Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 24
ARIÐ 2004 Sturla Böövarsson, sveitarstjóri: Stykkishótmur áriö 2004 Ritstjóri Sveitarstjórnarmála fór þess á leit við mig, að ég legði til efni i greinaflokk, þar sem fjallað væri um þá framtíðarsýn, er sveitar- stjórnarmenn hafa um sveitarfélag sitt að liðnum tuttugu árum. í minn hlut kom að skrifa um Stykkishólm árið 2004. Jafnan er það svo, aö þá, er líta á til framtíðar, er horft til liðins tíma. Sagan kennir okkur íslendingum það, að náttúrufar lands okkar hefur afgerandi áhrif á alla þróun og að fátt verður fyrirséð um áhrif þess á mannlíf og þjóðfélagsþróun alla. Framtíðarspár um þróun byggða eru því ótraustar. í Eyrbyggjasögu segir frá því, er Þórólfur Mostrarskegg flúði und- an ofríki Haralds konungs til ís- lands. Hann fól það guði sínum Þór á vald, hvar á íslandi skyldi bú byggja. Það nes við Breiðafjörð, þar sem Þór setti á land súlur Þórólfs, var síðan kallað Þórsnes, og þar bjó Þórólfur rausnarbúi. Segja má, að fyrsta viðleitni til þess að koma skipulagi á hina ungu þjóð hafi ver- ið gerð við Breiðafjörð, þá er Þórsnesþing var sett. Yzt á Þórsnesi er Stykkishólmur. Þar hefur byggð verið að þróast allt frá því að Brimarkaupmenn hófu verzlun þar árið 1596 samkvæmt leyfi Friðriks konungs II. Árið 2004 verða því liðin rúm 400 ár frá því fyrst hófust verzlunarumsvif í Stykk- ishólmi. Stykkishólmur varð svo sér- stakt sveitarfélag 1892, er Helga- fellssveit var skipt í tvö sveitarfélög. Árið 1932 skrifar Helgi Hjörvar í Ár- bók Ferðafélags Islands um Stykk- ishólm og segir þá m. a.: „Stykkis- hólmur er hefðarbær mikill, og þar hafa haldizt lengur en víðast annars staðar höfðinglegir hættir á forna vísu í umgengni manna og kurteisi allri." Þessi skemmtilega lýsing Helga Hjörvar á Hólminum hefur vafalaust átt við nokkur rök að styðjast. Er það vonandi, að einkenni staðar- menningar verði ekki að liðnum 20 árum með öllu út máð af fjölmiðlum og stöðlunarmætti skólanna. Þrátt fyrir allt, sem liðið er og oft- ast birtist í blámóðu liðins tíma, þá verður hver kynslóð að bera sinn svip, móta og mótast af því um- hverfi, sem lifað er í. 214 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.