Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 8

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 8
Sameiningarkosningarnar þeirra, sem tóku þátt í kosningunni í öll- um sjö sveitarfélögunum, var samþykkur sameiningunni eða 640 manns á móti 528 og verður því kosið aftur í þeim fjór- um sveitarfélögum sem sögðu nei. Tillaga um sameiningu Þórshafnarhrepps og Sval- barðshrepps í Norður-Þingeyjarsýslu var samþykkt í Þórshafnarhreppi en felld með afgerandi hætti í Svalbarðshreppi. Samþykkt á Mið-Austurlandi íbúar Mið-Austurlands samþykktu tillögu um sameiningu fjögurra sveitarfélaga. Um var að ræða sameiningu sveitarfélaganna Fjarðabyggðar, Austurbyggðar, Fáskrúðs- fjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps og mun sameiningin ganga í gildi að loknum sveitarstjórnarkosningum næsta vor. íbúar Skeggjastaðahrepps samþykktu að sameinast Vopnafjarðarhreppi í kosn- ingum um sameiningar sveitarfélaga en íbúar Vopnafjarðarhrepps höfnuðu henni. Fellt í Árnessýslu Tillaga um sameiningu sex sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa var felld í öllum sveitarfé- lögunum. Mest andstaða við sameining- una var í Ölfusinu, þar sem tæp 93% þeirra sem atkvæði greiddu voru á móti. Tillaga um sameiningu fjögurra sveitarfé- laga í uppsveitum Árnessýslu var sam- þykkt í Bláskógabyggð og í Skeiða- og Gnúpverjahreppi en felld í Hrunamanna- hreppi og Grímsnes- og Grafningshreppi. Mestur stuðningur var í Bláskógabyggð en mest andstaða í Grímsnes- og Grafnings- hreppi. Meirihluti þeirra sem kusu í þessum fjórum sveitarfélögum hafnaði tillögunni og er niðurstaðan því endanleg, þó tvö sveitarfélög hafi samþykkt tillög- una. Kosið á ný þann 5. nóvember nk. Enn er möguleiki á sameiningu í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslum en ekki er búist við að sam- einingartillagan verði samþykkt í Reykhólahreppi þegar gengið verður aftur til kosninga þann 5. nóvember nk. Sameiningarkosningar verða endurteknar í fimm sveitarfélögum og munu kosningar fara fram þann 5. nóvember nk. Fjögur þessara sveitarfélaga eru í Þingeyjarsýsl- um, Aðaldælahreppur, Kelduneshreppur, Skútustaðahreppur og Tjörneshreppur. Þar verður kosið aftur um sameiningu við Húsavíkurbæ, Öxarfjarðarhrepp og Rauf- arhafnarhrepp. Einnig munu íbúar Reyk- hólahrepps greiða atkvæði að nýju um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæjar- hrepp. Jón Heiðar Steinþórsson, oddviti Tjör- neshrepps, segir að aðeins hafi munað þremur atkvæðum íTjörneshreppi og því erfitt að spá um úrslitin. Sameiningin var felld með tæpum 76% í Aðaldælahrepp og á Ólína Arnkelsdóttir, oddviti Aðal- dælahrepps, alveg eins-von á því að svo fari aftur. Rúmlega 65% fbúa Skútustaða- hrepps voru andvíg sameiningu en Guð- rún María Valgeirsdóttir, oddviti Skúta- staðahrepps, segir að það liggi engin ein ástæða að baki þess. „Sumir setja vega- lengdina til Raufarhafnar fyrir sig, aðrir fjárhagsstöðu Húsavíkurbæjar og svo framvegis." Hún segir að ekki verði haldnir fleiri kynningafundir, en þess í stað verður fólki boðið að koma og ræða þessi mál við sveitarstjórnina. Eitt atkvæði skildi að Aðeins munaði einu atvæði að tillagan yrði samþykkt í Kelduneshreppi en kjör- sókn þar var tæp 72%. Katrín Eymunds- dóttir, oddviti hreppsins, segir að haldinn verði annar kynningafundur og allt gert til að ýta við mönnum. „Við ætlum að reyna að koma þessari sameiningu í gegn. Það er nauðsynlegt að Þingeyingar styrki stöðu sína og komi fram sem ein heild. Þetta er framtíðin en það virðist vera ein- hver hræðsla í gangi sem vinna verður bug á", segir Katrín og er bjartsýn á sam- einingu. Of langt í alla þjónustu Sem kunnugt er kolfelldu íbúar Reykhóla- hrepps tillöguna því tæp 69% kjósenda lýstu sig andvíg sameiningu. Þar sem íbú- ar Dalabyggðar og Saurbæjarhrepps sam- þykktu sameininguna og meirihluti þeirra íbúa sem tók þátt í kosningunum í sveit- arfélögunum þremur samþykkti samein- ingu verður íbúum Reykhólasveitar gefinn kostur á því að segja hug sinn til hugsan- legrar sameiningar að nýju. Sveitarstjór- inn, Einar Örn Thorlacius, á alveg eins von á því að tillagan verði felld aftur. „Munurinn var það mikill síðast. Það var kosið um sömu tillöguna árið 2002 og þá sögðu 65% nei. Andstaðan hefur því auk- ist milli ára. Fólki finnst of langt að þurfa að sækja alla þjónustu til Búðardals, sem eru 75 km í burtu. Það væri nær að stjórnsýslan yrði staðsett í Hólmavík. Vegalengdin þangað verður aðeins 45 km þegar nýi vegurinn verður tekinn í notkun árið 2008." Kelduneshreppur er einn þeirra sveitarfélaga þar sem kosið verður að nýju 5. óvember n.k. en aðeins munaði einu atkvæði að tillagan yrði samþykkt. Myndin er frá Vogum f Kelduhverfi. 8 TÖLVUMIÐLUN H-Laun SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.