Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Page 14
SAMTALIÐ
Mannvirki Skeiðsfossvirkjunar, stöðvarhúsið nær og stiflan íjær. Hanaan hennar sést Hamarshyrna, en lengra til hægri á myndinni
Skeiðshyrna. Ljósm. Mats Wibe Lund.
lokast í fyrstu snjóum á haustin, svo að samgöngur eru
engar við Ólafsfjörð á vetrum."
— Eru mikil snjóþvngsli í Fljótum?
„Þau eru umtalsverð, sérstaklega í Holtshreppi, já.
Þó er ekki alltaf snjóþungt á Almenningum utan við
Hraun, en þar liggur þjóðvegurinn nú.“
— Varð ekki mikil breyting til batnaðar, er nýi
vegurinn um Mánárskriður leysti af hólmi veginn yfír
Sigluij arðarskarð?
„Gjörbreyting varð á samgöngumálunum, er nýi
vegurinn um Strákagöng og Mánárskriður opnaðist.
Einnig varð mikil bót á, er vegurinn um skriðurnar var
færður og vegurinn um Neðri skriðurnar komst í gagnið.
Áður lá vegurinn um Mánárskriður um svokallaðar Efri
skriður, og meðan þær voru farnar, var leiðin ákaflega
erfið og hættuleg á vetrum. Vegurinn til Siglufjarðar er
ruddur tvisvar í viku, ef á þarf að halda, og auðvitað
njóta Fljótin góðs af gegnumakstrinum til og frá
Siglufirði. Margt er líka orðið sameiginlegt, og almennt
talað eru samgöngur við umheiminn, t.d. við
Sauðárkrók, nokkuð góðar.“
— Bæjarnafnið Barð í Fljótum lætur kunnuglega í
eyrum?
„Þar er sameiginlegur kirkjustaður fyrir
Fljótahreppana. Þar bjuggu kunnir prestar, svo sem
séra Jónmundur Halldórsson, síðar prestur á Stað í
Grunnavík, svo sem kunnugt er úr bók hans. Síðastur
presta á Barði var séra Guðmundur Benediktsson, sem
þjónaði þar til margra ára og var vinsæll mjög. Nú er
prestur í sókninni séra Gunnar Gíslason, áður prófastur
í Glaumbæ."
204 SVEITARSTJÓRNARMÁL