Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 21
Hliðið að landshlutanum
Nokkur samdráttur hefur orðið í hefðbundnum greinum land-
búnaðar á svæðinu; mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt, en
menn hafa verið að þreifa fyrir sér í þeim greinum sem kalla
mætti óhefðbundnar. Þar má meðal annars nefna skógrækt, fas-
hanarækt og ferðaþjónustu. Þvf fer þó fjarri að sögn Eiríks að
landbúnaðurinn sé að hverfa. Öflug bú séu í fullum rekstri.
Dæmi um það mátti meðal annars sjá meðfram flugbrautinni á
Egilsstöðum þar sem bleikt kornið á akri Egilsstaðabóndans
bærðist í golu þegar tíðindamann bar að garði með kvöldfluginu
frá Reykjavík síðla sumars. Eiríkur ræddi nokkuð um flugvöllinn
og sagði alveg Ijóst að Egilsstaðaflugvöllur væri eitt af akkerun-
um í samfélaginu á Héraði. Forsvarsmenn stofnana ríkisins og
einnig margra fyrirtækja innlendra og erlendra, með starfsemi á
Austurlandi, hafi bent á að flugvöllurinn sé hliðið að þessum
landshluta. Samgöngur með flugi hafa líka aukist verulega og nú
hefur í fyrsta skipti verið fjölgað áætlunarferðum Flugfélags ís-
lands á milli Egilsstaða og Reykjavíkur á milli sumar og vetrará-
ætlunar. Einnig er búið að tengja Egilsstaði betur við útlönd með
áætlunarflugi LTU á sumrin og beinu flugi Flugfélags íslands til
Keflavíkur.
„Nú er það af sem áður var þegar nánast var hægt að ganga
beint inn í flugvél án þess að bóka fyrirfram. Nú er vissara að at-
huga hvort eitthvert sæti er laust áður en maður heldur á flug-
völlinn," sagði Eiríkur B. Björgvinsson bæjarstjóri að lokum.
ilí YKJAViX HAFNARFIRÐI ÍNKUHS-Viíli
Klettagörðum 12 104 Reykjavík slmi 575 0000 fax 575 0010 www.sindri.is Strandgötu 75 220 Hafnarfirði sími 565 2965 fax 565 2920 www.sindri.ls Draupnisgötu 2 603 Akureyri sími 462 2360 fax 462 6088 www.slndri.is
liPII
Glerveggir frá Mabglas Skandinavien
Ýmsar útfærslur • Rennihurðir • GlerveF
Xd i
Felliveggir • Öryggisgler
SIINIORI