Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 7
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps: Fremri röð frá vinstri: Alexander Árnason, Bragi Vagnsson, Emil Sigurjónsson og Hreinn Sveinsson, oddviti.
Aftari röð frá vinstri: Aðalbjörn Björnsson, Hilmar Jósefsson, Sveinn Guðmundsson, sveitarstjóri, Kristján Magnússon, fyrrverandi sveitarstjóri,
og Ásgeir Sigurðsson. Myndin er tekin við sveitarstjóraskiptin á sl. vori.
verzlun og bankastarfsemi fjölda
manns atvinnu. Kaupfélag Vopn-
firðinga, sem er með meginhluta
verzlunarinnar á sinni könnu, auk
þess að sjá um þjónustuna við land-
búnaðinn og annast byggingar-
starfsemi, vélaviðgerðir og fleira, er
næststærsti vinnuveitandi á staðn-
um.
Hafnarmál
Eins og alls staðar, þar sem út-
gerð og fiskvinnsla er undirstaða
atvinnu- og mannlífs, skiptir miklu,
að hafnaraðstaða sé góð. Höfnin í
Vopnafirði er ekki góð frá náttúrunn-
ar hendi, þar sem hún er fyrir opnu
hafi. Dýpi og rými er þó nægilegt,
og með byggingu brimvarnargarðs
á árunum 1968-1969 og innri hafn-
argarðs með stálþilsbryggju á árun-
um 1977-1979 hefur verið sköpuð
allgóð skjólhöfn. Mikið vantar á, að
viðlegurými sé nægilegt, og bæta
þarf aðstöðu smábáta. Þá er knýj-
andi að styrkja brimvarnargarðinn
og gera við skemmdir, sem urðu á
honum í miklu óveðri í janúar árið
1975.
Gatnagerd
Eins og víðast hvar á þéttbýlis-
stöðum á landsbyggðinni, hefur
varanleg gatnagerð verið eitt
meginviðfangsefni sveitarfélagsins
á síðasta áratug. Um 70% af gatna-
kerfi kauptúnsins er nú með olíu-
malarslitlagi, og stefnt er að veru-
legum áfanga á næsta ári. Fyrsta
slitlagið var lagt sumarið 1973, en
þá fluttu austfirzk sveitarfélög inn
olíumöl frá Noregi, og þarlendir
menn sáu um útlagninguna. í
næstu áfanga var keypt olíumöl frá
Olíumöl hf., en það slitlagsefni var
blandað á Reyðarfirði og í Kópa-
vogi, en flutt sjóleiðis til Vopnafjarð-
ar. Árið 1982 réðst Vopnafjarðar-
hreppur í að koma sér upp eigin
blöndunarstöð, sem framleiddi á ár-
unum 1982 og 1983 samtals um
5500 tn. af olíumöl til eigin nota og
fyrir Vegagerð ríkisins, sem þá var
að setja slitlag á þjóðveginn frá
kauptúninu inn á flugvöll. Blöndun
olíumalar á staðnum er mun hag-
kvæmari kostur en flutningur á slit-
lagsefni langar leiðir.
Heilsugæzla og öldrunarþjón-
usta - Leiguíbúöir aldraðra
Vopnafjarðarhreppur hóf árið
1976 byggingu heilsugæzlustöðvar
SVEITARSTJÓRNARMÁL 197