Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Qupperneq 20

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Qupperneq 20
Vestmannaeyjabær Kúnstin er að lifa lífinu lifandi í Vestmannaeyjum geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hvað íþróttir, æskulýðs- og tómstundastörf varðar, bara að bera sig eftir því - krafturinn hefur alltaf einkennt Eyjamenn að sögn Andrésar Sigur- vinssonar, framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar. Hann segir þetta vera skemmtilegt og krefjandi starf, og það hafi vissulega verið mikil vinna að setja sig inn í hlutina, en samstarfsfólk hans í Ráðhúsinu og aðrir hafi verið honum einkar hjálplegt. Sá sem svo mælir er Andrés Sigurvinsson, fram- kvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar. Andrés verður lík- lega seint flokkaður sem dæmigerður embættismaður, enda fengist við flest annað um ævina. Hann hefur þó mikla og víðtæka reynslu af stjórnunarstöfum. Var lengi í stjórn Félags leikstjóra á ís- landi og formaður um tíma og hann átti þátt í að gera goslokahátíðina íVest- mannaeyjum að því sem hún er í dag. Þar skipti, að hans sögn, andlitslyftingin á Skvísusundinu sköpum. Aðspurður kveðst hann hafa ánægju af að vinna fyrir bæjar- félagið og finnst oddvitar bæjarstjórnar, Arnar Sigurmundsson og Lúðvík Bergvins- son, og bæjarfulltrúarnir almennt sýna það í verki að þeir taki starf sitt alvarlega. Ábyrgir og framsýnir stjórnmálamenn sem eru að leggja línur til framtíðar bæjarfé- laginu til heilla. „Nei, ég er að sjálfsögðu ekki alltaf sammála, en ég er í vinnu hjá bæjarfélaginu, vinn fyrir bæjarfélagið og það voru aðrir en ég kjörnir til að fara með ákvörðunarvaldið. Ég og samstarfs- fólk mitt á sviðinu reynum að gera okkar besta, við vinnum mjög náið saman, skiptumst á skoðunum og reynum að styðja við bakið hvert á öðru." „Hún rís úr sumarsænum" Andrés er fullur eldmóðs og sannfæringar og segir að reynsla hans af kennslu og leiklistarstörfum til margra ára gagnist sér ágætlega. „Það er líka kostur í þessari stöðu að sjá málin með auga gestsins. Ég er að koma heim aftur eftir rúmlega 30 ára fjarveru, en hér ólst ég upp og hér liggja rætur mínar. í Vestmannaeyjum finnst mér gott að vera." Hefur þessi kraftur alltaf einkermt Eyja- menn? „Mín kynslóð ólst upp við að fara snemma að vinna og komst því fljótlega í kynni við slagkraft atvinnulífsins. Við fengum snemma á tilfinninguna að það Andrés Sigurvinsson, framkvæmdastjóri fræöslu- og menningarsviðs Vestmannaeyjabæjar. skipti sköpum að allir legðust á eitt við að bjarga verðmætum og gera vegVest- mannaeyja sem mestan. Okkur var inn- rætt að leggja okkur fram hvort sem var í vinnunni niður í fiskvinnslustöðvunum, í leikfélaginu, íþróttunum, sjómennsku eða öðru; að við Eyjamenn ættum að standa saman á hverju sem dyndi. Með fullri virðingu fyrir öðrum þá tel ég okkurVest- mannaeyinga vera í meistaraflokki hvað þetta varðar. Nei; þetta er enginn þjóð- rembingur, við höfum sýnt það í gegnum tíðina að við höfum verið frumkvöðlar á margan hátt þegar fastalandið dró lapp- irnar." Menn takast á - eðlilega „Erum við gagnrýnir, förum við með ófriði? Nei; en menn takast eðlilega á um hlutina, það getur orðið allhvasst á stund- um. Við sem höfum alist hér upp höfum vanist því að menn svöruðu fyrir sig, létu ekki eiga hjá sér, segðu skoðun sína um- búðalaust og fylgdu henni eftir. Okkur bræðrum var eins og öðrum uppálagt að vera heiðarlegir, líta fyrst í eigin barm áður en við færum að dæma aðra. Samfé- lögin geta verið svo sorglega ókristilega sjálfmiðuð í deginum í dag. Ég verð að segja að leikhúsið, kennslan og störf mín í meðferðarbransanum hafa kennt mér ótrúlega margt, sem hefur nýst mér vel í þessu starfi mínu. Sjómennsku og sveitar- störf stundaði ég einnig. Jú; þetta er öðruvísi leikhús, en mann- eskjan og mannlegt eðli er viðfangsefnið sem fyrr og í fyrirrúmi. Ég á heldur ekki von á að verða ellidauður í þessu starfi, þó mér líki það vel. í svona starfi eiga menn helst ekki að daga uppi. Það er nú þannig að það sem þú lærðir í gær er orðið úrelt á morgun og menn verða að halda sér við, komast upp úr hjólförunum séu þau orðin óþarflega djúp. í dag geta allir sem hafa nennu, nýtt sér sí- og end- urmenntun, hún stendur flestum til boðar. Kúnstin er að lifa lífinu lifandi og það erum við Eyjamenn þekktir fyrir." Hef frábært samstarfsfólk Það brostu margir í kampinn þegar And- rés Sigurvinsson var orðinn yfirmaður íþróttamála bæjarins, en önduðu léttar eftir að Ólöf A. Elíasdóttir, íþrótta- og æskulýðsfuIItrúi, kom að sviðinu. Hana þekkja allir, reynslu hennar og dugnað við uppbyggingu á íþrótta og æskulýðs- starfi. Hann segist vera svo heppinn að hafa geysilega gott og vinnusamt samstarfsfólk á sviðinu, þær Ernu Jóhannesdóttur, fræðslufulltrúa og kennsluráðgjafa, þrautreyndan skólamann, Ólöfu A. Elías- dóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, Krist- ínu Jóhannesdóttur, ferða-, markaðs- og menningarfulltrúa, menntuð í fræðunum og landsþekktur dugnaðarforkur, Guð- rúnu H. Bjarnadóttur leikskólafulItrúa, Vestmannaeyingar eiga glæsilegt íþróttahús með þremur löglegum sölum, frábæra innisundlaug og nú er verið að bæta útivistarsvæði og aðstöðu fyrir börnin. 20 6 tölvumiðlunI H-Laun SFS

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.