Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Síða 9

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Síða 9
Fólk er orðið þreytt á að kjósa „Sá lærdómur sem hægt er að draga af niðurstöðum sameiningarkosninganna er sá að fóik sé orðið þreytt á að kjósa um málið. Kosningaþátttakan hlýtur að valda vonbrigðum og einnig má draga þá ályktun af niðurstöðunum að þeir sem ákafastir eru í andstöðu við breytingar eða hafa vantrú á verk- efninu mæta á kjörstað á meðan hinir sem eru e.t.v. hlutlausir eða jákvæðir greiða ekki atkvæði," segir Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Valgarður segir niðurstöður kosninganna vissulega vonbrigði vegna þess um hversu stórt byggðamál sé að ræða fyrir lands- byggðina í heild. Því sé ekki að neita að ýmis Ijón séu í veginum og þar vegi ótti fólks við að sameina litlu dreifbýlissveit- arfélögin þéttbýlissveitarfélögum nokkuð þungt. „Við urðum vör við þetta sjónar- mið hér í Húnavatnssýslu og það háði okkur einnig nokkuð að um tvo þéttbýlis- staði er að ræða á því svæði sem kosn- ingin náði til. Ég get ímyndað mér þann vanda sem Eyfirðingar stóðu frammi fyrir með einn stóran kaupstað og nokkra þétt- býlisstaði, auk dreifbýlisbyggðanna. Ég var reyndar hissa á að lagt skyldi upp með tillögu um að sameina allt Eyjafjarð- arsvæðið í einni lotu svo ólíkt sem það er innbyrðis, þótt ég sé fullkomlega sam- mála því að framtíð Eyjafjarðar liggi í einu sameinuðu sveitarfélagi. Hvað Aust- ur-Húnvetninga varðar þá hygg ég að betra hefði verið að kjósa um sameiningu alls svæðisins í einu, ekki kjósa fyrst um sameiningu hreppanna í framsveitunum eins og gert var. Ég veit auðvitað ekki hvað komið hefði út úr slíkri kosningu en í mínum huga er engin spurning um þörf- ina á að sameina alla austursýsluna í eitt sveitarfélag." Valgarður segir menn geta rætt um lýðræði í þessu efni en sér finnist of lítið hafa farið fyrir umræðu um það samfélag sem við lifum í og þróun þess í aðdrag- anda sameiningarkosninganna. „Þjóðfé- lagið hefur breyst mikið á umliðnum árum og krafan um stærri og öflugri sveit- arfélög er einungis eðlilegur hluti af þeirri þróun. Á sama tíma og byggðirnar úti um land eru að veikjast vex krafan um marg- víslega þjónustu sveitarfélaganna og jafn- vel einnig að þau styðji við atvinnulíf þegar það á í vök að verjast. Ég fæ ekki séð hvernig á að vinna til frambúðar að þessum mál- efnum í öll- um þessum fámennu sveitarfélög- um." Valgarður segir Ijóst að ekki megi láta standa við svo búið og að það verði að taka þetta mikil- væga byggðamál upp að nýju. Hann kveðst gera sér grein fyrir að það verði tæpast gert fyrr en eftir komandi sveitarstjórnar- kosningar og síðan þingkosningar, en að sínu mati verði að vera búið að endur- skipuleggja sveitarfélögin fyrir sveitar- stjórnarkosningarnar 2010. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Fullviss um að menn halda áfram að ræða saman Fólk var ekki tilbúið í svo stóra sameiningu, segir Jakob Björnsson. „Úrslitin sýna vissulega að fólk var ekki tilbúið að samþykkja svo víötækar breyt- ingar sem fólust í sameiningartillögun- um," segir Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar. Hann segir erfitt að segja til um hvort tillögur um smærri sameiningar hefðu frekar verið samþykktar. Svo megi vel vera en þessar tillögur hafi verið byggðar á hugmyndum sem hafi komið fram í samtölum við sveitarstjórnarmenn víðs vegar um landið. „Ef til vill hefur kynningarstarfið og þau formerki sem tillögurnar voru kynntar undir ekki höfðað nægilega til hins al- menna borgara sem gjarnan lítur til þess sem næst honum er, frekar en röksemdir sem settar eru fram með fremur almennu orðalagi. Hvað Eyjafjörð varðar þá hafði félaganna. Við höfum orðið vör við ákveðinn núning þarna á milli sem tekur lengri tíma að eyða. Fólki finnst þessi mál flókin og víða eru þau viðkvæm eins og sést af niðurstöðum þessara kosninga." Jakob kveðst þó ekki óttast að samein- ingar sveitarfélaga muni stöðvast. „Ef við horfum til þess sem gerðist eftir samein- ingarkosningarnar 1993 og þeirrar miklu fækkunar sveitarfélaga sem átt hefur sér stað síðan þá er ég viss um að þetta ferli heldur áfram. Menn ákváðu að láta reyna á svo umfangsmiklar breytingar nú og niðurstaðan er sú sem menn þekkja. Ég er þess fullviss að menn halda áfram að ræða saman og leita leiða til þess að efla sveitarfélögin með sameiningu." ég alltaf vissar efasemdir um að samein- ing alls svæðisins næðist í einu skrefi og voru þær efasemdir einfaldlega byggðar á samtölum við fólk. Sveitar- félögin á Eyjafjarðar- svæðinu eru einnig mjög ólík að stærð og gerð. Stærð Akur- eyrarkaup- staðar virðist valda ákveð- inni tortryggni á meðal íbúa jakob Björnsson, formaður bæj- minni sveitar- arráðs Akureyrarkaupstaðar. Traust í 20 ár TOLVUMIÐLUN Jgf 1985-2005 9

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.