Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Síða 16
Sveitarfélagið Ölfus
Miklir möguleikar í landrýminu
Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Sveitarfélaginu Ölfusi á næstunni. Auk stórátaks í hafn-
armálum er hafinn undirbúningur að byggingu allt að 50 nýrra íbúða í Þorlákshöfn og Orku-
veita Reykjavíkur er að undirbúa framleiðslu á hágæðalíni úr hör sem ræktaður er á ökrum á
Suður- og Vesturlandi.
Orkuveita Reykjavíkur er að hefja undir-
búning að starfsemi feygingarstöðvar við
Þorlákshöfn. Feyging felst í því að línþræðir
eru losaðir úr stilk hörplöntunnar og síðan
seldir til spunavinnslu á erlendum mörkuð-
um. Vinnslan fer fram með þeim hætti að
hörinn er feygður í heitu vatni en þá leysist
náttúrlegt lín sem auðvelt er að losa úr
stilkunum eftir að þeir hafa verið þurrkaðir.
í fyrsta áfanga er ætlunin að reisa aðstöðu
til að feygja um 500 tonn af hör en hann
hefur verið ræktaður á Suður- ogVestur-
landi og var uppskera tekin af um 80 hekt-
ara landssvæðum á liðnu sumri. Ætlunin er
að rækta hör á allt að 450 hekturum lands í
framtíðinni og gert er ráð fyrir að fá þannig
um þrjú þúsund tonn af hráefni til fram-
Starfsmenn Sveitaríélagsins Ölfuss sem staddir voru í höfuðstöðvum þess þegar tíðindamann bar að garði.
Frá hægri: Ólafur Áki Ragnarsson bæjarstjórí, Davíð Halldórsson garðyrkjustjóri, Indriði'Kristinsson hafn-
arstjóri, Kristinn Kristinsson félagsmálastjóri og Guðni Pétursson bæjarritari.
Atvinnulífið í Þorlákshöfn einkennist annars vegar af útvegsstarísemi og hins vegar af þjónustu. Á myndinni
magn af áburði til sunnlenskra bænda fer um Þorlákshöfn.
lengst til hægri er stafli af áburðarsekkjum en mikið
leiðslunnar. Ætlað er að afkastageta verksmiðjunnar verði komin í
um sex þúsund tonn innan þriggja ára. Hágæðalín er einkum
notað í fatnað, teppi og klæðningar í innréttingum ökutækja.
Gert er ráð fyrir þremur stöðu-
gildum við framleiðslu verk-
smiðjunnar á fyrsta ári en að
þau verið um 15 þegar starf-
semin verður komin í fullan
gang.
Fiskeldi og ferðaþjón-
usta
Um 1.740 manns búa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Þar af búa um
1.350 manns í Þorlákshöfn en aðrir íbúar þess búa annað hvort í
dreifbýli eða Árbænum, þéttbýliskjarna á vesturbakka Ölfusár
gegnt Selfossi. Landbúnaður var stundaður í dreifbýli Ölfussins
en að sögn Ólafs Áka Ragnarsonar bæjarstjóra hefur hefðbundinn
búskapur að mestu horfið á undanförnum árum. Byggðin hefur
þó ekki dregist verulega sam-
an og hafa íbúarnir fundið sér
önnur viðfangsefni. Ólafur Áki
segir að ferðaþjónusta fari ört
vaxandi og einnig sé talsvert
um að fólk búi á sveitabæjum
en starfi að öðru en búskap,
enda stutt til næstu þéttbýlis-
staða og aðeins um hálfrar klukkustundar akstur til höfuðborgar-
svæðisins.
Nokkurt fiskeldi er stundað í Ölfusinu og nú er verið að hefja
„Við höfum orðið vör við áhuga fólks á að setjast
hér að og viljum gefa fólki tækifæri á að koma
hingað og skapa sér heimili til frambúðar," segir
Ólafur Áki Ragnarsson.
16