Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Qupperneq 22

Sveitarstjórnarmál - 01.09.2004, Qupperneq 22
Viðtal mánaðarins Bifröst í Borgarfiröi en þangað sótti Kolfinna háskólanám sitt. Samgöngur og fjarskipti eru grundvallarþættir Kolfinna segir ólík sjónarmið ríkja innan hagfræðinnar um hversu langt eigi að ganga af hálfu hins opinbera í að hafa áhrif á byggðaþróun með jöfnunaraðgerðum. Það þurfi að horfa til fleiri þátta en peningalegrar arðsemi enda geti fleiri forsendur ráðið hagkvæmni þegar litið er til lengri tíma. „Ég tel að við þurfum að fara betur ofan í þá byggðastefnu sem hefur verið rekin hingað til. Við þurfum að setja okkur skýrari markmið og taka inn í end- urskoðun á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Mín skoðun er sú að við eigum að ganga lengra í að tryggja ákveðna grunngerð búsetuskilyrða á landsbyggðinni en við gerum í dag. Við höfum ýmsa sjóði sem ætlaðir eru til að koma að einstökum verkefnum á sviði nýsköpunar og atvinnu en gagnast minna en ella ef ákveðin skilyrði eru ekki til staðar. í mínum huga er enginn vafi á að allar samgöngur og samskiptaleiðir með fjarskiptum er það sem þarf að efla og marka skýrari stefnu um." Kolfinna segir að þessar misjöfnu aðstæður komi beint inn á rekstur og starfsemi sveitarfélaganna. „Þau hafa stækkað og eflst og íbúarnir aukið kröfur til sveitarstjórnarstigsins. Ég nefni eitt dæmi máli mínu til stuðnings. Síminn hf., fyrirtæki í eigu ríkisins, hefur byggt upp og býður landsmönnum upp á netsamband. Aðstaða er hins vegar mjög mismunandi hvað varðar aðgengi og gjaldskrá, jaðarsvæðin sitja ekki við sama borð. Síðan koma einkafyrirtæki og fara inn á sama markað, jaðarsvæðin sitja enn eftir. Sveitarfélög eins og Borgarbyggð, sem ekki er lengra frá höfuðborgarsvæðinu en raun ber vitni en er landfræðilega mjög dreifbýlt, stendur frammi fyrir þeirri ákvörðun að leggja fjármuni inn í einkafyrirtæki til að tryggja öllum íbúum sveitarfélagsins viðunandi netsamband. Sú ákvörðun byggist á því að verið sé að tryggja þá grunngerð sem íbúarnir vilja hafa og er grund- völlur öflugrar búsetu og at- vinnuhátta." Efla þarf tilvist atvinnu- þróunarfélaga Kolfinna bendir á að sveitarfé-, lögin séu á margan hátt vel í stakk búin til að framfylgja byggðastefnu stjórnvalda og segir þau hafa mikla þekkingu á þörfum einstakra svæða í gegnum nálægð stjórnsýslunnar við íbúana. „Þau eru tækið eða lykillinn að þvf að styðja við sérstöðu svæða á landsbyggðinni. Það eru ýmis tæki til í dag, t.d. Byggða- stofnun sjálf og ýmsir opinberir sjóðir. Ég tel að ef menn hafa áhuga á að nýta opinbera sjóði til að efla ein- stök búsvæði á landsbyggðinni og ýta undir áhuga fólks til að setjast þar að, séu sveitarfélög- in lykillinn að þeirri leið enda hefur sú braut þegar verið mörkuð. Sveitarfélögin eru í dag komin langt út fyrir hin lögbundnu verkefni þrátt fyrir að tekjur þeirra leyfi það aðeins mjög tak- markað. Það er lagt að sveitarfélögunum að fylgja eftir þeim breyttu búsetuskilyrðum sem nútímasamfélagið gerir kröfur um og þau eru auk þess að koma með ýmsum hætti að atvinnumálum á sínu svæði. Bolmagnið er mjög misjafnt og við þurfum að efla tilvist atvinnuþróunarfélaga á sveitarfélagavísu og koma a.m.k. stuðn- ingi við atvinnulífið meira í þann farveg." Aukið hlutverk sveitarstjórnarmanna Kolfinna segir þessar breytingar einnig snúa að hlutverki sveitar- stjórnarmanna. Samhliða því að sveitarfélögin hafa tekið við fleiri verkefnum og þau stækkað, hafi ábyrgð og hlutverk sveitarstjórn- armanna aukist. „Sveitarfélögin eru að reka stóra málaflokka og að auki er flóra erinda sem berst og þarf að taka afstöðu til. Verk- sviðið er orðið mun víðfeðmara og fjármunaumsýslan er einnig mun meiri. Við þessar aðstæður hafa flestir sveitarstjórnarmenn einhver nefndalaun en margir eru að vinna hluta þessara starfa í hreinni sjálfboðavinnu, sem leiðir til þess að fólk endist illa f sveitarstjórnastörfum, einkum í minni sveitarfélögunum þar sem fólk er oftast að sinna þessum störfum með fullri vinnu. Endurnýj- unin er ör og ég hef á tilfinningunni að mönnum þyki þessi störf ofviða til lengdar ofan á fulla vinnu auk þess að sinna heimili og fjölskyldu eins og nútíminn gerir eðlilega kröfu til. Mikil funda- höld fylgja gjarnan sveitarstjórnarstörfum og fara oft fram eftir hefðbundinn vinnutíma og á kvöldin og þeim verður að sinna af alúð ef menn ætla að taka sveitarstjórnarstarfið alvarlega." Kolfinna segir algengt að sveitarstjórnarmenn hætti eftir fyrsta kjörtímabilið en það sé sá tími sem þurfi til þess að setja sig vel inn í málin. Því séu nýliðar stöðugt að koma inn og á sumum stöðum sé meirihluti sveitarstjórnar jafnvel skipaður fólki sem er að stiga sín fyrstu spor á þeirri braut. „Áður fyrr var oftast ákveð- inn grunnur til staðar, byggður á fólki sem þegar hafði aflað sér nokkurrar reynslu. Með þessu er ég ekki að segja að ég sé á móti endurnýjun í sveitarstjórnum. Ég tel hana nauðsynlega en mín skoðun er engu að síöur sú að blanda verði saman endurnýj- un og reynslu í þessum efnum eins og öðrum. Af þeirri ástæðu tel ég hina öru endur- nýjun sveitarstjórnarmanna eitt af vandamálum sveitarstjórnar- stigsins, að minnsta kosti hér á mínu svæði og trúlega mikið víðar út um land. Ég sé fyrir mér að með áframhaldandi samein- ingu sveitarfélaga sé lag að fara yfir þessi mál og reyna að gera starfið meira aðlaðandi. Þannig að það er að mörgu að hyggja ef landið skal byggja," segir Kolfinna Jóhannesdóttir að lokum. „Starfsumhverfi sveitarfélaga hefur breyst. Það er orðið alþjóðlegra en áður og einkennist af fjárfest- ingum atvinnulífs yfir landamæri, þekkingariðnaði og tæknivæðingu." <%> 22

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.