Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 69

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 69
LEIKTÆKJASTOFUR OG LÖGREGLUSAMÞYKKTIR Á síðustu mánuðum hafa orðið nokkrar umræður og blaðaskrif um rekstur ýmiss konar leiktækja, spila- kassa og rafeindatækja, en víða í þétt- býli hafa sprottið upp stofur og starf- semi, þar sem aðgangur er seldur að slíkum tækjum. Eru það einkum ung- lingar og börn, sem sótt hafa slíka staði. Margir foreldrar eru óánægðir með þessa starfsemi og telja, að hún hafi vafasöm uppeldisáhrif, ungling- arnir eyði töluverðum íjármunum á þessum stöðum og stofur þessar leiði unglingana frá námi og hollari tóm- stundastörfum. Þessi mál hafa verið á dagskrá hjá mörgum sveitarstjórnum, þar sem fram hafa komið tillögur um tak- mörkun eða stjórnun á slíkri starf- semi, og spurt hefur verið, með hvaða hætti sveitarstjórn geti haft áhrif á þessi mál umfram þær aðgerð- ir, sem eðli málsins samkvæmt heyra undir verksvið barnaverndarnefndar á hverjum stað. f sumum lögreglusamþykktum kaupstaðanna hafa allt frá árinu 1980 verið í kafla um veitingastaði ákvæði um, að leyfi lögreglustjóra þurfi til að starfrækja knattborðs- og leiktækjastofur, þar sem rekstur knattborða, spilakassa og leiktækja er meginhluti starfseminnar og að lögreglustjóri gæti ekki veitt slíkt leyfi nema að Jenginni ums'ógn sveitarstjómar, sbr. t.d. samþykkt nr. 219/1980 um breyting á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík, samþykkt 191/1981 fyrir Selfoss og samþykkt nr. 157/1982 fyrir Sauðárkrók. Samkvæmt þessum ákvæðum er formlegt leyfisveitingarvald í hönd- um lögreglustjóra, en sveitarstjórn hefur umsagnarrétt. Lögreglustjóri gæti veitt slíkt leyfi, þótt sveitarstjórn hefði í umsögn sinni lagt til, að svo yrði ekki gert. í reynd mundi þó lögreglustjóri væntanlega að öðru jöfnu fara eftir umsögn sveitarstjórn- ar. í lögreglusamþykktum eða breyt- ingum á þeim á síðasta og þessu ári, þar sem slík ákvæði hafa verið tekin upp, er að finna ákvæði um, að sveit- arstjórn (bæjarstjórn) geti ákveðið gjald fyrir slík leyfi, en í ákvæðunum er ekki tekið fram, hvert Ieyfisgjald skuli renna. Skv. upplýsingum dóms- málaráðuneytisins er sveitarstjórn óheimil gjaldtaka fyrir slík leyfi, þrátt fyrir nefnd ákvæði og munu því slík gjöld, efinnheimt væru, renna í ríkis- sjóð. Hinn 13. október sl. staðfesti dómsmálaráðuneytið samþykkt um breytingu á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavík, sem er númer 731/1983, varðandi þetta mál um, að 2. mgr. 81. gr. lögreglusamþykktar Reykja- víkur orðist svo: „Enginn má reka knattborð, spila- kassa eða leiktæki gegn borgun nema með leyfi lögreglustjóra að fenginni umsögn borgarstjórnar. Slíkt leyfi má einungis veita þeim, sem hefur veitingaleyfi skv. 1. 53/1963. Leyfi skal ekki veitt lengur en til íjögurra ára í senn. Það skal bundið við nafn og veitir leyfishafa aðeins rétt til reksturs í því húsnæði, er hann hefur, þegar leyfið er veitt. Ef leyfishafi brýtur gegn ákvæðum greinar þess- arar eða reksturinn þykir ekki fara vel úr hendi, getur lögreglustjóri svipt hann leyfinu, enda hafi leyfis- hafi ekki látið segjast við aðvörun. Knattborð, spilakassa eða leiktæki má reka frá kr. 09:00 dl 23:30. Þó getur lögreglustjóri heimilað rekstur þeirra meðan veitingastaðurinn er opinn. Ákvæði 77. og 78. gr. taka til þeirra eftir því sem við á. Börnum innan 14 ára aldurs er ekki heimill aðgangur að slíkum tækjum nema í fylgd með forráðamönnum. Miða skal aldur við fæðingarár, en ekki fæðingardag." í þeim kaupstöðum og öðrum þétt- býlisstöðum, þar sem engin ákvæði eru í lögreglusamþykktum um leik- tækjastofur og sveitarstjórn vill hafa afskipti af þessum málum, er sá möguleiki fyrir hendi, að hlutast til um, að í lögreglusamþykkt verði sett hliðstætt ákvæði og að framan grein- ir, og mundi þá enginn mega reka slíka starfsemi í sveitarfélaginu nema með formlegu leyfi lögreglustjóra, sem hann gæfi að fenginni umsögn sveitarstjórnar. Slík leyíi væru ein- ungis veitt þeim, sem hefðu veitinga- leyfi og gjaldtaka af þeim til sveitar- sjóðs væri óheimii. Leyfi væru bund- in við nafn leyfishafa og tímabundin. Slíka starfsemi mætti aðeins reka á tímabilinu 09:00—23:30 daglega og börnum innan 14 ára væri óheimill aðgangur að slíkum stöðum nema í fylgd fullorðinna. Samkvæmt framangreindu væri einstökum sveitarstjórnum óheimilt að setja sínar eigin reglur um fram- angreinda starfsemi, ef þær styddust ekki við ákvæði í lögreglusamþykkt. M.E.G. 387 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.