Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 31

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 31
SKJALAVA RZLA ekki á valdi sveitarfélaga aö ákveða um ónýtingu skjala í skjalasöfnum sínum, og eru þau þar á sama báti og aðrir afhendingarskyldir aðilar. Lög og reglugerð um héraðsskjala- söfn virðast engu breyta um þetta atriði. Setning reglugerðar um ónýt- ingu skjala er í verkahring mennta- málaráðuneytisins. Það er brýnt, að tekið verið á þessum málum með samræmdum hætti og að mótuð verði heildar- stefna með því að settar verði regl- ur um grisjun og annað, sem snertir skipulag skjalvörzlu. Hvað varðar grisjunina, geta ekki aðrir aðilar en hinar sérhæfðu skjalasafnsstofnanir samið reglur um hana, og hlýtur þá fyrst og fremst að koma til kasta Þjóðskjalasafns, sem er sett yfir hér- aðsskjalasöfnin. Því lengur sem þetta dregst á langinn, í þeim mun meira óefni og öngþveiti stefnir. Því það er alveg Ijóst, að mikið af skjölum fer, hefur farið og mun fara forgörðum, þó svo að menn vilji beygja hjá vandanum og veigri sér við að ákveða ónýtingu ákveðinna skjala eða skjalaflokka. Oft er það svo, að þegar ekkert viðunandi geymsluhúsnæði er fyrir hendi, ýt- ast eldri skjöl, sem hafa verið lögð til hliðar, upp á háaloft eða niður í kjallara eða í útihús og hlaðast þar upp í hauga, sem enginn hefur yfir- sýn yfir né hirðir um. Náttúruöfl- unum er svo látið eftir að sjá um eyðinguna eða þá, þegar allt er orð- ið sneisafullt, er mokað út, og þá er ekki reynt að skilja sauðina frá höfrunum. Það er þetta, sem þarf að koma í veg fyrir, og verður að búa svo um hnútana, að skjöl verði metin með tilliti til heimildagildis og valin úr þau, sem minnst eftirsjá viröist að. Eftir að þetta var samið, hefur menntamálaráðuneytið samþykkt fyrir sitt leyti drög að reglum um ónýtingu skjala hjá Reykjavíkurborg og stofnunum hennar og borgarráð samþykkt þær. Voru þær birtar und- ir dálkinum Skjalavarzla í 1. tbl. Sveitarstjórnarmála 1984. Samkeppni um merki Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, efnir til samkeppni um merki fyrir sveitarfélagið. Samkeppnin er öllum opin Merkið má höfða til megineinkenna byggðar- lagsins t.a.m. landslagseinkenna, dýralífs, menningar, sögu- og atvinnulífs. Einnig væri æskilegt, að nafn sveitarfélagsins, þ.e. Búða- kauptún, komi fram í tillögunni. Veitt verða þrenn verðlaun: 25.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Tillögur sendist hreppsnefnd Búðahrepps eigi síðar en 15. desember merkt: „Samkeppni um merki“. Sveitarstjóri. PLÖSTUN PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, ^ VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ, MATSEÐLA, VERÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR, TILBOÐ, BLAÐAORKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÓSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ: BREIDD ALLT AÐ 63 CM. LENGD ÓTAKMÖRKUÐ. OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18. HJARÐARHAGA 27 ©22680 SVEITARSTJÓRNARMÁL 221

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.