Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Síða 16
SAMTALIÐ Séð ytir Hópsvafn og inn Vestur-Fljót. Ef myndin prentast vel. má sjá eldiskviarnar á vatninu, en þær eru hluti hatbeitarstöðvarinnar. Myndin er tekin við Sandós. Ljém. Guðmundur H. Jónsson. — Eru bændur í sveitinni að fást við loðdýraeldi? „Já, það er vísir að því. í Haganeshreppi er eitt nokkuð stórt refabú. Ómar Ólafsson, bóndi að Laugalandi, hefur byggt 500 m2 hús og sett í það um 70 læður, og tvö minni refabú eru í Fljótum, á Syðsta-Mói og Minni-Reykjum, þar sem vera munu um 40 læður í nýju húsi. Loðdýrabændur í Skagafirði reka sameiginlega fóðurstöð á Sauðárkróki. Þeir fá fóðrið heim til sín í sérstökum tankbíl oft í viku á sumrin, en verða að sækja það sjálfir út á Sauðárkrók á vetrum einu sinni í viku eða svo. í stærsta búinu, að Laugalandi, drápust margir hvolpar sl. vor, og verð á refaskinnum er ekki það hátt, að menn geri sér vonir um, að refarækt komi í stað annarra búgreina, heldur sé hún góð viðbót, ef vel tekst til.“ — Eru þessar tilraunir þó ekki merki um Hfsbjargarviðleitni? „Jú, það er svona í áttina, að verið er að reyna þetta. Ég hefi þá trú, að framtíðin geti orðið nokkuð björt í Fljótum með alla þá tækni, sem komin er í búskapinn, og þau skilyrði, sem hér er upp á að bjóða. Ég tala nú ekki um, eftir svona einmuna gott sumar, sem var í ár.“ — Stæðu Fljótamenn betur að vígi í atvinnumálum sem ein heild heldur en í tveimur hreppum? „Já, á því er enginn vafi.“ — Hvað stendur þá í vegi fyrir sameiningu hreppanna? „Ekkert nema gamall vani og íhaldssemi íbúanna, blessaður vertu.“ Unnar Stefánsson. 206 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.