Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 17
ALMENNINGSBÓKASÖFN
Erla Jónsdóttir, bæjarbókavöröur, Garðabæ:
Samsteypubókasöfn
Samsteypubókasafn nefnist þaö
bókasafn, þar sem skólasafn og al-
menningsbókasafn er rekiö sem ein
stofnun.
Þaö er til húsa í skóla og gegnir
tvíþættu hlutverki. í fyrsta lagi sem
skólasafn fyrir þann skóla, sem þaö
er í, og í öðru lagi sem almennings-
bókasafn fyrir misstóran byggöar-
kjarna eða sveitarfélag.
Frá fræðilegu sjónarmiði hefur
slík samsteypa tveggja bókasafna
með ólfk markmið verið fordæmd,
og henni hefur verið fundið flest til
foráttu. En í reynd geta samsteypu-
söfn verið mjög hentug lausn í fá-
mennari byggðarlögum, ef
skynsamlega er að þeim staðið.
Undanfarna áratugi hefur mikið
átak verið gert í uppbyggingu
skólahúsa hér á landi, og með til-
komu grunnskólalaganna fyrir tíu
árum er skólasafnið viðurkennt sem
eitt af meginhjálpartækjum skólans.
Ríkið tekur þátt í að greiða kostnað
af skólasafni af ákveðinni stærð við
alla grunnskóla, þ. e. grunnbóka-
eign allt að 10 bækur á hvern nem-
anda, ákveðinn stundafjölda til
bókavörzlu, sem reiknaður er út af
kvóta skólans. Og við hönnun
skólabygginga er gert ráð fyrir
ákveðnu rými fyrir skólasafnið.
Það kemur snemma í Ijós, þegar
farið er að reka skólasafn sam-
kvæmt lögunum, að fjöldi bóka,
nýsigagna, tækja og vinnustunda
nægir skammt, ef skólasafnið á að
gegna hlutverki sínu. Skólamenn
sækja því til sveitarfélaganna um
aukið fjármagn til uppbyggingar og
reksturs skólasafna.
í flestum sveitum landsins hafa
verið rekin almenningsbókasöfn um
mislangan aldur, og afar misjafn-
lega hefur verið staðið að uppbygg-
ingu og rekstri þeirra. Á nokkrum
stöðum á landinu hafa verið reistar
bókhlöður eða safnahús, en víðast
hvar hefur þeim verið skorinn of
þröngur stakkur, einkum hvað varð-
ar húsnæði.
í lögum um almenningsbókasöfn
frá árinu 1976 var sveitarfélögunum
alfarið gert skylt að reka almenn-
ingsbókasöfnin. 5. gr. þessara laga
heimilar sveitarfélögunum að sam-
eina almenningsbóka- og skólasafn
og reka sameiginlega. Mörgum
sveitarfélögum hefur þótt afar hent-
ugt að notfæra sér þetta laga-
ákvæði og sameina þannig smáar
bókasafnaeiningar í eitt myndarlegt
samsteypusafn og samnýta þannig
bækur, starfskrafta og húsnæði.
Fjórtán ára góð reynsla af elzta
samsteypusafninu hér á landi, í
Garðabæ, sannar, að slíkt er hægt,
ef rétt er á málum haldið.
Hér verður drepið á nokkur atriði,
sem við, sem rekum það safn, telj-
um mikilvægust:
a. Að samsteypusafnið sé rekið
sem ein stofnun.
Forstöðumaður þess beri
ábyrgð á rekstri þess gagnvart
stjórn sveitarfélagsins annars
vegar og skólastjórn hins vegar.
Hann hefur yfirumsjón með öll-
um innkaupum, ræður starfsfólk
og stjórnar því. Einnig skipu-
leggur hann daglegan rekstur
og alla vinnu á safninu, svo sem
þjónustu við almenning og
skóla, í samráði við bókasafns-
stjórn og skólastjórn.
b. Húsnæði samsteypusafns þarf
að hanna þannig, að almenning-
ur hafi greiðan aðgang að bóka-
safninu, eftir að skóla lýkur, og
einnig, að nemendur hafi greið-
an aðgang að því á skólatíma.
Það þurfa að vera skýr ákvæði
um stærð húsnæðis fyrir safnið,
lesstofu, snyrtingar og fylgirým-
is, og auk þess þarf að gera ráð
fyrir stækkunarmöguleikum.
c. Opnunartími samsteypusafns er
mjög langur, eða frá því að skóli
hefst að morgni og fram á kvöld.
Utan skólatfma er opnunartími
svipaður og hjá öðrum almenn-
ingsbókasöfnum af sömu stærð.
d. Samnýta þarf allan bókakost og
safnefni, svo að samsteypan
borgi sig og komizt verði hjá
tvöföldum innkaupum.
Af þessu má sjá, að frá rekstr-
arlegu sjónarmiði kemur slík
samsteypa mjög vel út fyrir
sveitarfélögin, en á hinn bóginn
er ekki hægt að neita því, að
gera þarf miklar kröfur um góða
samvinnu, gagnkvæma tillits-
semi og góða stjórnun.
Stjórnun samsteypusafns er
tímafrek. Halda þarf reglulega
fundi með bókasafnsstjórn,
skólastjórn, fagkennurum,
bekkjarkennurum, bókavörðum,
og einnig þurfa bókaverðirnir að
sitja alla almenna kennaráfundi,
svo þeir geti fylgzt með skóla-
starfinu.
Að lokum má benda á, að hin
mannlegu samskipti eru oftast
brotalömin í rekstri samsteypu-
bókasafna.
SVEITARSTJÓRNARMÁL 207