Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 40
FRA LANDSHLUTASAMTOKUM
Medan á fundinum stóð, aihenti Jón Porgiisson, formaður SASS, Alexander Stefánssyni,
félagsmálarádherra, og Birni Fridfinnssyni, formanni Sambands ísienzkra sveitarféiaga, borð-
fána samtakanna. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Hjörtur Pórarinsson, Björn Friðfinnsson, Jón
Porgilsson og Ingibjörg Þorgilsdóttir.
skrifstofu sunnlenzkra iðnfyrirtækja,
er framleiða byggingarefni og ve'ita
þjónustu í byggingariðnaði.
Fundurinn telur, segir í einni
ályktun fundarins, að vinna beri
markvisst að iðnaðaruppbyggingu í
kjördæminu, og að haldið verði
áfram með þau verkefni, sem eru á
vinnslustigi, svo sem kísilkarbíð, C-
vítamín, hitaþolin efni, iðnaðarverk-
efni í Vík og fiskeldi. Jafnframt taldi
fundurinn, að leita þurfi nýrra verk-
efna, sem stuðli að aukinni fjöl-
breytni í atvinnulífi í kjördæminu, og
að þeim fyrirtækjum, sem fyrir eru,
sé gert kleift að starfa.
Fundurinn beindi því til iðnaðar-
ráðherra, að felldur verði niður sölu-
skattur af raforku til iðnaðar. Jafn-
framt var bent á nauðsyn þess, að
raforkuverð til nýrra iðnfyrirtækja,
sem keppa á erlendum mörkuðum,
verði ekki hærra en hjá samkeppn-
isaðilum þeirra.
1% af heildsöluverði raf-
orku til iðnþróunarsjóðs
landshlutans
Aðalfundurinn beindi því til iðnað-
arráðherra, að hann beiti sér fyrir
löggjöf um, að orkuframleiðslufyrir-
tæki greiði 1% af heildsöluverði
framleiðslunnar iðnþróunarsjóði við-
komandi landshluta. Benti fundur-
inn á, að orkuframleiðslufyrirtæki í
nágrannalöndum okkar hafi um
langan aldur greitt mun hærri fjár-
hæðir til sveitarfélaga eða samtaka
þeirra.
Fram kom í annarri ályktun at-
vinnumálanefndar, að 88% af raf-
orku landsins væru framleidd á fé-
lagssvæði SASS, og var gerð krafa
um, að á hverjum tíma væri til stað-
ar nægileg raforka til nýrra fyrir-
tækja.
Þá var bent á hagkvæmni þess
að nýta jarðgufu við framleiðslu á
iðnaðarvörum, og var skorað á
þingmenn kjördæmisins að útvega
nauðsynlegt fjármagn, sem geri
kleift að hefja nú þegar nauðsyn-
legar undirbúningsrannsóknir.
Rafmagn sé ekki niður-
greitt til húshitunar á hita-
veitusvæðum
Á fundinum var fjallað um nið-
urgreiðslu á rafmagni til hitunar
húsa, þar sem unnt væri að tengja
hús hitaveitu. Um það var gerð
samhljóða svofelld ályktun:
„Aðalfundur SASS 1984 lýsir yfir
þeirri skoðun sinni, að varast beri
að raska gjaldskrám rafmagns-
veitna með niðurgreiðslu á raforku
til húshitunar á þeim stöðum, sem
hafa hitaveitu og jarðhiti er nægur."
Fjárfestingarféiag
Suðurlands
Fundurinn samþykkti, að unnið
yrði að stofnun Fjárfestingarfélags
Suðurlands með þeim hætti, að inn-
an tveggja mánaða yrði undirbún-
ingi lokið, málið kynnt og boðað til
stofnfundar eigi síðar en 1. október
í ár. Samþykkt var að fela iðnráð-
gjafa að vinna að málinu í samráði
við stjórn SASS.
Þá taldi fundurinn, að halda beri
námskeið fyrir þá, sem hyggjast
koma á fót og vilja reka eigið fyrir-
tæki í kjördæminu.
Níu manna atvinnumála-
nefnd
Ákveðið var á fundinum að koma
á fót níu manna atvinnumálanefnd.
Fundurinn kaus fimm þeirra, en síð-
an kysi fulltrúaráð SASS tvo og
stjórn Iðnþróunarsjóðs Suðurlands
tvo. Nefndin kysi síðan þriggja
manna verkefnishóp, er starfi með
iðnráðgjafa að nýiðnaðarverk-
efnum.
í atvinnumálanefndina voru síðan
kjörnir á fundinum Sigrún Þor-
steinsdóttir, bæjarfulltrúi í Vest-
mannaeyjum; Páll G. Björnsson,
oddviti Rangárvallahrepps; Hörður
Davíðsson, bóndi, Efrivík í
Kirkjubæjarhreppi, Jón Ó. Vil-
hjálmsson, verkstjóri, Selfossi, og
Margrét Frímannsdóttir, oddviti
Stokkseyrarhrepps, sem kosin hef-
ur verið formaður nefndarinnar.
Fulltrúaráð SASS hefur kosið í
nefndina þá Hafstein Þorvaldsson,
bæjarfulltrúa á Selfossi, og Stefán
230 SVEITARSTJÓRNARMÁL