Sveitarstjórnarmál - 01.03.2003, Síða 20
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Öflugur samstarfsvettvangur
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) voru stofnuð 4. apríl 1976. Frá upphafi hefur mark-
mið þeirra verið að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum og efla samstarfsvettvang auk þess að
stuðla að auknum samskiptum sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaganna á félagssvæðinu.
Starf samtakanna hefur einkennst af ytri
aðstæðum að því leyti að starfsvettvangur
þeirra er stærstu sveitarfélög landsins á
þéttbýlasta svæði þess. Viðfangsefni sam-
takanna hafa alla tíð borið keim af þess-
um aðstæðum og verkefni þeirra einkum
verið bundin við að efla samstarf sveitarfé-
laganna sem slíkra og á sviði einstakra
málaflokka. Guðmundur Malmquist, fram-
kvæmdastjóri samtakanna, segir það
aldrei hafa verið stefnu sveitarfélaganna
að gera samtökin að stórri stofnun, heldur
binda viðfangsefni þeirra einkum við sam-
skiptamálin.
Bæjarstjórar í stjórn
Guðmundur segir nýja samþykkt samtak-
anna hafa tekið gildi 1. mars í fyrra. Með
henni var stjórnarmönnum fækkað úr ell-
efu í átta og ákveðið að stjórn samtakanna
skuli skipuð framkvæmdastjórum sveitar-
félaganna - það er borgarstjóra og bæjar-
stjórum þeirra sveitarfélaga sem mynda
samtökin. Guðmundur segir þetta form
hafa mikla þýðingu fyrir samtökin sem
slík. Vigt þeirra verði meiri og samtökin
verði jafnframt mikilvægur samstarfsvett-
vangur þessa fólks.
„Með þessari skipan eru samtökin vett-
vangur þar sem borgar- og bæjarstjórar
alls höfuðborgarsvæðisins koma saman,
bera saman bækur sínar og ráða sameig-
inlega ráðum í einstökum málum sem
snerta öll sveitarfélögin og svæðið í heild
sinni."
Strætó, slökkvilið, svæðis-
skipulag og Sorpa
Guðmundur segir að rekja megi ýmsar
farsælar lyktir mála til þessara samráðs-
funda. í því sambandi megi nefna Strætó
BS, stofnun sameiginlegs slökkviliðs höf-
uðborgarsvæðisins, Sorpu og nú síðast
staðfest svæðisskipulag fyrir allt höfuð-
borgarsvæðið; þéttbýlasta kjarna landsins
með um 180 þúsund íbúa. Öll þessi mál
hafi verið reifuð og rædd á siíkum fundum
og segir Guðmundur að eitt meginhlut-
Guðmundur Malmquist, framkvæmdastjóri SSH.
verk samtakanna sé að halda utan um
þetta samstarf.
Kröfurnar frá Brussel
Guðmundur segir að stöðugt sé verið að
ræða samskipti sveitarfélaga og ríkisins og
skiptingu kostnaðar milli þeirra. Einnig
snerti margar tilskipanir frá Brussel sveitar-
félögin með einum eða öðrum hætti.
Menn hafi stundum vaknað upp við það
eftir á hversu mikla fjármuni ýmsar tilskip-
anir kosti og skapi þetta álag á sveitarfé-
lögin. Samband íslenskra sveitarfélaga sé
hinn raunverulegi samstarfsvettvangur að
þessu leyti en þessi mál komi einnig á
borð forsvarsmanna einstakra sveitarfélaga
og þannig að samstarfi þeirra á vettvangi
landshlutasamtakanna.
Styttri boðleiðir
Vegna stærðar og þéttbýlis höfuðborgar-
svæðisins hafa samtökin ákveðna sérstöðu
að sögn Guðmundar. Úti á landi þurfi
landshlutasamtökin að taka að sér og
leysa ýmis mál sem skapist af tilvist
dreifðra byggða. Þar á meðal að annast
rekstur sem lítil og strjálbýl sveitarfélög
hafi ekki bolmagn til og þurfi að standa
saman um þótt ekki standi öll landshluta-
samtökin í beinum rekstri. Eðlilegt sé að
þessi samtök séu ólík eftir því við hvaða
aðstæður sveitarfélögin á svæði þeirra búi.
Hann bendir einnig á að nær allt stjórn-
kerfi landsins sé staðsett á höfuðborgar-
svæðinu og boðleiðir því styttri en utan af
landi. Af þeim sökum geti ýmis erindrekst-
ur lent á herðum samtaka sveitarfélaganna
út um land sem ekki sé eins aðkallandi á
höfuðborgarsvæðinu. Hlutverk samtak-
anna þar sé fremur að samræma sjónar-
mið sveitarfélaganna og koma þeim á
framfæri.
Fastanefndir og ráð
í samþykktum Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu frá því í fyrra er
aðalfundi gert að skipa fulltrúaráð til eins
árs í senn þar sem hver sveitarstjórn til-
nefnir tvo fulltrúa. Stjórninni er einnig
ætlað að skipa sérstakt svæðisskipulagsráð
til eins árs. í ráðinu eiga sæti formenn
allra skipulagsnefnda á svæðinu og einn
fulltrúi frá minnihluta sveitarstjórna í
hverju sveitarfélaganna fyrir sig. Auk þess-
ara fastanefnda getur stjórn samtakanna
tilnefnt nefndir til þess að annast einstök
verkefni. Nú er unnið að því að koma
þessu kerfi í framkvæmd og er það komið
vel á veg að sögn Guðmundar.
Samræming reglna um
viðbótarlán
Eitt af þvf sem Samtök sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu eru að fást við er að
samræma reglur aðildarfélaganna varð-
andi viðbótarlánveitingar til íbúðakaupa.
Guðmundur segir að í þessu sambandi sé
um verulegar upphæðir að ræða. Reykja-
víkurborg eigi kost á allt að 2,5 milljörð-
um króna til þessara lánveitinga og önnur
sveitarfélög minna eftir umfangi. Guð-
mundur segir að formenn nefnda hafi
verið að koma saman til funda hjá sam-
tökunum til þess að vinna að þessu máli
en slíkar vinnuaðferðir hafi verið notaðar
í samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgar-
svæðinu í gegnum tíðina.
20