Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Page 33
m. a. um hafnaráð, sem fylgjast skal meö starf-
semi Hafnamálastofnunar ríkisins og fjalla um öll
meiriháttar skipulags-, rekstrar- og fjárfesting-
armál stofnunarinnar og vera samgönguráðherra
til ráðuneytis um hafnamál. Hafnaráð er skipað 3
fulltrúum, þar af einum tilnefndum af Hafnasam-
bandi sveitarfélaga. Þá er það nýmæli í lögunum,
að hafnamálastjóri skuli skipaður til 5 ára í senn. f
lögunum er í fyrsta sinn skilgreint hugtakið
„höfn“, þ. e. svæði, þar sem gerð hafa verið
mannvirki til lestunar, losunar og geymslu fljót-
andi fara og eru til notkunar gegn ákveðnu gjaldi.
Til þess að um höfn sé að ræða, þarf ennfremur
að hafa verið sett um hana reglugerð, þar sem
hafnarsvæðið er m. a. tilgreint skv. staðfestu deili-
skipulagi sveitarfélagsins og mörk hafnarinnar
eru skilmerkilega tilgreind.
Skv. hafnalögunum er ákvæðum um styrkhæf-
an byggingarkostnað hafna breytt. Þannig teljast
framvegis til styrkhæfs byggingarkostnaðar
hafna: vaxtakostnaður á byggingartíma og lán-
tökukostnaður, gengistap af erlendum lánum og
hækkanir á verðtryggðum lánum, svo og undir-
búnings- og hönnunarkostnaður hafnarmann-
virkja og dreifikerfi rafmagns, holræsa og vatns
og lagning bundins slitlags á umferðaræðar á
hafnarsvæði.
í stað tveggja flokka ríkisstyrks til hafna skv.
eldri lögum, eru f nýju lögunum ákvæði um 4
flokka ríkisstyrks til hafnarframkvæmda, þ. e.
100%, 90%, 75% og 40%, svo sem hér greinir:
a. Ríkissjóður greiðir allan kostnað við frumrann-
sóknir vegna fyrirhugaðra hafnarfram-
kvæmda.
b. Ríkissjóður greiðir 90% kostnaðar við dýpkun
aðalsiglingaleiðar að höfn (í stað 75% áður
skv. eldri lögum).
c. Ríkissjóður greiðir 40% kostnaðar við hafnar-
vogir, hafnsögubáta, fasta krana til löndunar
úr smábátum og við dráttarbrautir og önnur
upptökumannvirki fyrir skip og báta (í stað
75% skv. eldri lögum).
d. Ríkissjóður greiðir 75% kostnaðar við önnur
styrkhæf hafnarmannvirki, þ. e. hafnargarða,
viðlegukanta, bryggjur, dýpkanir, uppfyll-
ingar, gatnagerð, siglingamerki, mengunar-
og slysavarnir svo og vatns-, raf- og skólp-
lagnir á hafnarsvæðum.
(8) Lög nr. 70 frá 30. maí 1984 um breytingu á lögum
nr. 44/1979 um húsaleigusamninga. Það er ný-
mæli í þessum lögum, að bæjarstjórnir í kaup-
stöðum skulu láta fram fara á fjögurra ára fresti
könnun á fjölda leigjenda og framboði á leigu-
íbúðarhúsnæði í kaupstöðum.
(9) Lög nr. 75 frá 30. maí 1984 um breytingu á lögum
nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Lögin
fela það i sér, að aftan við a. lið 2. mgr. 3. gr.
laganna bætist málsliðurinn: „sumarbústaðalóðir
og mannvirkja af þeim“. Samkvæmt því verður
fasteignaskattur á sumarbústöðum framvegis
sami hundraðshluti og af íbúðarhúsnæði og bú-
jörðum í hverju sveitarfélagi, þ. e. 0,5% grunn-
fasteignaskattur með heimild til lækkunnar eða
hækkunar allt að 25% eða á bilinu 3,75%-6,25%
af fasteignamati. Lögin öðluðust gildi strax við
birtingu i júnímánuði sl., en koma í reynd ekki til
framkvæmda fyrr en á næsta ári, þar eð álagning
og innheimta fasteignaskatts á þessu ári hafði
þegar farið fram fyrir gildistöku laganna.
(10) Lög nr. 85 frá 28. maí 1984 um breytingu á lögum
nr. 21/1977 um heimild til stofnunar fjölbrauta-
skóla. Samkvæmt lögunum getur menntamála-
ráðuneytið veitt fjölbrautaskóla heimild til að
halda námskeið í kvöldskóla („öldungadeild")
fyrir þá, sem komnir eru af venjulegum skólaaldri,
en æskja að Ijúka námi hliðstæðu því, sem skól-
inn býður upp á. Námskeiðsgjöld skulu standa
undir allt að þriðjungi launakostnaðar. Þótt um
það séu ekki bein ákvæði í lögunum, verður að
telja, að samþykki þeirra sveitarstjórna, sem aðild
eiga að fjölbrautaskólum, þurfi einnig til að koma.
(11) Lög nr. 90 frá 30. maí 1984 um breytingu á
jarðalögum nr. 65/1976. Með lögunum eru
ákvæði í lögum um Landnám ríkisins felld úr gildi
og það lagt niður við gildistöku laganna 1. júní sl.,
en frá sama tíma tekur landbúnaðarráðuneytið
við þeim verkefnum, sem áður heyrðu undir Land-
nám ríkisins. Nýmæli er í lögunum, að framvegis
þarf leyfi landbúnaðarráðuneytisins til þess að
stofna nýtt býli til búvöruframleiðslu þ. m. t. til
ylræktar, garðræktar, fiskiræktar og loðdýrarækt-
ar eða til smáiðnaðar og þjónustu, sem tengd er
landbúnaði. Ennfremur þarf sveitarstjórn að sam-
þykkja stofnun slíkra nýrra býla svo og jarða-
nefnd.
Þá er það nýmæli í lögunum, að /' ýmsum
tilvikum er áskilið samþykki sveitarstjórnar s. s. til
stofnunar tvíbýlis eða margbýlis á jörð, til að
endurbyggja eyðijörð, til að taka landbúnaðar-
land til annarra nota og til að stofna félagsbú til
búvöruframleiðslu.
(12) Lög nr. 92 frá 16. maí 1984 um breytingu á lögum
nr. 51/1981 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit.
Að því er sveitarfélög varðar eru nýmæli frum-
varpsins tvenns konar: í fyrsta lagi ber svæðis-
nefndum skv. 11.gr. laganna að senda heilbrigð-
isnefndum í umdæminu fyrir 1. október ár hvert
tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár, og heil-
sveitarstjórnarmál 223