Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 39

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Blaðsíða 39
IFRA LANDSHLUTASAMTOKUMI Örlygur Geirsson, skrifstoíustjóri, ræðir skólamalin. Birgir ísl. Gunnarsson, alþm. og formaður stóriðjunefndar. syn á rýmri kennslukvóta, og átalinn er seinagangur í uppgjörsmálum hjá menntamálaráðuneytinu gagn- vart sveitarfélögum, bæði hvað varðar framhaldsskóla og ýmsa þætti grunnskóla, s. s. skólaakstur. Lögð er þung áherzla á, að mark- visst sé unnið að því að koma á langþráðri löggjöf um samræmdan framhaldsskóla. Aðalfundurinn hvatti til þess, að ekki verði innheimt námsvistargjöld við skóla á Suðurlandi vegna að- komunemenda á rekstrarsvæði við- komandi skóla. Á sama hátt hvatti fundurinn sveitarfélög til þess að greiða ekki slíka reikninga úr öðrum kjördæmum, nema um löglega inn- heimtu sé að ræða. Fagnað er því samstarfi, sem náðst hefur um rekstur fjölbrauta- skóla á Suðurlandi og hvatt til þess, að verknámsbrautir verði efldar, svo nemendur geti lokið námi í þeim við skólann. Hvatt er til þess, að gerðir verði samningar við menntamálaráðu- neytið um allar þær skólabygging- ar, sem unnið er að ósamnings- bundið f kjördæminu. Talið er, að aðstaða nemenda í kjördæminu sé mjög misjöfn gagnvart námi. Fundurinn mæltist til þess við fræðsluráð Suðurlands, að það héldi fundi með forráðamönnum héraðsskólanna í Skógum og að Laugarvatni og framhaldsskólanna um vanda héraðsskólanna til þess að hvetja menntamálaráðuneytið til aðgerða í málefnum þeirra. Sameiginleg útvarpsstöö á vegum samtakanna Fundurinn fagnaði framkomnu frumvarpi til nýrra útvarpslaga, þar sem gert er ráð fyrir landshlutaút- varpsstöðvum. Hvatti fundurinn til þess, að komið yrði upp einni sam- eiginlegri útvarpsstöð á vegum samtakanna, þegar löggjöf um það efni hefur verið samþykkt. Fundin- um barst erindi bæjarstjórnar Vestmannaeyja um þetta efni, og var samþykkt að vfsa því til stjórnar og fulltrúaráðs sambandsins. Stóriöja Birgir ísl. Gunnarsson, formaður ríkisskipaðrar nefndar um orkufrek- an iðnað, ræddi um möguleika á hagnýtingu hinnar miklu orku, sem vannýtt er í landinu. Helztu nýt- ingarmöguleika hennar kvað hann vera orkufrekan iðnað. Hann ræddi ýmsa möguleika á slíkum iðnaði á Suðurlandi og skýrði frá undirbún- ingi að kfsilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, stækkun álversins í Straumsvík og að nýju álveri við Eyjafjörð. Orkunefnd og atvinnumálanefnd fundarins ræddu báðar um orkuöfl- un og iðnað tengdan aukinni orku- framleiðslu. Skorað var á Alþingi að auka rannsóknir á háhitasvæðum Suður- lands, og stjórn SASS var falið að fylgja því eftir við Orkustofnun, að lokið verði við þær tilraunaholur, sem byrjað hefur verið á á Suður- landi. Einnig verði stuðlað að frekari rannsóknum Orkustofnunar á svæðinu. Fagnað er þeim árangri, sem náðst hefur í iðnaðaruppbyggingu f kjördæminu frá síðasta aðalfundi. Er þar minnt á stofnun álsteypu á Eyrarbakka, stofnun kertaverk- smiðju. í vernduðum vinnustað f Vestmannaeyjum og stofnun sölu- sveitarstjórnarmál 229

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.