Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 12

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 12
Vilja aukinn stuðning við virkjun jarðhita Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum skora á iðnaðar- og við- skiptaráðherra að auka stuðning við virkjun jarðhita til húshitunar. á meðal Iokun urðunarstaða og eftirlit með þeim í kjölfar lokunar. Björn segir að rekstraraðilum sé skylt að taka gjald fyrir förgun og að sveitarfélögum sé síðan heimilt að innheimta gjald fyrir alla með- höndlun úrgangs og tengda starfsemi er samræmist heildarmarkmiðum laga. í því efni megi nefna gjöld til þess að standa undir kostnaði við þróun nýrrar tækni við meðhöndlun úrgangs og einnig til fræðslu- og kynningarmála. Hann segir að um tryggingu fyrir starfsleyfi gildi þær reglur að hún skuli gilda í allt að þrjá ára- tugi eftir að urðunarstað er lokað og skuli fjárhæð tryggingarinnar samræmast kostn- aði við lokunina og einnig nauðsynlega vöktun og sýnatöku sem Umhverfisstofn- un telur nauðsynlega á 30 ára tímabili. Brennslustöð fyrir 8 til 10 milljarða í erindinu velti Björn fyrir sér hver yrði ávinningurinn af stóraukinni vinnslu á líf- rænum úrgangi. Hann kvaðst draga slíkan árangur í efa í Ijósi þess að sjúkdómafár og smithætta hafi þegar dregið úr mögu- leikum á nýtingu slíkra afurða auk þess sem nýjar kröfur hækki allan kostnað um- talsvert. Reynist enginn markaður fyrir af- urðir slíkrar vinnslu sé verið að kasta fjár- munum á glæ. Hann segir að önnur Evróputilskipun, nr.1771 frá 2002, muni valda verulegum kostnaðarauka við alla lífræna vinnslu og einnig draga úr mögu- leikum til afsetningar á afurðum unnum úr lífrænum úrgangi. Á ársfundinum, sem haldinn var í tengsl- um við fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna, voru meðal annars flutt erindi um niður- greiðslu húshitunarkostnaðar, jarðhitaleit- arátak Orkustofnunar og húshitunarkostn- að sem ekki nýtur niðurgreiðslu. í einni af ályktunum fundarins er skorað á iðnaðar- og viðskiptaráðherra að auka stuðning við virkjun jarðhita til húshitunar með þvf að lengja viðmiðunartímabil stuðnings við nýjar hitaveitur. Jarðhitaleitarátakið verði varanlegt verkefni Jafnframt var skorað á ráðherra að beita sér fyrir því að svokölluðu jarðhitaleitar- átaki verði breytt í varanlegt verkefni sem hafi það markmið að skilgreina sem best hvar á landinu megi finna nýtanlegan jarðvarma. Fundurinn leggur áherslu á að forsendur verkefnisins verði að hluta til teknar til endurskoðunar þar sem meðal annars verði lögð áhersla á að kanna ein- stök svæði markvissar en áður, að rann- sóknum á hverju svæði þar sem Ijóst er að hitaveitur geti orðið hagkvæmar verði lokið sem mest í einni lotu og að verkefnið verði tvískipt í annarsvegar frumrannsóknir með gerð grunnra könnunarborhola og hinsveg- ar vinnslu á dýpri rannsókarborholum. Bent er á að heppilegt sé að fela útibúi Orkustofnunar á Akureyri að hafa umsýslu með verkefninu og lögð áhersla á að tengsl verkefnisins við Orkusjóð verði efld. Óhagræði sveitarfélaga á köldum svæðum við að hita upp skólahúsnæði og aðrar opinberar byggingar var einnig til- efni til ályktunar á ársfundinum. Skorað er á félagsmálaráðherra að beita sér fyrir því að við útreikning útgjaldajöfnunar Jöfnun- arsjóðs sveitarfélaga sé tekið tillit til þess. Þá er skorað á fjármálaráðherra að breyta reglum um skráningu virðisaukaskatt- skyldra aðila svo nýstofnaðar hitaveitur geti fengið virðisaukaskattsskráningu þótt jafnvægi jafnvægi á innskatti og útskatti virðisaukaskatts veitunnar náist ekki innan 10 ára tímabils. Ný stjórn Ný stjórn fyrir samtökin var kjörin á árs- fundinum en hana skipa Magnús B. Jóns- son, sveitarstjóri Höfðahrepps, sem er for- maður, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæ- fellsbæjar, og Þorsteinn Steinsson, sveitar- stjóri Vopnafjarðarhrepps. Nýja þorpið stækkar ört Bygging Laugaráss, hins nýja þorps við Kárahnjúka, er komin vel á veg og gert er ráð fyrir að alls muni um 750 manns koma til með að búa þar þegar flest verður. Auk bústaða starfsmanna er verið að koma upp aðstöðu fyrir félagsþjónustu og íþróttaiðkun og einnig hafa komið fram hugmyndir um að byggja sundlaug á svæðinu. Þá er grunnskóli að taka til starfa í Laugarási en nokkur börn eru nú þegar búsett við Kárahnjúka. Alls eru um 900 manns starfandi á hálendinu vegna bygging- ar Kárahnjúkavirkjunar. Flestir eru að störfum hjá ítalska verk- takafyrirtækinu Impregilo eða um 850 manns og hátt í 50 manns eru um þessar mundir að störfum á vegum Fosskrafts í Fljótsdald en það fyrirtæki byggir stöðvarhús virkjunarinnar um 800 metra inni íValþjófsstaðarfjalli. Cert er ráð fyrir að hluti starfsmannanna muni eiga lögheimili á Kárahnjúkasvæðinu á meðan þeir eru þar að störfum. Kára- Steypustöð frá BM Vallá á Teigsbjargi á Valþjófsstaðarfjalli framleiðir steypu í stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar, sem Fosskraft á Fljótsdalshéraði byggir um 800 metra inni í fjallinu. hnjúkar tilheyra Norður-Héraði og gert er ráð fyrir að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti allt að tvöfaldast þegar hluti starfsmanna hef- ur skráð heimili sín þar en sveitarfélagið telur nú um 300 íbúa. 12

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.