun lyfja í Nýja Sjálandi. í Nýja Sjálandi veita sjúkratryggingarn- ar ókeypis lyf. Það er því orðið að vana hjá hinum sjúkratryggðu að fleygja hálf- tómum meðalaglösum, þegar þeir eru orðn- ir lieilir heilsu. Oft er þetta líka rétt, þar eð sum lyf verða gagnslaus, er þau liafa verið geymd nokkurn tíma. Mörg lyf þola hins vegar geymslu, og getur þá læknir skorið úr, hvort garnalt lyf er nothæft síðar, þegar þörf verður fyrir það. í Auckland létu heilbrigðisyfirvöldin rannsaka sorptunnur í borginni, og fannst þar allmikið af dýrum lyfjum, sem fleygt hafði verið, en voru þó aó fullu nothæf enn. Bágur fjárhagur sjúkrasamlaga í Vestur-Þýzkalandi. í Vestur-Þýzkalandi er sömu sögu að segja um sjúkratryggingarnar og annars staðar í heiminum, þar sem af fréttist. Útgjöld auk- ast ár frá ári, og iðgjaldahækkanir reynast fljótt of litlar. í skýrslu vesturþýzka verkalýðs- og l'élags málaráðuneytisins um rekstur viðurkenndra sjúkrasamlaga l'yrri helming ársins 1961 segir m. a., að tekjur samlaganna í heild hafi þetta hálla ár numið 5.110 millj. marka, en útgjöldin 5.140 millj. marka. Hallinn nam 29 millj. marka þrátt fyrir 14% aukningu tekna frá sama tímabili árið áður. Af rúmlega 2.000 viðurkenndum sjúkrasamlögum, höfðu 1.071 verið rekin með samtals 95 millj. marka lialla, en rekst- ursafgangur hjá 948 samlögum nam 66 millj. mörkum. Skipting útgjalda eftir bótategundum stingur í stúf við það, sem við eigum að venjast hér á landi. Meðalútgjöld á tryggð- an samlagsmann námu samtals 189 rnörk- um þá 6 mánuði, sem hér um ræðir, og þar af námu dagpeningar 67,50 mörkum. Læknishjálp nam 38 mörkum, og í þriðja sæti var sjúkrahúskostnaður, sem nam 28 mörkum. (Sygckassetidende, desember 1962). Læknar segja upp samningum. Læknafélag Reykjavíkur hefur nýlega sagt upp öllum samningum sínum við Sjúkrasamlag Reykjavíkur svo og samningi þeim, sem félagið hefur við Trygginga- stofnunina um sérfræðilæknishjálp. Gildir uppsögnin frá 1. apríl n.k.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.