Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 6

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 6
Kristján Magnússon, fv. sveitarstjóri: Vopnafjardarhreppur Vopnafjarðarhreppur nær yfir byggðina milli Sandvíkurheiðar í norðri og Smjörfjalla að sunnan. Byggðin í hreppnum er fólgin í þétt- býliskjarna með um 700 íbúum og blómlegri sveit, sem telur um 240 manns, þannig að íbúafjöldinn alls er um 940 manns. íbúaþróun í sveitarfélaginu hefur verið hægfara, en tiltölulega jöfn uppávið und- anfarna áratugi. Árið 1960 voru í hreppnum 710 íbúar, þar af 345 í sveitinni og 365 í kauptúninu. Sést af þessu, að íbúafjölgun í kauptún- inu hefur orðið veruleg á þessu tímabili, en fækkun orðið í sveitinni, eins og víðast hvar annars staðar vegna breyttra búskaparhátta og vegna þess að bújarðir hafa farið í eyði, þótt lítið hafi verið um það hin allra síðustu ár. Sambýli sveitar og kauptúns í sama sveitarfélaginu hefur alla tíð gengið vel og árekstra- laust, enda hreppurinn landfræði- leg og félagsleg heild. Hér á eftir verður lauslega getið um helztu verkefni sveitarfélagsins á síðustu árum og gerð grein fyrir atvinnulífi, samgöngumálum og fleiru. Atvinnumál Vopnafjarðarsveit er frá náttúr- unnar hendi blómlegt landbúnaðar- hérað, þar sem ræktunarskilyrði eru yfirleitt góð og afréttarland gott og víðfeðmt. Bæði er um mjólkurfram- leiðslu og sauðfjárbúskap að ræða á þeim 45-50 bújörðum, sem í byggð eru. Loðdýrarækt er ört vax- andi búgrein, sem ætti að eiga góða framtíð fyrir sér, þótt vöxtur hennar takmarkist af árstíða- bundnu framboði á fiskúrgangi til fóðurframleiðslu. Margar bújarðir hafa einhver hlunnindi af laxveiði i Hofsá, Vesturdalsá og í Selá. Sjávarútvegur og fiskvinnsla er undirstaðan undir þróun þéttbýlis- ins, þótt þjónustan við sveitina, svo sem rekstur mjólkursamlags, slátur- húss og verzlun með rekstrarvörur landbúnaðarins, skapi þó nokkuð mörg atvinnutækifæri. Tangi hf., sem er 85-90% í eigu sveitarfé- lagsins, rekur frystihús, saltfiskverk- un, skreiðarverkun, fiskimjölsverk- smiðju, síldarsöltunarstöð og véla- verkstæði, auk þess að gera út skuttogarann Bretting. Kolbeins- tangi hf., sem er að % í eigu Tanga hf. og að Vfe í eigu Vopna- fjarðarhrepps og Kaupfélags Vopnfirðinga, á og gerir út tog- skipið Eyvind vopna, sem er 200 brl. að stærð. Smábátaútgerð er talsverð, og auk þess er 50 brl. bátur í eigu einstaklinga gerður út frá staðnum. Á síðastliðnum vetri fundust hörpudiskmið í firðinum, sem stefnt er að því að nýta þegar á komandi vetri, og binda menn vonir við, að skelfiskveiðar og vinnsla verði f framtíðinni snar þáttur í at- vinnulífi byggðarlagsins. Framleiðsluiðnaður er lítill á staðnum utan þess, að saumastof- an Hrund hf. framleiðir útflutnings- vörur úr prjónavoð og veitir 10-12 manns atvinnu. Þjónustuiðnaður og byggingarstarfsemi er hins vegar umtalsverður þáttur í atvinnulífinu og veitir ásamt opinberri þjónustu, 196 sveitarstjórnarmAl

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.