Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 8
g’yrr.'r, ■wrfs
hreppurinn vinnur aö um þessar
mundir.
Þá rekur Vopnafjarðarhreppur
leikskóla, og tónskóli hefur verið
starfræktur undanfarin ár, þó með
nokkrum hléum vegna skorts á
kennslukröftum.
Félagslegar íbúdabyggingar
Auk hinna 14 leiguíbúða fyrir
aldraða, sem getið var um hér að
framan, hefur Vopnafjarðarhreppur
staðið fyrir byggingu 13 leigu- og
söluíbúða á árunum 1975-1980.
Sex fbúðir voru á sama tíma teknar
í notkun í verkamannabústöðum,
og nú hefur verið sótt um lán til þess
að byggja 12 íbúðir samkvæmt
verkamannabústaðakerfinu á
.næstu tveim til þrem árum.
Flutningaskip, eitt „lellanna", við „Nýju bryggju".
(Hi stöð), sem tekin var í notkun
síðla árs 1979, en fram til þess tíma
hafði starfsaðstaða læknis verið í
læknisbústaðnum. Það rými er nú
nýtt sem aðstaða fyrir tannlækni.
Árið 1976 hófst einnig bygging
fyrsta áfanga leiguíbúða fyrir aldr-
aða. Var það sex íbúða hús með
tveimur hjónaíbúðum og fjórum fyrir
einstaklinga ásamt með tilheyrandi
þjónusturými. Voru íbúðir þessar
teknar í notkun snemma árs 1978.
Árið 1981 hófst svo smíði annars
áfanga, en í honum eru átta leigu-
íbúðir, þ.e. tvær hjónaíbúðir og sex
einstaklingsíbúðir, og langlegu-
deild fyrir aldraða með 9-10
sjúkrarúmum. Var þessi bygging
formlega tekin f notkun haustið
1983. Másegja, að þessi uppbygg-
ing sé gífurlegt átak fyrir ekki
stærra byggðarlag, en samstaða
hefur verið mikil um verkefnið hér
heima fyrir. Hefur fjöldi einstakl-
inga, félaga og fyrirtækja styrkt
þessar framkvæmdir á einn og ann-
an hátt og kvenfélögin t.d. verið
beinir aðilar að uppbyggingunni.
Við rekstur heilsugæzlustöðvar og
sjúkradeildarinnar starfa um 20
manns.
Skólamál
í Vopnafirði er enn ekki kostur á
neinu framhaldsnámi heima fyrir,
en boðið er upp á nám til loka
grunnskólastigsins. Lengst af voru
starfandi tveir skólar í hreppnum,
þ.e. skólinn í kauptúninu og heima-
vistarskólinn á Torfastöðum, sem
var fyrir börnin úr sveitinni. Torfa-
staðaskólinn er nú nær eingöngu
notaður sem heimavistaraðstaða
og er ekið með nemendur þaðan til
kennslu í Vopnafjarðarskólann, en
vegalengdin á milli er um 6 km.
Daglegur heimanakstur er með þá
nemendur úr sveitinni, sem ekki er
rými fyrir í heimavistinni, og er vax-
andi áhugi fyrir því að auka hann
eftir því sem vegir batna. Vopna-
fjarðarskóli býr nú við þröngt
kennslurými og er knýjandi að
byggja við skólann. íþróttahús er nú
í smíðum við skólann, og er það
stærsta einstök framkvæmd, sem
Vatnsveitumál
Á undanförnum árum hafa farið
fram nokkrar endurbætur á aðveitu-
æð vatnsveitunnar og tilraunir verið
gerðar með frekari vatnsöflun.
Þessar tilraunir hafa ekki borið þann
árangur sem skyldi, og er fyrirsjáan-
legt, að þörf er á stórframkvæmd-
um til að bæta úr vatnsskortinum.
Ástandið er sérstaklega ískyggilegt
um þessar mundir, eftir þann langa
hlýinda- og þurrkakafla, sem staðið
hefur frá því snemma í vor, og liðinn
vetur var lika einn hinn snjóléttasti
um langt skeið. Hafa menn miklar
áhyggjur af því, að vandræðaá-
stand geti skapazt í haust, þegar
sláturtíð og síldarsöltun hefst.
Samgöngumál
Vopnafjarðarhreppur er land-
fræðilega afskekkt byggðarlag og
býr við langa og ófullkomna tengi-
vegi til næstu byggðarlaga. Einkum
er knýjandi, að nú þegar verði hafizt
handa við að koma Vopnafirði í
betra vegasamband við Austur-
landið, með uppbyggingu vegar til
198 SVEITARSTJÓRNARMÁL