Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 11

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 11
Reglugerðir og aftur reglugerðir í upphafi erindis síns ræddi Björn nokkuð um þann lagalega bak- grunn sem meðferð úrgangs byggist á en það eru einkum sveitar- stjórnarlögin, lög um hollustuhætti og mengunarvarnir og síðan reglugerð um úrgang, reglugerð um brennslu úrgangs, reglugerð um brennslu spilliefna og reglugerð um starfsleyfi fyrir atvinnu- rekstur er getur haft mengun í för með sér. Nýleg lög um úr- vinnslugjald og ný lög um meðferð úrgangs taka nú einnig til þessa málaflokks. Á grundvelli þeirra laga voru síðan settar þrjár nýjar reglugerðir; reglugerð um meðhöndlun úrgangs, reglugerð um urðun úrgangs og reglugerð um brennslu úrgangs. Þessar reglugerðir eru til komnar vegna Evróputilskipunar um urðun úr- gangs nr. 31 frá 1999 og Evróputilskipunar um brennslu úrgangs. Timburúrgangur í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Trygging í 30 ár eftir lokun urðunarstaðar Markmið setningar laga um meðhöndlun úrgangs er vissulega sú að stuðla að því að úrgangur valdi sem minnstum óæskilegum áhrifum á umhverfið og mengi hvorki vatn, jarðveg né andrúms- loft og einnig að draga úr þeirri hættu sem förgun getur haft á heilsu manna og dýra. Markmiðið er að draga skipulega úr myndun úrgangsefna eftir því sem unnt er og að endurnýtanleg- um úrgangi verði komið í endurnýtingu og endurnotkun. Á þann hátt verði dregið úr nauðsynlegri förgun og einnig unnið að því að förgunin verði í meiri sátt við umhverfið á sem skemmstum tíma. Björn segir að í landsáætlun sem Umhverfisstofnun undir- býr skuli meðal annars setja fram markmið stjórnvalda í úrgangs- málum. Síðan þurfa sveitarfélög, ein sér eða með öðrum, að gera svæðisáætlanir um meðferð úrgangs til 12 ára í senn og skal svæðisáætlun taka mið af markmiðum landsáætlunar. Skilyrði fyr- ir veitingu leyfis til urðunar er meðal annars að rekstraraðili hafi lagt fram fullnægjandi fjárhagslega tryggingu eða ábyrgð fyrir því að allar þær skyldur, sem fylgja starfsleyfinu verði uppfylltar, þar Fyrrum var í Fjarðarseli J SAGA TÆKNI OG MANNLÍFS ' 19 13 - 2003 Þáttaskil í raforkusögu landsins Fjarðarselsvirkjun í Seyðisfirði er elsta starfandi virkjun Iandsins; gangsett 18. október 1913. Virkjunin markaði þáttaskil í raforkusögu landsins: • Hún var fyrsta riðstraumsvirkjunin hér á landi • Hún var aflstöð fyrstu bæjarveitunnar • Frá henni lögð fyrsta háspennulínan á Islandi RARIK keypti Fjarðarselsvirkjun af Seyðis- fjarðarbæ árið 1957 og starfrækir hana enn, lítið breytta. Við óskum Seyðfirðingum og öðrum landsmönnum til hamingju með afmæli þessarar merku virkjunar. L: RARIK 11

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.