Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 63

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 63
TÍÐAR BREYTINGAR Á DRÁTTARVÖXTUM Eins og fram hefur komið í skrifum framar í þessu tölublaði, hefur á seinni hluta þessa árs dregið mjög úr hraða verðbólgunnar hér á landi. Á fyrstu mánuðum ársins 1983 var árs- hraði hennar kominn yfir 130%, en á síðustu mánuðum ársins er hraðinn kominn niður undir 25%. Eðlileg af- leiðing þessa er almenn lækkun vaxta í landinu, eins og raunin hefur á orðið. Sérstök athygli er hér vakin á þess- um vaxtabreytingum vegna útreikn- ings á dráttarvöxtum af sveitarsjóðs- gjöldunum, þ. e. útsvörum, aðstöðu- gjöldum og fasteignagjöldum, en 1. málsgrein 43. greinar laga nr. 73 frá 1980 um tekjustofna sveitarfélaga hljóðar svo: Séu gjöld samkvæmt lögum þessum eigi greidd innan mánaöar frá gjalddaga, skal greiða sveitarfélagi dráttarvexti af því, sem gjaldfallið er, talið frá og með gjalddaga. Dráttarvextir eru þeir sömu og hjá innlánsstofnunum, sbr. 13. grein laga nr. 10/1961 og ákv'órðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma. Samkvæmt ákvörðun Seðlabank- ans voru dráttarvextirnir á þessu ári 5% á mánuði allt til 21. október sl., er þeir urðu 4.75% á mánuði. Frá 21. nóvember sl. urðu dráttarvextirnir svo 4% á mánuði, og búizt er við enn einni lækkun upp úr miðjum desem- bermánuði. Það skal tekið fram, að þessar vaxtaprósentur gera ekki ráð fyrir því, að reiknuðum dráttarvöxt- um sé jafnóðum bætt við höfuðstól skuldar. í reglum Seðlabankans um þetta segir: „Vaxtavextir miðað við framangreindan vaxtafót reiknast ekki nema vanskil standi lengur en í 12 mánuði og ekki oftar en á 12 mánaða fresti.“ SVEITARSTJÓRNIR EIGA AÐ ÁKVEÐA GJALDDAGA FASTEIGNASKATTS og setja reglur um ívilnanir Að gefnu tilefni skal hér endur- tekin ábending til sveitarstjórna um, að með lögum nr. 95/1982 var m. a. gerð sú breyting á lögum nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga, að sveitarstjórn skal sjálf ákveða, hve- nær fasteignaskattur fellur í gjalddaga. Með þessari lagabreyt- ingu er niður fallið eldra ákvæði um þetta efni, þ. e. að gjalddagi fast- eignaskattsins sé lögbundinn við 15. janúar. Þetta tækifæri er jafnframt notað til þess að minna á, að með lögum nr. 47/1982 er sú skylda lögð á sveitar- stjórnir „að lækka eða fella niður fast- eignaskatt, sem efnalitlum elli- og ör- orkulífeyrisþegum er gert að greiða. Sama gildir um slíka lífeyrisþega, sem ekki hafa verulegar tekjur um- fram elli- og örorkulífeyri“. Áður var þetta heimilt, en er nú skylda. Mörg sveitarfélög hafa reyndar árum sam- an sett um það ákveðnar reglur, hvernig þessum ívilnunum sé háttað. 58 SVEITARFÉLÖG FÁ 26,4 MILLJ. í AUKAFRAMLÖG Félagsmálaráðuneytið hefur út- hlutað aukaframlögum til sveitarfé- laga í ár að fenginni umsögn stjórnar sambandsins. Alls hlutu 58 sveitarfé- lög aukaframlag samanlagt að fjár- hæð kr. 26,4 millj. króna. Tvö sveit- arfélög hljóta meira en tvær milljónir króna, sjö milli einnar og tveggja millj. kr., átta milli 500 þús. og einn- ar milljónar, en flest fá lægra fram- lag, allt niður í 3 þúsund krónur. Aukaframlögum er úthlutað til sveitarfélaga skv. reglugerð nr. 467/ 1981 í samræmi við 15. gr. tekju- stofnalaganna. Til greina við úthlut- unina koma þau sveitarfélög, sem skortir tekjur til greiðslu lögboðinna eða óhjákvæmilegra útgjalda, og við útreikningana er beitt viðmiðunar- reglum, sem lýst hefur verið í Sveitar- stjórnarmálum, síðast í 2. tbl. 1983. Efni reglugerðarinnar var á hinn bóginn gerð skil í 4. tbl. 1981. Á árinu 1982 hlutu 43 sveitarfélög aukaframlög samanlagt 15,1 millj. króna. SKILYRÐUM FYRIR AUKAFRAMLAGI VERÐI BREYTT Stjórn sambandsins hefur farið þess á leit við félagsmálaráðuneytið, að reglugerðinni um skilyrði til að geta hlotið aukaframlög verði nú breytt þannig, að árið 1984 verði 11% útsvar talið nægja til þess að sveitarfélag geti komið til greina við úthlutunina. 381 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.