Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 78

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 78
KYNNING SVEITAR- STJÓRNAR- MANNA SNORRI BJÖRN SIGURÐSSON, bæjarritari á Sauðárkróki, hefur ver- ið ráðinn sveitarstjóri Blönduós- hrepps. Tók hann við starfinu hinn 1. september af Eyþóri Elíassyni, sem verið hefur sveitarstjóri á Blönduósi frá 1. nóvember 1978. Eyþór hefur ílutzt búferlum til Reykjavíkur og ráðizt til starfa hjá Sambandi eggja- framleiðenda. Snorri Björn er fæddur 23. júlí árið 1950 á Sauðárkróki. Foreldrar hans eru Þorbjörg Þorbjarnardóttir frá Geitaskarði og Sigurður Snorrason, málarameistari í Stóru-Gröf í Skaga- íirði. Snorri lauk stúdentspróíi frá Menntaskólanum á Akureyri á árinu 1970 og kandídatsprófi í viðskipta- fræði frá Háskóla íslands árið 1977. Hann vann lengi samhliða námi hjá Vegagerð ríkisins, var bæjarritari á Siglufirði árið 1977 — 1978 og á Sauð- árkróki frá 1978, unz hann var ráð- inn sveitarstjóri á Blönduósi. Kvæntur er Snorri Björn Ágústu Eiríksdóttur Eiríkssonar, fv. sóknar- prests og þjóðgarðsvarðar á Þingvöll- um, og eiga þau þrjú börn. VALTÝR SIGURBJARNARSON, landfræðingur, hefur verið ráðinn bæjarstjóri á Ólafsfirði frá 15. sept. sl. Tók hann við starfinu afjóni Eðvald Friðrikssyni, sem gegnt hafði starfi bæjarstjóra á Ólafsfirði frá 15. nóv. 1981 og þar áður starfi sveitarstjóra í Skútustaðahreppi frá 15. ágúst 1978. Valtýr er fæddur hinn 22. maí 1951 á Finnsstöðum í Ljósavatns- hreppi, og eru foreldrar hans Áslaug FÉLAGSMÁLASTJÓRAR ÁTTA SVEITARFÉLAGA Á FUNDI Fleiri og fleiri sveitarfélög hafa á undanfornum árum ráðið félags- málastjóra í fullt starf, og eru þeir nú átta talsins. Þeir eru í Reykjavíkur- borg, í Kópavogi, Hafnarfirði, á Sel- tjarnarnesi, Akranesi, Sauðárkróki, Akureyri og á Selfossi. í nokkrum 396 öðrum sveitarfélögum starfa fé- lagsmálafulltrúar með hliðstæðu starfssviði. Félagsmálastjórarnir hafa öðru hverju komið saman á óformlega fundi til að bera saman bækur sínar um framkvæmd hinna ýmsu mála, og á fundi, sem þeir héldu á Selfossi dagana 5. og 6. september sl., ræddu Kristjánsdóttir, skrifstofumaður á Akureyri, og Sigurbjörn Kristjáns- son, áður bóndi á Finnsstöðum, en síðar trésmiður á Kristnesi. Valtýr lauk landsprófi frá Laugaskóla árið 1968, stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Akureyri árið 1972 og prófi í landafræði frá Háskóla íslands í október 1980. Hann hóf háskólanám á árinu 1973 í landafræði og félags- fræði, en gerði hlé á náminu og gerð- ist kennari í Hrísey skólaárið 1977— 1978 og skólastjóri þar veturinn 1978—1979. Á árinu 1979 réðst Val- týr til starfa hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur og vann þar, unz hann var ráðinn bæjarstjóri hinn 1. októ- ber sl. Kvæntur er Valtýr Pálínu Björns- dóttur, þroskaþjálfa, frá Hrísey, og eiga þau þrjá syni. þeir um hugsanlega stofnun félags félagsmálastjóra sveitarfélaga. Á fundinum ræddu þeir m. a. nýjar reglur um fjárhagsaðstoð, sem gengu í gildi í Reykjavíkurborg sl. vor, um húsaleigu í leiguíbúðum sveitarfélaga og um hugsanlegt ráðstefnuhald um markmið og stefnu í félagsmálum sveitarfélaga. Þá var á fundinum rætt um nýsamþykkt lög um málefni aldr- aðra, og samið var bréf og sent heil- brigðisráðherra með beiðni um endurskoðun laganna. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.