Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 39
1. Afhenni hljótast mörg umferðarslys. 2. Veldur hávaða og annarri mengun og þar með ónæði og óhollustu. 3.. Þarf mikið rými, hvar sem hún er og fer. 4. Er dýr að kaupa og reka. Áhrif einkabifreiðarinnar á byggðaþróun eru gíf- urleg um allan heim. Frjálsræðið, sem hún veitir, gerir fólki kleift að velja sér bústaði miklu fjær vinnustöðum sínum en clla. Þéttbýlisstaðir vaxa hömlulítið víða. Afleiðing af því eru stórlega auknar vegalengdir, sem fólk þarf að fara, og meira um- ferðarmagn á vegurn en áður hefur þekkzt. Tími, sem til ferðanna fer, lengist samt smám saman. Aðstaða þeirra, sem ekki hafa umráð yfir bifreið, versnar mjög við það, að byggð dreifist. Það kallar á enn fleiri bifreiðar, oft meira en eina á hvert heimili. Ekki eru allir ánægðir með þessa þróun mála. Ég ætla ekki að ræða hér, hve umferðarslysin, sem bifreiðum fylgja, eru alvarlegt mál. Ein- kennilegt er, hve margir skeyta þeim lítt, þótt allir menn megi teljast vegfarendur og málið snerti því í raun alla. Umferðarslys, sem tengjast bifreiðum, eru sér- stæð fyrir það, hve þau bitna á mörgum, sem ekki eru í bifreiðum. Það eru einkum göngumenn og hjólreiðamenn, sem eru slysnæmir vegfarendur gagnvart bifreiðaumferðinni. Eitt mikilvægasta at- riðið í umferðarskipulagningu er því aðgreining bifreiðaumferðarinnar frá umferð gangandi og hjól- andi manna. Nýtt hugtak hefur orðið til á síðustu árum: um- ferðarumhverfi (traíikmiljö). Með því er átt við þann hluta af umhverfi mannsins, sem tengist veg- um, farartækjum og umferð, hvort sem maður er virkur þátttakandi í umferðinni eða ekki. Þetta er eitt af atriðum, sem krufin voru til mergjar í NORDKOLT-verkefninu, sem unnið var að á veg- um Norðurlandaráðs á árunum 1972—1978. Verk- efnið var að gera grein fyrir væntanlegri þróun umferðarmála í meðalstórum bæjum á Norður- löndum fram til næstu aldamóta. Ég tók þátt í þessu verki af íslands hálfu. Ein af niðurstöðunum í NORDKOLT er, að um- ferðarumhverfi henti einkum körlum, sem eru þrótt- miklir, mikils megandi og á bezta aldri, enda er það fyrst og fremst mótað af slíkum mönnum. Eyrir flesta aðra sé það torskilið og erfitt, jafnvel fjand- samlegt. Og því fylgi hættur og streita. Þörf sá á að bæta úr þessu, — og það sé hægt, sé skilningur og vilji fyrir hendi. Um ráð í því efni verður fjallað hér á eftir. Vegakerfi fyrir bifreiðar Bifreið kemur ekki að gagni, nema vegir séu til að aka á. Bifreiðar ásamt akvegum mynda sérstakt samgöngukerfi. Onnur samgöngukerfi eru t.d. járn- brautarlestir ásamt járnbrautum og járnbrautar- stöðvum eða flugvélar ásamt flugvöllum og flug- stöðvum. Eitt má telja víst: Hvort sem reynt er eða ekki að hafa hemil á fjölgun bifreiða eða bæta aðstöðu hinna bifreiðalausu, þá verður sú krafa gerð til vega- og gatnakerfis í þéttbýli, að kostir bifreiða nýtist sem bezt, en afleiðingar ókostanna verði sem minnstar. Af þessu mótast kröfur til vegakerfis: 1. Pað þarf að mynda greiðfert samband milli allra helztu bœjarhverfa eða byggðasvteða. 2. Fullncegjandi flutningsgeta við daglega notkun. 3. Hœfilegt „þjónustustig“ á einstökum vegum að því er varðar umferðarhraða, þægindi og umferðaröryggi. 4. Draga verður sem mest úr neikvteðum umhverfisá- hrifum bifreiðaumferðar, ónteði, mengun og umferð- arslysum. 5. Heildarkoslnaður af vegakerfi og akstri á því verði sem minnstur. Þegar fjallað er um öryggismál í samgöngukerf- um, verður alltaf að hafa manninn með sem hluta af kcrfinu. í bifreiðakerfinu er þá um að ræða þrjá „aðila“: mann, bifreið og veg. Til þess að allt fari vel í umferðinni, þurfa ekki aðeins maður, bifreið og vegur að vera í lagi hvert um sig, heldur einnig „samspilið" milli manns og bifreiðar, bifreiðar og vegar, manns og vegar. Með nokkurri einfoldun mætti segja þctta sem svo: 1. Að maðurinn þurfi að kunna á bifreiðina og bifreiðin að láta að stjórn hans. 2. Að bifreið og vegur henti hvort öðru með margvíslegu tteknilegu móti. 357 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.