Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 33

Sveitarstjórnarmál - 01.11.2003, Side 33
Stærri sveitarfélög og sterkara sveitarstjórnarstig Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) lagði mikla áherslu á viðræður um sameiningu sveitarfélaga og samninga um tekjuskiptingu ríkis og sveitarféalga. Nýkjörin stjórr SSV, talið frá vinstri: Cuðrún Jóna Gunnarsdóttir úr Dalabyggð, Kristján Sveinsson frá Akraneskaupstað, Helga Halldórsdóttir úr Borgarbyggð, sem jafnframt var kjörin formaður SSV, Sigríður Finsen úr Grundarfjarðarbæ, Ásbjörn Óttarsson úr Snæfellsbæ og Sveinbjörn Eyjólfsson frá Borgarfjarðar- sveit. Á myndina vantar jón Gunnlaugsson frá Akraneskaupstað. Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vest- urlandi lýsti yfir stuðningi við áform stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og félagsmálaráðherra að stuðla með öfl- ugu átaki að sameiningu og stækkun sveitarfélaga. í ályktun frá fundinum segir að öflugri sveitarfélög séu grundvöllur þess að sveitarstjórnarstigið á íslandi verði það afl sem nauðsynlegt sé til að tryggja áframhaldandi þróun fjölbreyttrar og góðr- ar þjónustu við íbúana og nauðsynlegar tekjur til að standa undir þeirri þjónustu. Aðalfundurinn beindi því til þeirra sveitar- félaga, sem ekki hafa þegar hafið umræð- ur um sameiningu, að taka upp viðræður og kanna hagkvæmni sameiningar með það í huga að til verði heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði innan sveitarfélaganna. Nauðsyn að breyta tekjuskiptingu Jafnframt áherslum í sameiningarmálum sveitarfélaga lagði aðalfundur SSV áherslu á endurskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og fangaði þeirri vinnu sem hafin er við þann málaflokk. í ályktun frá fundinum segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af tekjuþróun sveitarfélag- anna undanfarin ár. Á síðustu árum hafi þau verið að takast á við sífellt umfangs- meiri og fjárfrekari lögbundin verkefni, svo sem einsetningu grunnskóla, yfirtöku félagsþjónustu og auknar kröfur í um- hverfismálum. I ályktuninni segir að þessi verkefni kalli á aukin útgjöld sveitarfélag- anna sem mörg hver eiga mjög erfitt um vik. Þá benti aðalfundurinn á neikvæð áhrif af skattkerfisbreytingum sem lúta að yfirfærslu einkareksturs yfir í einkahlutafé- lög. „Gríðarleg fjölgun einkahlutafélaga undanfarin ár hefur skert útsvarstekjur margra sveitarfélaga mjög mikið. Við slíkt geta sveitarfélögin ekki búið án þess að til komi aðrir tekjustofnar sem bæta það tekjutap sem orðið er," segir orðrétt í ályktun fundarins og í framhaldi af því er skorað á Samband íslenskra sveitarfélaga að ganga til viðræðna við ríkisvaldið um breytta tekjuskiptingu til að koma til móts við aukin verkefni og útgjöld sveitarfélag- anna. Stóraukið viðhald vegna þungaflutninga SSV varar við auknu vegasliti vegna þungaflutninga, vill lækka vegagjald í Hvalfjarðargöngum og að lagningu Sundabrautar verði flýtt. I ályktun aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi er bent á þann vaxandi flutningskostnað sem tilfærsla frá sjóflutningum í landflutninga veldur og farinn er að kalla á stóraukna viðhalds- þörf á þjóðvegakerfinu. Minnt er á nauðsyn þess að viðhalda því vegakerfi sem nú þegar hefur verið byggt upp. Fundurinn fagnaði vegaáætlun fyrir árin 2003 til 2006 þar sem mörg mikilvæg verk- efni eru komin á framkvæmdaáætlun og lagði áherslu á að við hana verði staðið. Fundurinn minnti á að ekkert af þeim sex milljörðum króna, sem úthlutað var aukalega af ríkisstjórn íslands til vegaframkvæmda á árinu, hafi komið í hlut Vesturlands. Sundabraut og Hvalfjarðargöng Umhverfsimat vegna samgöngumannvirkja var til umræðu á aðal- fundinum og skorað var á löggjafarvaldið að endurskoða reglur 33

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.