Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 49

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1984, Qupperneq 49
INAMSKEIÐ OG RAÐSTEFNURl Fundur um tölvumál 17. nóvember Tölvuþjónusta sveitarfélaga held- ur fund meö fulltrúum þeirra sveitar- félaga, sem nota IBM 34/36 og Wang-tölvur, í húsakynnum Fræöslumiðstöðvar sveitarfélaga á 4. hæö aö Háaleitisbraut 11 laugar- daginn 17. nóvember, og hefst hann kl. 13.30. Á fundinum verður fjallaö um þann hugbúnað fyrir sveitarfélög, sem til er á þessar tölvur, og um þróun hans. Fjármálaráðstefnan mánudaginn 19. nóvember Hin árlega ráöstefna sambands- ins um fjármál sveitarfélaga verður haldin aö Hótel Sögu í Fteykjavík mánudaginn 19. nóvember og hefst kl. 9.00 árdegis. Gerð veröur grein fyrir helztu forsendum fjár- hagsáætlana sveitarfélaga fyrir áriö 1985, þar á meðal áhrifum launa- breytinga vegna nýrra kjarasamn- inga, og rætt almennt um horfur í efnahagsmálum á næsta ári. Þá verður fjallað um flutning á vinnslu tölvukerfa frá Flugleiðum hf., kynnt störf Tölvuþjónustu sveitarfélaga og stefna hennar gagnvart einkatölv- um (PC) og hagnýtingu minni sveit- arfélaga á þeim. Síðari hluta dagsins starfar ráð- stefnan í tvennu lagi. Þá mun fulltrú- um fjölmennari sveitarfélaganna gefast tækifæri til að ræða nánar áhrif launabreytinganna og um kostnaðarhækkanir í kjölfar þeirra, um skólarekstur og heilbrigðisþjón- ustu, og fulltrúum strjálbýlishreppa gefst m. a. tækifæri til þess að ræða um kostnað við skólahald, þ. á m. heimavistir og akstur með skólanemendur, og fleira. Ráðstefna um hlut- verk sveitarfélaga í atvinnumálum 20. og 21. nóvember Sambandið efnir i samvinnu við félagsmálaráðuneytið til ráðstefnu um hlutverk sveitarfélaga ( atvinnu- málum þriðjudaginn 20. og miðviku- daginn 21. nóvember. Ráðstefnan verður haldin á 4. hæð að Borgar- túni 6 í Reykjavík. Steingrímur Hermannsson, for- sætisráðherra, mun á ráðstefnunni gera grein fyrir stefnu ríkisstjórnar- innar í atvinnumálum. Fulltrúar Þjóð- hagsstofnunar og Framkvæmda- stofnunar fjalla um mannafla- og at- vinnuþróun komandi áratugar og lýsa hugmyndum sínum um hlut- verk sveitarfélaga í atvinnuþróun. Gefið verður yfirlit um atvinnuá- standið í hverjum landshluta, gerð úttekt á aðgerðum sveitarfélaga og samtaka þeirra á sviði atvinnumála til þessa og m.a. fjallað um störf atvinnumálanefnda, þátttöku sveit- arfélaga í útgerð og fiskvinnslu og um reynsluna af iðngörðum. Talsmenn helztu atvinnugrein- anna lýsa hugmyndum sínum um, hvernig sveitarfélögin geti búið í haginn fyrir einstakar atvinnugrein- ar, og fulltrúar opinberra stofnana og sjóða skýra frá aðstoð þeirra við uppbyggingu fyrirtækja. Þessar stofnanir og sjóðir eru Iðntækni- stofnun, Rannsóknaráð ríkisins, Iðn- lána- og Iðnþróunarsjóður, Stofn- lánadeild landbúnaðarins og Fisk- veiðasjóður íslands. Gunnar Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands, flytur á ráðstefnunni erindi um fjármögnun og uppbyggingu nýrra atvinnufyrirtækja og Óskar Hallgrímsson, deildarstjóri í vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins, kynnir frumvarp til nýrra laga um vinnumiðlun. Ákveðið er, að ráðstefna þessi sé einnig opin öðrum en fulltrúum sveitarfélaga. Er því nauðsynlegt, að þátttaka sé tilkynnt með nokk- urra daga fyrirvara til skrifstofu sam- bandsins í síma 91-83711. Námskeið í innheimtu gjalda til sveitarsjóða og stofnana þeirra 22. nóvember í Fræðslumiðstöð sveitarfélaga á 4. hæð að Háaleitisbraut 11 verður fimmtudaginn 22. nóvember haldið námskeið í innheimtu gjalda til sveitarsjóða og stofnana þeirra. Guðmundur Vignir Jósefsson, gjaldheimtustjóri í Gjaldheimtunni f Reykjavík, leiðbeinir um innheimtu hinna almennu sveitarsjóðsgjalda, um ábyrgð og skyldur kaupgreið- enda til þess að halda eftir af kaupi starfsmanna og ábyrgð þeirra í því sambandi, um útsvarsgreiðslur út- lendinga, um gagnkvæma ábyrgð hjóna á greiðslu gjalda, um lögtaks- innheimtu, dráttarvexti af vangoldn- um sveitarsjóðsgjöldum, um lög- taksrétt og fyrningarfrest á honum. Karl M. Kristjánsson, fjármála- og hagsýslustjóri, og Kristján Ólafs- son, bæjarlögmaður í Kópavogi, fjalla um innheimtu annarra gjalda, s.s. gatnagerðargjalds A og B, dag- vistargjalda, sorphirðugjalda og annarra sérgjalda, sem innheimt eru. Ingimundur Einarsson, bæjar- lögmaður í Hafnarfirði, kynnir sér- staklega innheimtu gjalda til hafnar- sjóðs. Farið verður yfir lög og reglu- gerðir, sem snerta réttarstöðu sveit- arfélaga varðandi innheimtu, og sagt frá hæstaréttardómum, sem þar koma við sögu. Á námskeiðinu er einnig ætlunin að fjalla um uppgjörsreglur milli ríkis og sveitarfélaga vegna sam- eiginlegra verkefna. Loks verður kynnt sú þjónusta, sem sveitarfélögum stendur til boða hjá Innheimtustofnun sveitar- félaga, að því er varðar innheimtu sveitarsjóðsgjalda hjá utansveitar- mönnum, og mun Árni Guðjónsson, forstöðumaður hennar, kynna hana. sveitarstjórnarmál 239

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.