Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 58

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1983, Blaðsíða 58
Fjárhagur sveitarfélaganna Mcira cn fjórir íimmtu hlutar skatttckna svcitar- fclaganna cru af sköttum, sem lagðir eru á skatt- stofna frá fyrra ári. Þessi tímatöf í skattstofninum veldur vandkvæðum, þcgar tekjur og verðlag breytast mjög mismikið frá einu ári til annars, cinkum séu þessar breytingar óvæntar. Þegar verðbólga fer vaxandi ár frá ári, er hætt við, að tekjur sveitarlélaganna dragist aftur úr gjöldum, enda langstærsti hluti teknanna skatttekj- ur, sem miðast við breytingar fyrra árs (útsvör, aðstöðugjöld og fasteignaskattar). Gjöldin fylgja liins vegar kostnaðarbreytingum á líðandi ári að mestu leyti. Áætlanir fyrir árið 1982 og spár fyrir 1983, sem Þjóðhagsstofnun hcfur gert m.a. á grundvelli upp- lýsinga frá stærstu sveitarfélögum, sýna, að fjárhag- ur sveitarfélaganna hefur veikzt á síðustu tveimur árum. Mikilvægur mælikvarði á hag sveitarsjóða er það íjármagn, sem fá má úr rekstrinum til fram- kvæmda og cignabreytinga. Sem hlutfall af heildar- tekjum sveitarsjóða hefur þetta fé rýrnað verulega. Þetta hlutfall var talið 30,7% árið 1981, en í áætlun fyrir 1982 er það komið niður í 29%, og samkvæmt spá fyrir 1983 lækkar það enn, eða niður í 25—26%. Þetta eru mun lægri hlutlöll en árin næst á undan. Meginskýringin er auðvitað sú, að tekjubreytingar hafa verið minni en breytingar rckstrargjalda. Áætlað er, að heildartekjúr svcitarlélaganna (að meðtöldum gatnagerðargjöldum og vaxtatekjum) hafi aukizt 1982 um nálægt 65% frá fyrra ári, en rekstrargjöld (fyrir afskriftir) um 68%. Þessi munur á hækkun tekna og gjalda virðist fara vaxandi á þcssu ári. Á grundvelli fyrirliggjandi upplýsinga unt útsvarsálagningu og greiðslu fastcignagjalda, svo og með hliðsjón af þróun annarra þátta, sem snerta rekstur sveitarfélaganna, er því spáð, að tekjur þeirra aukist á árinu um 58—59%, en rekstrargjöld (án afskrifta) um 66—67%. Þær áætlanir og spár, sem hér hafa verið raktar, bcnda því til þess, að fjárhagsstaða sveitarlélaganna sé um þessar mundir óvenju erfið. Vegna tekjusam- dráttar kunna framkvæmdaáform að raskast, nema 376 til komi önnur fjármögnun, og raunar hefur þegar verið dregið úr áformuðum framkvæmdum margra sveitarfélaga. Annað atriði, sem kynni að breyta fjárhagshorfum og þar mcð framkvæmdaáförmum cnn frekar, fclst í óvissu um innheimtu tekna á síðustu mánuði ársins, þegar saman fer rýrnandi kaupmáttur launa og afturkippur í þjóðarbú- skapnum. Vísbendingar, sem fcngnar eru frá 12 sveitar- félögum, sem saman lcggja á 70% af útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteignasköttum, bcnda til þess, að heildarskuldir svcitarsjóða í hlutfalli við tekjur hafi hækkað til muna á árinu 1982. Á sama tíma hafa útistandandi sveitarsjóðsgjöld einnig hækkað, þ.c. innheimta hcfur slaknað. Þetta er viðsjárverð þróun, því á sama hátt og sveitarfélögin eru grunneining stjórnarfarsins, er það grundvallar- atriði í heilbrigðum efnahag landsins, að fjárhagur þeirra sé í sæmilegu jafnvægi. Líkur benda til, að lausaskuldir sveitarsjóða vaxi til muna á þessu ári. Erfitt er að festa þessa þróun nákvæntlega í tölur, en hér gæti verið um að tefla 200 til 300 milljón króna greiðsluhalla á árinu í heild, sem þó mun ákaflega misskipt milli sveitarfélaga, og ráða víða sérstakar ástæður. Þcssa stöðu þarf að laga á næsta ári. Þar með er ég kominn að fjárhagshorfum fyrir sveitarfé- lögin 1984. Fjárhagshorfur 1984 Að gefnum þeim forsendum um breytingar geng- is, launa og verðlags, sem á cr byggt í efnahagsáætl- unum ríkisstjórnarinnar fyrir árið 1984 og efnahags- stefna hennar miðast við, eru nú horfur á, að við óbreytta skattálagningu hækki tekjur sveitarfélaga mun mcira en svarar verðbreytingum útgjalda þeirra á árinu 1984. Slík þróun væri vafalaust kær- komin í mörgum sveitarfélaganna eftir erlitt fjár- hagsár. Á hinn bóginn fæli hún í sér, að skattbyrði einstaklinga af völdurn skatta til sveitarfélaga þyngdist verulega. Þjóðhagsstofnun hefur gcrt at- hugun á því, hversu mikil hækkun skatttekna sveit- aríélaga yrði að óbreyttum álagningarreglum að öllu leyti. Niðurstaðan er sú, að útsvör myndu hækka urn 55%, aðstöðugjöld um 56%, en framlög úr jöfnunarsjóði munu hækka um 27% samkvæmt forsendum fjárlagafrumvarps. Verðhækkun fast- SVEITARSTJÓRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.