Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Side 17

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Side 17
sett hafi verið með sameiningu hafna í Faxaflóahafnir sf., svo dæmi séu nefnd. „Það er því engin ástæða til annars en halda ótrauð áfram, en um ieið erum við minnt á að enn sem fyrr er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur af almennri afkomu alltof margra hafna, ekki síst minni hafna á landsbyggðinni." Endurskoðun hafnalaga Gísli rakti nokkuð þau verkefni sem unnið hefur verið að á veg- um Hafnasambandsins á liðnum mánuðum. Hann nefndi sér- staklega gott starf umhverfis- og öryggisnefndar sambandsins og þá skýrslu sem fyrir liggur um ferð fulltrúa hafnasambandsins til nokkurra hafna á Norðurlöndum sl. vor til að kanna framkvæmd reglna um siglingavernd. Hann sagði að vinna við endurskoðun hafnalaga í samræmi við yfirlýsingu samgönguráðherra á síðasta Hafnasambandsþingi væri hafin og Ijóst að þörf væri á góðu samráði við fulltrúa hafna víða á landinu. í því sambandi hvatti hann fulltrúa hafna til að senda sér eða öðrum stjórnarmönnum ábendingar um það sem leggja ætti áherslu á í þeirri vinnu. Hann sagði að í annarri nefnd væri unnið að siglingaverndar- áætlun og þá hafi verið fundað með fulltrúum nefndar sem skil- aði skýrslu um þróun flutninga innanlands. „Því miður gefur sú skýrsla ekki tilefni til sérstakrar bjartsýni um að þróunin í flutn- ingum muni breytast til hagsbóta fyrir hafnirnar á næstu misser- um," sagði Gísli. Gjaldtaka hafna breytir ekki innanlandsflutningum Gísli sagði að þegar rætt hafi verið við fulltrúa nefndar sem fjall- aði um þróun innanlandsflutninga og á fyrsta fundi nefndar um endurskoðun hafnalaga hafi nokkrum aðilum verið tíðrætt um gjaldtöku hafna og hvort með lækkun hafnagjalda liggi tækifæri til að auka skipaumferð og umsvif hafna. „Ég held að hverjum þeim sem skoðar afkomu hafnanna sé ljóst að ekki er feitan gölt að flá í því efni og öllum á að vera Ijóst að gjaldtaka hafnanna er ekki sá þáttur sem leitt hefur til breytinga á flutningum innan- lands. Hins vegar er okkur öllum mikilvægt að tryggja að almenn gjaldtaka á skip sé sanngjörn og að ekki sé gengið of langt í ein- stökum þáttum. Vil ég þar m.a. nefna gjöld vegna siglingavernd- arinnar, sem höfnum og viðskiptamönnum þeirra er mikilvægt að halda í lágmarki, en því markmiði má ná með því að ganga ekki of langt í framkvæmd þeirra reglna sem settar hafa verið. í því sambandi gegnir heimsókn fulltrúa okkar í vor til Norðurland- anna lykilhlutverki þvf Ijóst er af þeirri skýrslu sem verður kynnt hér á fundinum, að mildari túlkun dregur úr kostnaði en ekki úr öryggi.Til viðbótar þessari umræðu um gjaldtökuna má nefna að stjórn hafnasambandsins hefur samþykkt að ræða við fulltrúa SÍK um að skoða enn á ný samsetningu þeirra gjalda sem útgerðir farþega- og flutningaskipa þurfa að greiða, því þar er hlutur ríkis- ins allnokkur og ástæða til að gefa gaum að því að fleiri inn- heimta gjöld af skipum en hafnirnar." Tryggja verður samferð til framtíðar Gísli lauk máli sínu á að geta um fyrirhugaða breytingu á sínum högum, en hann lætur nú af starfi bæjarstjóra á Akranesi til að taka við starfi framkvæmdastjóra Faxaflóahafna. „Aðspurður um hvort Faxaflóahafnir eigi einhverja samleið með venjulegum höfnum á landsbyggðinni þá hef ég svarað því svo til að fyrir mig Fundarmenn á hafnafundi. í miðjunni má sjá Hermann Guðjónsson, forstöðu- mann Siglingamálastofnunar. sé óneitanlega kostur að hafa tekið þátt í starfi Hafnasambands sveitarfélaga um árabil og að hafa verið hafnarstjóri á Akranesi og á Grundartanga. Að auki hef ég kynnst aðstæðum byggðar- laga og hafna víða um land og því fólki sem hefur verið í forystu fyrir þessa staði og deilt með því skoðunum. Á þeim grunni er ég vonandi áfram í stakk búinn til að leiða samstarf hafna á íslandi. Vissulega njóta Faxaflóahafnir nokkurrar sérstöðu, en lögmálin í rekstri hafna eru um margt þau sömu og um þær gildi sömu lög og reglur. Það eru því fleiri atriði sem eru höfnum sameiginleg en skilja þær að þrátt fyrir mismunandi stærð. Hins vegar geri ég mér það Ijóst að það er vissulega verkefni að tryggja þessa sam- leið til framtíðar þó svo að aðstæður séu misjafnar," sagði Gísli Gíslason. hitakútar og túpur m Neysluvatnshitakútar í stærðunum 5-30-50-80-100- 120-150-200-300- 400 lítra og stærri. Rústfrítt stál að innan. Oryggisloki og blöndunarloki fylgir með. Hitatúpur fyrir miðstöðvarlögn 9-15 (5+5+5) kw og stærri. 30ára frábær reynsla- x Leitið upplýsinga - Við höfum lausnina! Traust í 20 ár TOLVUMIÐLUN 1985-2005 17

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.