Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Blaðsíða 24
Stöðvarhús Fjarðarselsvirkjunar. Húsið stendur i
Fjarðarseishvammi, fallegu dalverpi fyrir neðan
árgljúfrið. Þarna er nú vinsælt útivistarsvæði
Seyðfirðinga.
Rafmagn
„Það hefur va
er fossinn bjó
kað fyrir
hún til í
forsjóninni
þessa á"
Rafmagnsveitur ríkisins (RARIK) hafa að undanförnu staðið fyrir umfangsmiklum endurbótum á
stöðvarhúsi og umhverfi Fjarðarselsvirkjunar í Seyðisfirði. Haldið var upp á 90 ára afmæli þessarar
elstu starfandi virkjunar 18. október sl.
Fyrirsögn þessarar greinar er fengin úr
Ijóðinu Seyöisfjördur eítir Karl Jónasson,
sem hann orti í tilefni Rafljósahátíðar á
Seyðisfirði haustið 1913. Þá fögnuðu
framsæknir Seyðfirðingar því að Fjarð-
arselsvirkjun og rafveitan var fullkláruð og
tekin í notkun. Það sem vakti fyrir forsjón-
inni með því að búa til foss í Fjarðará var
að Seyðfirðingar mættu njóta fossins Ijóss,
sem lýsa myndi um leið og næturmyrkrið
dytti á, „...lýsa stöðugt, bæði úti og inni /
og ýmsum skuggaverkum bægja frá...".
Gangsetning virkjunarinnar var merkis-
viðburður í sögu Seyðisfjarðar og ekki síð-
ur í raforkusögu landsmanna. RARIK, sem
keypti virkjunina af Seyðisfjarðarbæ árið
1957 og starfrækir hana enn í dag lítið
breytta, hefur haldið veglega upp á 90 ára
afmæli virkjunarinnar með endurbótum á
virkjuninni og sögusýningu sem opnuð
var á afmælisdaginn, 18. október sl.Til
gamans má geta þess að frétt um vígslu
virkjunarinnar var á forsíðu fyrsta tölu-
blaðs Morgunblaðsins, 2. nóvember 1913.
Merkileg fyrir margra hluta sakir
Ekki aðeins er Fjarðarselsvirkjun elsta
starfandi virkjun landsins og óræk sönnun
um þá framsýni og forystu sem Seyðis-
fjörður hefur löngum státað af, heldur
markaði hún afgerandi tímamót í tækni-
legu tilliti á sínum tíma.
Fjarðarselsvirkjun er fyrsta riðstraums-
virkjun á landinu og frá henni var lögð
fyrsta háspennulínan. Hún var einnig afl-
stöð fyrstu bæjarveitunnar á Islandi. Fyrir
var vísir að almenningsveitum í Hafnar-
firði, á Eskifirði og Siglufirði en þær veitur
höfðu mjög takmarkað afl til ráðstöfunar
og dugði það engan veginn þessum bæj-
arfélögum. Einnig skiptir máli í þessu sam-
bandi að Fjarðarselsvirkjun var riðstraums-
virkjun en hinar þrjár voru jafnstraums-
virkjanir. Það takmarkaði mjög möguleika
veitnanna þriggja og getu þeirra til þess
að koma orkunni til notenda því í þá tíð
var ekki mögulegt að flytja jafnstraum um
langan veg - aðeins riðstraum. Riðstraum-
stæknin var í raun forsenda þess að hægt
var að rafvæða heiminn. Hún gaf mögu-
leika á að hækka og lækka á ódýran hátt
spennu á veitum og þar með að flytja raf-
orku langar vegalengdir.
Uppgangstímar
Segja má að bygging virkjunarinnar hafi
sprottið af þörf sem skapaðist með hröð-
um uppgangi á Seyðisfirði í upphafi síð-
ustu aldar. íbúum fjölgaði þá ört og upp-
gangur var í atvinnulífinu, meðal annars
með umsvifum kaupmanna sem höfðu
mikil viðskipti við bændur á Héraði en
einnig höfðu norskir síldveiðimenn bæki-
stöðvar sínar í bænum. Bæjarfélagið var
vel sett fjárhagslega og var í fararbroddi
sveitarfélaga í ýmsum framfaramálum.
Seyðisfjörður hafði fengið kaupstaðarrétt-
indi 1895 og meðal framfaraspora í sögu
kaupstaðarins næstu tvo áratugina má
nefna byggingu sjúkrahúss, kaup á húsi og
bryggju Garðarsfélagsins, lagningu fyrstu
24