Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 38

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Side 38
LANDSHLUT A5AMTOKUM Atvinnumálm efst á baugi hjá Sunniendingum Frá adalfundi Sambands sunnlenzkra sveitarfélaga á Hvolsvelli 16. og 17. apríl 1984 Sextándi aðalfundur Sambands sunnlenzkra sveitarfélaga - SASS - var haldinn á Hvolsvelli dagana 16. og 17. apríl sl. Jón Þorgilsson, fráfarandi for- maður SASS, setti fundinn með ræðu. Síðan bað hann Böðvar Bragason, sýslumann Rangæinga og oddvita Hvolhrepps, og Ingi- björgu Þorgilsdóttur, hreppsnefnd- arfulltrúa í Hvolhreppi, að stýra fundi og þá Kristin Jónsson, oddvita Fljótshlíðarhrepps, og Steinþór Ingvarsson, oddvita Gnúp- verjahrepps, að rita fundargerð. Ávörp fluttu við fundarsetninguna Björn Friðfinnsson, formaður Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga, og Lárus Ág. Gíslason, fv. hreppstjóri Hvolhrepps. Síðar á fundinum fluttu einnig ávörp Þórarinn Sigurjóns- son, alþingismaður, og Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmda- stjóri Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi. Skýrslur og ársreikningar Jón Þorgilsson flutti skýrslu fráfar- andi stjórnar, og lá hún frammi á fundinum fjölrituð. Hjörtur Þórarins- son, framkvæmdastjóri samtak- anna, gerði grein fyrir ársreikning- um SASS seinasta starfsár, og voru þeir síðar á fundinum samþykktir. Niðurstöðutölur rekstrarreiknings fyrir árið 1983 eru kr. 3.034 þús. Einnig gerði hann grein fyrir tillögu að fjárhagsáætlun SASS fyrir árið 1984, sem einnig var samþykkt. Niðurstöðutölur hennar eru kr. 3.928 þús. kr., og nemur hækkunin milli ára um 27%. Jón R. Hjálmarsson, fræðslu- stjóri, flutti skýrslu um störf fræðslu- skrifstofu Suðurlands, Eggert Jó- hannesson, formaður svæðisstjórn- ar Suðurlands um málefni fatlaðra, gerði grein fyrir starfi stjórnarinnar á árinu, og Páll Björnsson, fulltrúi á sýsluskrifstofunni á Selfossi, for- maður Ferðamálasamtaka Suður- lands, sagði frá starfi samtakanna. Þorsteinn Garðarsson, iðnráð- gjafi, sagði loks frá iðnaðarverkefn- um, sem nýiðnaðarnefnd SASS og hann hefðu unnið að á starftímabil- inu. Skýrslunum var vísað til starfs- nefnda þingsins. Þær voru allsherj- arnefnd, atvinnumálanefnd, heil- brigðismálanefnd, menntamála- nefnd, orkunefnd, samgöngunefnd og kjörnefnd. Verkaskipting ríkis og sveitarfélaga Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, flutti á fundinum framsöguerindi um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Að tillögu allsherjarnefndar sam- þykkti fundurinn á síðari degi sínum að mæla með áframhaldandi end- urskoðun verkaskiptingar ríkis og sveitarfélaga, en benti á, að ný verkefni leggist misþungt á sveitar- félögin eftir staðháttum og íbúa- fjölda, og beri að gæta þess við tilfærslu verkefna, að engu þeirra verði ofboðið fjárhagslega og að sveitarfélögunum verði ekki fengin ný og aukin verkefni án þess að fylgi nýir tekjustofnar til þess að standa undir kostnaði við jaau. Skólamál Hörður Lárusson, deildarstjóri, og Örlygur Geirsson, skrifstofustjóri í menntamálaráðuneytinu, fluttu framsöguerindi um skólamál, eink- um framhaldsskólann. Um það efni urðu miklar umræður á fundinum og í menntamálanefnd, og hér verða dregin fram helztu atriði í ályktunum fundarins um skóla- og menntamál. Fundurinn minnti á, að margir skólar, bæði á grunnskóla- og fram- haldsskólastigi, búi við þröng rekstrarskilyrði. Þeim sé mikil nauð- Alexander Stefánsson, félagsmálaráðherra, flytur ræðu sina. 228 SVEITARSTJÓRNARMÁI

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.