Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 9
Unnið við Ásgarð, nýja stálþilsgarðinn.
dal. Þá þarf að huga að ýmiss konar
smáiðnaði og þjónustu við ibúa
byggðarlagsins, sem hingað til hef-
ur orðið að sækja út fyrir hreppa-
mörkin. Einnig þarf að kanna til
fulls, hvort einhverjir möguleikar eru
á frekari úrvinnslu sjávarafla og eða
landbúnaðarafurða. Efling atvinnu-
lífsins er forsenda framþróunar
byggðarlagsins, og ekki virðast
miklir vaxtarmöguleikar I bili I hinum
hefðbundnu greinum landbúnaðar
og sjávarútvegs. Þó ætti framtið
byggðarlagsins að vera björt, ef
þessum atvinnugreinum verða
sköpuð eðlileg rekstrarskilyrði.
Stjórn sveitarfélagsins
f núverandi hreppsnefnd Vopna-
fjarðarhrepps eru: Kjörnir af B-lista
Framsóknarflokks: Hreinn Sveins-
son, oddviti; Bragi Vagnsson; Ás-
geir H. Sigurðsson og Emil Sigur-
jónsson. Kjörnir af D-lista Sjálfstæð-
isflokks: Alexander Árnason, vara-
oddviti, og Hilmar Jósefsson. Kjör-
inn af G-lista Alþýðubandalags: Að-
albjörn Björnsson.
Núverandi sveitarstjóri er Sveinn
Guðmundsson, en hann tók við
starfinu hinn 1. júní sl.
Sundabúð I og II - Ibúðir og legudeild lyrír aldraða Vopnfirðinga.
Fljótsdalshéraðs, sem hægt væri
að halda opnum allt árið. Slíkur veg-
ur gæti líka stytt leiðina til Egils-
staða úr 185 km, sem hún er nú um
Möðrudalsöræfi, í um eða innan við
100 km. Myndi sú samgöngubót
auðvelda öll samskipti íbúa norð-
austurhornsins við Austurland og
auka ferðamannastraum á sumrum
og þar með bæta afkomumöguleika
þeirrar ferðamannaþjónustu, sem
haldið er uppi á Vopnafirði, svo
sem með rekstri söluskála og hót-
els, sem starfrækt er allt árið.
Flugsamgöngur eru í góðu horfi,
en Flugfélag Norðurlands heldur
uppi 5 áætlunarferðum í viku frá
Akureyri, og Flugfélag Austurlands
er með 3 áætlunarferðir í viku frá
Egilsstöðum, og eru þessar ferðir
allar í tengslum við Reykjavíkurflug
Flugleiða.
Vöruflutningar fara að langstærst-
um hluta fram sjóleiðis, en landflutn-
ingar hafa þó verið frá Akureyri
verulegan hluta úr árinu.
Framtíöarhorfur
Eitt meginviðfangsefni sveitar-
stjórnar á næstu mánuðum og
árum, auk hinna hefðbundnu verk-
efna, er að hafa forustu um ráðstaf-
anir til eflingar og aukningar fjöl-
breytni I atvinnullfi. Auk þess, sem
minnzt hefur verið á hér að framan
varðandi skelfiskveiðar og vinnslu
svo og loðdýrarækt, má nefna, að
kanna þarf til fulls möguleika á
byggingu laxeldisstöðvar við Lónin,
norðan kauptúnsins, en forsenda
þess virðist nýting jarðhitans í Selár-
SVEITARSTJÓRNARMÁL 199