Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 21
ÆSKULÝÐS- OC3 TÓMSTUNDAMÁL
i 1 1 (n ',.f ' W
ll * :l ■ h
- Bingó
- Leiksýningar
- Félagsvist
Jólaföndur
Jólaskemmtanir
Helgarhátíöir
Tómstundastarf
(Námskeiö u.þ.b. 8 kennslustundir):
Leirmótun
Leiklist
Tölvukennsla
Leðurvinna
Trésmíði
Hnýtingar
Heimilisfræði
Tauþrykk
Borðtennis
Fluguhnýtingar
Nýjungar í tómstundastaríi
Æ.R.
Á síðustu tímum, þegar segja
má, að ekkert sé nýtt undir sólinni,
getur verið erfitt að koma auga á ný
viðfangsefni, sem höfða til ungl-
inga. Tækninni fleygir fram, og á því
sviði eiga eftir að koma ótalmargir
nýir möguleikar. Mikilvægt er, að
tækninýjungar verði til þess að örva
sköpunar- og athafnaþörf unglinga,
en geri þá ekki að óvirkum neytend-
um á öllum sviðum.
Ein þeirra nýjunga, sem vakið
hafa hvað mestan áhuga meðal
unglinga, er tölvur. Tölvuspilasalir
hafa sprottið upp eins og gorkúlur á
haugi, og börn og unglingar drag-
ast að spilakössunum. „Andrúms-
loftið" f spilasölum er oft á tíðum
miður gott og vekur upp ýmis fé-
lagsleg vandamál.
Árið 1981 hóf Æ.R. skipulagða
tölvukennslu meðal unglinga í
grunnskólum Reykjavíkur, og síðan
þá hafa u.þ.b. 1500 unglingar sótt
námskeið í meðferð tölvu. Á vorönn
1984 var í gangi, auk hefðbundinna
námskeiða, tölvukennsla f opnu fé-
lags- og tómstundastarfi meðal for-
eldra og barna. Mikilvægt er að
Op/'ð síarf. Foreldrar og búrn I heimilisfræði.
nota tæknina rétt bæði í leik og
starfi.
Einn vágesturinn á tæknisviðinu
enn er myndbandið, að minnsta
kosti eins og það er notað nú -
eingöngu sem afþreyingartæki.
Forstöðumenn æskulýðsmála þurfa
að leiða notkun myndbandsins inn
á þroskavænlegar brautir. Ein leiðin
í því sambandi er að virkja unglinga
í gerð eigin myndefnis, en á sviði
myndbandsins eru gífurlegir mögu-
leikar, bæði á sviði fræðslu og
skemmtunar.
Fyrsta námskeiðið í gerð mynda
á myndbönd var haldið sl. vetur í
samvinnu Námsgagnastofnunar og
Æ.R. og hét „Myndbandið í skóla-
og félagsstarfi".
Hinar ýmsu nýjungar og tækni-
undur, sem við ætlum okkur að nýta
í æskulýðsstarfi, leysa þó aldrei af
hólmi hin mannlegu samskipti og
það viðmót, sem barnið og ungling-
urinn fá hjá kennara eða leið-
sveitarstjórnarmál 211