Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 25
ÁRIÐ 2004 A tvinnugreinar í Stykkishólmi mun á næstu 20 árum veröa byggt á þeim megin- stoðum atvinnulífs, sem fyrir hendi eru nú, þ. e. a. s. sjávarútvegi, iðn- aði, verzlun og ferðamannaþjón- ustu. Breiðafjörður er mikið forða- búr, og er ekki að efa, að þær auð- lindir, sem þar er að finna, eiga eftir að standa undir jafnri og vaxandi fólksfjölgun. Ef þau hagstæðu ytri skilyrði, sem sköpuð hafa verið, nýtast, má reikna með því, að árið 2004 verði íbúatalan orðin 1800. Til þess að svo megi verða, þarf atvinnulíf að blómgast jafnhliða því, að sveitarfé- lagið leiði þá þróun með mann- virkjagerð og uppbyggingu hinnar opinberu þjónustu, auk þess, sem einstaklingar og félög taka sér fyrir hendur við uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja og þjónustu. Atvinnulífið mun tæplega taka miklum breytingum næstu 20 árin. Þó má reikna með, að vinnsla sjáv- arafurða verði fjölbreyttari. Skipting vinnuafls eftir atvinnugreinum er núna svo sem hér segir: síðasta áratugar, þá má sjá, að fjölgun hefur orðið nokkuð jöfn og vaxandi. Með bjartsýni má áætla, að fjölgun næstu 20 ára geti orðið að meðaltali 2% á ári. Er rétt að ítreka, að sú spá er byggð á nokk- urri bjartsýni. Út frá þessari spá er síðan hægt að áætla þróun atvinnu- Iffs, atvinnutækifæra, íbúðabygg- inga, þjónustustofnana, sam- gangna o. fl. Á línuritinu á bls. 214 er sett upp spá næstu 20 ára. Sam- kvæmt því geta íbúar Stykkishólms orðið a. m. k. 1800, ef ekki er reikn- að með stækkun eða sameiningu sveitarfélaganna í landnámi Þórólfs Mostrarskeggs, sem ekki er vert að útiloka, enda svæðið ein atvinnu- og þjónustuleg heild. Spá um fjölgun atvinnutækifæra Standist sú spá, að íbúatala verði um 1800 árið 2004, mun þurfa að fjölga atvinnutækifærum í hverri at- vinnugrein. Ef spáð er um fjölgun ársverka í 800, gæti skipting orðið eftirfarandi: Eftirtaldar atvinnugreinar munu geta bætzt við það, sem fyrir er, á næstu 20 árum, verði máttur ein- staklinga og félaga nýttur til átaka I atvinnulífinu: a) Kúfiskveiðar og vinnsla. b) Veiðar og vinnsla ýmiss konar krabbadýra. c) Fullvinnsla fiskafurða. d) Fiskeldi og starfsemi því tengd. e) Æðarrækt og vinnsla úr dúni. f) Ferðamannaþjónusta tengd ferju yfir Breiðafjörð. g) Erlend viðskipti og verzlun vegna afurðasölu. h) Vinnsla kjötafurða í tengslum við sláturhúsið. i) Flefðbundin landbúnaðarstörf vegna stækkunar sveitarfé- lagsins. j) Vinnsla byggingarefna úr gjalli. k) Vinnsla úr þeirri skel, er fellur til við skelveiðarnar. l) Gerð byggingarhluta tengd einingahúsaframleiðslu. m) Aukin starfsemi verzlunarfyr- irtækja. Fjöldi Árs- Hlutf. skipting Atvinnuvegur startandi verk ársverka Landbúnaður 5 3,5 0,6% Fiskveiðar 98 85,0 15,3% Fiskvinnsla 115 89,2 16,1% Iðnaður 83 74,7 13,4% Veitur 15 15,4 2,8% Byggingar 67 55,7 10,0% Verzlun 72 57,0 10,3% Samgöngur 39 37,2 6,7% Bankar o. fl. 22 18,1 3,3% Þjónusta 143 120,0 21,6% Samtals 659 555,8 100,0% Þróun mannfjölda Svo sem víða á landsbyggðinni, hefur íbúafjölgun gengið í bylgjum á liðnum áratugum. Þegar litið er til Atvinnugreinar Hlutf. skipting ársverka árið 2004 1984 Ársverk 2004 Aukning Landbúnaður 1,0% 3,5 8,0 4,5 Fiskveiðar 15,0% 85,0 120,0 35,0 Fiskvinnsla 16,0% 89,2 128,0 38,8 Iðnaður 13,5% 74,7 108,0 33,3 Veitur 2,8% 15,4 22,4 7,0 Byggingar 10,0% 55,7 80,0 24,3 Verzlun 10,3% 57,0 82,4 25,4 Samgöngur 7,0% 37,2 56,0 18,8 Bankar o. fl. 3,3% 18,1 26,4 8,3 Þjónusta 21,1% 120,0 168,8 48,8 100,0% 555,8 800,0 244,2 Ekki er ástæða til þess að spá um miklar breytingar á þessari skipt- ingu. Þó gæti matvælaiðnaður í tengslum við landbúnað og sjávar- útveg aukizt. Þau 244 ársverk, sem bætast við, ættu þessar atvinnugreinar að geta skapað, auk þess sem aukning verður í þeim greinum, sem fyrir eru. SVEITARSTJÓRNARMÁL 215

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.