Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Síða 15

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Síða 15
einföldun frá því kerfi sem notað er í dag. „Við erum með 35 ökuleiðir en sjáum fyrir okkur að þær verði 15 eða 16 í nýja leiðakerfinu. Því kerfi er ætlað að halda mun betur utan um meginstraumana í farþegaflutningunum. Nýja leiðakerfið er unnið í Ijósi umfangsmikillar ferðavenjukönnunar frá árinu 2002 auk þess sem við höfum atvinnu- og búsuetuskiptingu alls svæð- isins til hliðsjónar. Áþreifanleg- asta breytingin á leiðakerfinu verður að við munum laga framboð ferða að þeirri eftir- spurn sem raunverulega er fyrir hendi. Með öðrum orðum að ferðatíðni á álagstímum verður aukin en færri ferðir verða farnar utan þeirra. Ferðum hálftómra vagna fram og aftur um gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins á því að fækka og þær eiga helst að hverfa. Álagstímarnir eru fyrst og fremst á morgnana og aftur upp úr klukkan 15:00 síðdegis og fram til á bilinu á milli klukkan 18:00 og 18:30. Við munum veita ákveðna grunnþjónustu allan daginn en hins vegar leggja mun meiri áherslu á ferðatíðni á þessum tveimur álagstímum." Lestarstrætó „Nýja leiðakerfið verður annars vegar byggt upp af sérstökum stofnbrautum en hins vegar af safnleiðum inn á stofnbrautirnar. Þessi hugmynd kallast „Think train, drive bus" á ensku eða stræt- isvagnaferðir byggðar á hugmynd um lestarkerfi. Eins konar lest- arstrætó. Við erum að skipuleggja fimm safnleiðir út frá hug- myndum um skipulagningu lesta- eða sporvagnaferða. Þessar leiðir verða tiltölulega beinar og greiðfarnar og munu kemba öll nágrannasveitarfélögin og úthverfi Reykjavíkurborgar inn til mið- borgarinnar. Þannig náum við utan um meginstraumana í ferða- mynstrinu. Tillaga okkar um nýtt leiðakerfi gerir ráð fyrir að enda- stöð fyrir þessar fimm stofn- brautir verði ÍVatnsmýrinni þar sem BSÍ er með höfuðstöðvar og þar sem miðstöð almenn- ingssamgangna á landsvísu er fyrirhuguð. Með slíkum höfuð- stöðvum koma saman endastöðvar strætisvagna og hópferðabíla, sem flytja farþega í áætlunarferðum og öðrum hópferðum út um land, og einnig flugrútunnar, sem annast almenningssamgöngur við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þarna er biðstöð leigubíla og ætl- unin er að koma upp aðstöðu fyrir hótelin til þess að staðsetja minni fólksflutningabíla eða svokallaðar „hótelskutlur" til að flytja fólk, sem kemur erlendis frá eða utan af iandi til hótel- anna." Samþættar almenningssamgöngur Ásgeir segir að í dag skorti alla samtengingu á milli mismunandi tegunda almenningssamgangna. „Flugrútan er ágætt dæmi um það vegna þess að sá sem kemur með henni frá Keflavíkurflug- velli verður strandaglópur á leiðarenda hennar f dag við Hótel Loftleiðir á Reykjavíkurflugvelli. Sömu sögu er segja af rútuferð- um sem enda við BSÍ. Tillögur okkar hjá Strætó bs ganga meðal „Viðtekið viðhorf hér er því miður það að Strætó sé eitthvað sem fólk notar aðeins þegar allar aðrar bjargir eru bannaðar. Þessu viljum við breyta." Mikil uppbygging á öllum sviðum íbúðarlóðir í þéttbýli og dreifbýli Fjölskylduvænt samfélag Fjölbreyttir atvinnumöguleikar Góðir skólar, gott mannlíf Blómstrandi menning Miðstöð verslunar og þjónustu Samgöngur eins og best gerist Veðursæld í fögru umhverfi hvert cetlar pú? 15

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.