Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 35

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 35
FRÆÐSLUMÁL Ölvir Karlsson, oddviti: Stöðlun íþróttahúsa Þar til skólakostnaðarlög voru sett árið 1967, hafði tiltölulega lítið verið byggt af íþróttahúsum við grunnskóla. Sérstaklega var þetta áberandi í dreifbýlinu. Skólahúsnæði, sem byggt var fyrir setningu fyrrgreindra laga, var talið vera 214.500 m2 að stærð, þar af íþróttarými 31.600 m2 eða tæp 15%. Það skólahúsnæði, sem búið var að byggja 1981 samkvæmt skóla- kostnaðarlögunum, var 154.700 m2, þar af voru 42.800 m2 íþrótta- rými eða 28%. Með endurskoðun á normum og útgáfu reglugerðar nr. 345/1978 er ákveðið, að grunnstærð kennsluein- inga sé 202,5 m2 og að fjöldi eining- anna ráðist af kennslustundafjölda skólans. Einnig er minni salur fyrir mjög fámenna skóla (fjölnýtisalur). Þá var það nýjung í reglum þess- um, að heimilað var rými fyrir áhorf- endur. Samhliða þessum reglum var reglugerð um stofnkostnað gefin út endurskoðuð, og var þá tekið upp það nýmæli að heimila stækkun á leikfimisal skóla um eina einingu, þ.e. 202,5 m2 og áhorfendasvæði, þar sem ætlað er að nota salinn til almennra íþróttaiðkana og keppni og þar sem íbúafjöldi í sveitarfélagi eða sveitarfélögum, sem skólann reka, er 500 og fleiri. Þetta þýðir i reynd, að öll sveitar- félög með 500 íbúa eða fleiri eða þau sveitarfélög, sem reka saman skóla og hafa samtals þann íbúa- fjölda, eiga nú þess kost að byggja sem skólamannvirki íþróttahús með 405 m2 gólffleti, þ.e. 15x27 m sal. Þessi íþróttahús eru mjög dýr; vinna arkitekta og verkfræðinga er þar stórlega vanmetin í núgildandi kostnaðarnormum auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þessara bygginga frá þvf sem áður var, þeg- ar kostnaðarnormin, voru sett. Á fundi, sem haldinn var í norma- nefnd í septembermánuði árið 1975, lögðu fulltrúar Sambands fs- lenzkra sveitarfélaga fram tillögu um staðlaðar stærðir af íþróttahús- um. Leitað var álits Gísla Halldórs- sonar á þessari hugmynd, og taldi hann, að með framkvæmd hennar mætti spara um það bil 10-15% af byggingarkostnaði. Þetta mætti þó verulegri andstöðu, og var því aðal- lega borið við, að leiðinlegt væri að sjá sömu útgáfuna af öllum hlið- stæðum húsum vítt og breitt um landið. Þannig var séð fyrir þessari hugmynd. Ég hef átt þess kost að skoða mörg íþróttahús í Danmörku, Nor- egi og Svfþjóð. Þau hús eru byggð með mun ódýrari hætti en hér tíðk- ast. Yfir 90% af þessum húsum eru byggð úr límtré; þau eru einföld í byggingu og fljótgert að koma þeim upp. Með tilliti til þess, að það vantar íþróttasali eða fjölnýtisali við marga grunnskóla, sérstaklega í dreifbýli, þá er það athugandi að fela sam- bandinu að leita eftir samstarfi við menntamálaráðuneytið um, að gerðir verði uppdrættir að stöðluð- um íþróttahúsum, t.d. tveimur stærðum, þar sem kostnaðaráætl- anir fylgdu. Samband íslenzkra sveitarfélaga og menntamálaráðuneytiö greiði verðlaun fyrir beztu úrlausnir. Sveitarstjóri Hreppsnefnd Nesjahrepps, Hornafirði, A-Skaft. auglýsir laust til umsóknar starf sveitarstjóra. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 1984. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Nesjahrepps, Nesjaskóla, sími 97-8500. F.h. hreppsnefndar Nesjahrepps, Tryggvi Árnason. SVEITARSTJÓRNARMÁL 225

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.