Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 25
STEFÁN EDELSTEIN, skólastjóri: GILDI OG TILGANGUR TÓNLISTARUPPELDIS Á íslandi eru starfandi um 60 tónlistarskólar með rúmlega 8000 nemendum. Þetta eru merkilegar töl- ur í ekki stærra landi, og benda þær ótvírætt til þess, að almennur áhugi á tónlistarnámi sé mikill og þörf sé fyrir þessa starfsemi. Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar þjóðin er í efnahagslegu öngstræti og almennt kreppir að á mörgum sviðum, þá líta stjórnvöld og ráðamenn gjarnan til þeirra þátta, sem teljast ónauðsynlegir, í þeirri viðleitni sinni að halda þjóðarskútunni betur á floti með sparnað í huga. Þetta hefur yfirleitt í för með sér hastarlegan niðurskurð í þeim geira ríkisút- gjalda, sem heitir skóla- og menningarmál. Tón- listaruppeldi tilheyrir báðum þessum málaflokkum. Það er eðlilegt að beita aðhaldi og sparnaði, þegar harðnar í ári. En það er ekki endilega eðlilegt að ráðast alltaf fyrst og fremst að menningar- og menntamálum með niðurskurðaráform. Þeir, sem þekkja gerð fjárlaga, vita, að útgjöld til mennta- og menningarmála, og þá sérstaklega til hins síðar- nefnda málaflokks, eru smámunir einir, miðað við> heildarútgjöld hins opinbcra. Engu að síður er það réttmætt að spyrja, hvers vegna samfélagið, það er ríki og sveitarfélög, eigi að styrkja menningarstarfsemi á borð við tónlistar- skóla. Hver er tilgangur og markmið með starfsemi tónlistarskólanna? Eru þeir nauðsynlegir? Eru tón- listarskólar tízkufyrirbæri? Hafa þeir eitthvert gildi? í þessu erindi verður leitazt við að svara þessum spurningum. Skilgreining menntunarinntaks skólakerfisins í heild hefur breytzt með breyttum tímum. í þjóðfé- lagi, sem er mjög hröðum breytingum undirorpið, breytist markmiðasetning skólahalds einnig. Hinar gömlu traustu stoðir menntunarinnar, þ.e. að læra að lesa, skrifa og reikna, eru reyndar eftir sem áður nauðsynlegar, en þær einar fullnægja ekki lengur menntunarþörfum síbreytilegs samfélags. Mcnnt- unarframboðið hlýtur að verða fjölbreyttara og margþættara, eftir því sem samfélagið breytist meira og hraðar og verður flóknara. í aðalnámsskrá grunnskóla, almennum hluta, segir m.a., að skólinn skuli stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. í þessu erindi er sett fram sú kenning, að enginn geti náð alhliða þroska né alhliða menntun, nema tillit sé tekið til þeirrar hneigðar og frumþarfar einstaklingsins að læra að umgangast listræn fyrirbæri, fræðast um þau, fá útrás fyrir sköpunarþörf sína og læra að leggja sjálfstætt gildismat á listræn fyrirbæri, í stuttu máli, læra að njóta þess, sem fagurt er, ekki sem gagnrýnislaus og viljalaus neytandi, heldur sem virkur einstaklingur, sem kann að taka afstöðu grundvallaða á yfirsýn og innsæi. Hvernig sinnir hinn almenni skóli þessum mennt- unarþætti? Ymsar listgreinar eru kenndar í skólum landsins. Þær eru að minnsta kosti á stundaskrám nemenda. Þessar listgreinar eiga það sameiginlegt, að þær eru tiltölulega einangraðar í námsskrám skólanna, eru eiginlega í jaðrinum. Með þessu er ekki átt við, að ekki sé ýmislegt vel 343 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.