Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 16

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Qupperneq 16
Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu annars út á að samþætta almenningssamgöngur með þessum hætti. Við trúum því að heildstæðar lausnir af þessum toga fái fólk til þess að hugleiða þennan valkost í samgöngumálum. Með því að tengja stofnbrautakerfið við aðrar almenningsamgöngur og það kerfi síðan við stofnbrautirnar þá verður alltaf hægt að kom- ast á leiðarenda án þess að verða strandaglópur þar sem eitt kerfi tekur við þegar annað endar." Ásgeir segir að nú vinni umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkurborgar að því að útfæra lausn á þessum tengingum í Vatnsmýrinni í tengslum við færslu Hringbrautarinn- ar og að koma endastöð Strætó bs. fyrir í tengslum við aðra um- ferð almenningsfarartækja. Á sem skemmstum tíma „Eitt það mikilvægasta til þess að styrkja samkeppnisstöðu okkar er að geta boðið ferðamáta sem kemur fólki á milli staða á skemmri tíma en það kemst í einkabílnum. Takist það höfum við mun styrkari stöðu og erum í raun komnir ofan á ef svo má að orði komast. Því er mjög mikið atriði að endurskoðunin á leiða- kerfinu leiði til þess að við náum háum meðalferðahraða á stofn- brautarleiðunum. Með því er ég ekki að segja að vagnarnir eigi að aka of hratt eða brjóta umferðarlög, alls ekki. Heldur að stofn- brautirnar verði skipulagðar með þeim hætti að um beinar og greiðar leiðir verði að ræða. Af þessum ástæðum verða færri við- komustöðvar á þessum leiðum sem augljóslega flýtir ferðum vagnanna á milli endastöðva. Erlendar rannsóknir benda til þess að fólk kjósi fremur að komast með skjótum hætti á leiðarenda gegn því að þurfa að ganga aðeins lengra að viðkomustöð vagn- anna. Annar mjög mikilvægur þáttur í þessu sambandi er skil- greining forgangs í umferðinni og við erum að vinna að hug- myndum um hvernig unnt verði að auka og efla samræmdan for- gang í umferð innan alls þjónustusvæðis Strætó bs. Því má gera ráð fyrir að strætisvagnarnir fái tiltekinn forgang á einhverjum Hinir nýju vetnisknúnu strætisvagnar Strætó bs fyrir utan Ráöhús Reykjavíkur- borgar. Vagnarnir hafa nú veriö í notkun í um það bil mánuö. stöðum, einkum innan borgarmarka Reykjavíkurborgar. í því efni er um nokkrar leiðir að ræða. Ein þeirra er forgangur sem stýrt yrði af umferðaljósum en einnig er spurning um að leggja ákveðnar akreinar og beygjur eingöngu undir akstur vagnanna." Hjálpar mér að hafa ekið Ásgeir hefur sjálfur ekið strætisvögnum, bæði hjá SVR, þar sem segja má að hann hafi alist upp þar sem faðir hans, Efríkur Ás- geirsson, var forstöðumaður í yfir 30 ár, og f Svíþjóð þar sem hann ók strætisvögnum í sumarleyfum á námsárum sínum. Að- spurður kveðst hann enn grípa í aksturinn enda hangir öku- mannsjakki á herðatré í skrifstofu hans. „Ég tel mjög mikilvægt fyrir mig í þessu starfi að hafa sjálfur ekið strætisvagni. Þannig þekki ég starf ökumannsins af eigin raun og á auðveldara með að setja mig f spor þeirra sem starfa úti á akbrautunum. Ég fylgist einnig mun betur með starfseminni ef ég fer eina og eina ferð sjálfur sem ökumaður. Ég hef brýnt fyrir starfsfólki okkar að veita góða þjónustu og lagt mikla áherslu á mannlega þáttinn þegar um samskipti við farþegana, viðskiptavini okkar, er að ræða og einnig þá sem deila gatnakerfinu með strætisvögnunum. Góður starfsandi hjálpar okkur að takast á við þau daglegu störf sem við sinnum." Nýir vetnisvagnar á höfuðborgar- svæðinu Strætó bs. hefur tekið tvo nýja vetnisknúna strætisvagna í notkun og sá þriðji er væntanlegur innan tíðar. Vetnisvagnarn- ir eru hluti af sérstöku evrópsku rannsókna- og þróunarverk- efni en einnig þáttur í áformum íslenskra stjórnvalda í um- hverfsimálum. Markmiðið með þessu verkefni er að prófa strætisvagna sem nota vetni sem orku- bera og eru knúnir efn- arafölum. Vetnið er notað til þess að framleiða raf- orku sem síðan knýr vagnana í stað þess að koma þungum rafgeym- um fyrir í þeim eins og þekkt er í litlum rafknún- um bílum. Útblástur frá efnarafölum vagnanna er eingögnu hrein vatnsgufa og gefa þeir því enga mengun frá sér. Hér er um evrópskt samstarfs- verkefni að ræða, skammstafað ECTOS, og stendur fyrir „Ecological city transport system" eða vistfræðileg umferðar- kerfi í borgum og er unnið af Islenskri nýorku fyrir tilstuðlan Evrópusambandsins. Þáttur Strætó bs. í þessu verekefni er að starfrækja þrjá vetnisknúna strætisvagna í tvö ár við venjuleg aksturs- og umhverfisskilyrði á borð við mismunandi gatna- kerfi og veðurfar og eru vagnarnir þegar farnir að aka eftir leiðakerfum Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu. 16

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.