Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 8

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 8
iIdrei áöur hafa jafn margir sveitarstjórnarmenn sótt fjármálaráðstefnuna og nú. Ef til vill egir þaö nokkuð um þá stööu sem víða er komin upp í rekstri sveitarfélaganna. landsbyggðinni væri mjög mismunandi eftir sveitarfélögum en þýddi engu að síður samdrátt í tekjum þeirra. Eðli málsins sam- kvæmt reyndist mörgum þeirra erfitt að lækka rekstrarkostnað á móti. Efins um skilning ráðherra og alþingismanna Vilhjálmur sýndi töflu með upplýsingum um framlög Jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga á árunum frá 1998 til 2003. Hann gat þess að sjóðurinn hafi fengið sérstakt framlag að upphæð 700 milljónir króna á árunum 2000 til 2002 en það hafi síðan fallið niður. Hann sagði ábyrgð ríkisvaldsins mikla á þróun tekna og gjalda sveitarfélaga og kvaðst efins um nægilegan skilning ráðherra og alþingismanna á málinu. „Hefur framkvæmdavaldið nauðsynleg- an skilning á hlutverki og stöðu sveitarfélaganna, á þeirri ábyrgð sem því er falin og á samskiptum ríkis og sveitarfélaganna?" spurði Vilhjhálmur og lagði síðan þunga áherslu á samstarf þess- ara stjórnsýslustiga eins og kemur fram í inngangsorðum hér að framan. Öflugar stjórnsýslueiningar Vilhjálmur vék að stærð og stöðu sveitarfélaganna í landinu, sem nú eru 104 að tölu, en 49 þeirra, eða hátt í helmingur er með innan við 400 íbúa. Hann sagði að í fornum lögum mætti finna greinar um að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélags skuli ekki fara niður fyrir 400 en við værum enn „nokkrum árum seinna", eins og hann komst að orði, með tugi sveitarfélaga sem sum væru langt undir þessu marki. Hann sagði stefnumörkun Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og Alþingis felast í því að stækka sveitarfé- lögin, efla þau og láta þau mynda heildstæð atvinnu- og þjón- ustusvæði. Sameiningarátak þessara aðila byggðist á þessum grunni. Vilhjálmur sagði að sveitarfélögin verði að vera öflugar stjórnsýslueiningar þar sem treyst verði á sjálfsforræði byggðanna og að þau taki við fleiri verkefnum frá ríkinu. Nauðsynlegt sé að sveitarfélögin annist sem mest af nærþjónustu við íbúana og nefndi hann málefni fatlaðra, öldrunarþjónustu, heilsugæslu, rekstur minni sjúkrahúsa, nærþjónustu sýslumannsembætta og umboðsstörf fyrirTryggingastofnun ríkisins sérstaklega í því sam- bandi. Vilhjálmur kvað mikla vinnu framundan hjá verkefnastjórn verkaskipta- og tekjustofnasamninganefndar en sagði að mikil umræða og mikið starf þyrfti einnig að fara fram á vettvangi sveit- arfélaganna heima í héraði. Vilhjálmur gat þess að engin ákvörð- un hafi verið tekin um að telja atkvæði í einu lagi á hverju kjör- svæði í sameiningarkosningum, en fulltrúaráð Sambands ís- lenskra sveitarfélga lagði það til á fundi sínum á liðnu vori. Þessi hugmynd mætti verulegri andstöðu sveitarstjórnarmanna víða um land og sagði Vilhjálmur að allt eins gæti niðurstaðan orðið sú að talning færi fram í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Unnar heiðraður Unnar Stefánsson var heiðraður sérstaklega á fjármálaráð- stefnu Sambands fslenskra sveitarfélaga á dögunum. Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson færði honum þá blómvönd og þakkir fyrir áralanga og dygga þjónustu hans í störfum fyrir sambandið. Unnar þarf ekki að kynna fyrir lesendum Sveitarstjórnarmála, sveitarstjórnarfólki eða öðru áhugafólki um sveitarstjórnarmál. Hann starfaði um árabil sem ritstjóri Sveitarstjórnarmála, auk þess sem hann undirbjó hina árlegu fjármálaráðstefnu í tugi ára, sem og fjöldamarga aðra fundi, ráðstefnur og þing á veg- um sambandsins, svo fátt eitt sé nefnt af störfum hans á vett- vangi sveitarstjórnarmálanna. 8

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.