Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 22
Vestmannaeyjabær
Fleiri ferðamenn til Eyja
Sagan, hraunið og nálægðin við náttúruöflin eru hvatning fyrir ferðaþjónustu Vestmannaeyinga, sem
ætla sér að nýta þessa kosti.
Kirkjugarðurirm í Vestmannaeyjum hreinsaður síðsumars 1973. Nú er verið að grafa Suðurgötuna upp.
I fyrra var hafist handa við nýtt verkefni í
ferðamálum í Vestmannaeyjum sem þegar
hefur vakið mikla athygli bæði hér á landi
og erlendis og á án efa eftir að draga að
ferðafólk þegar verkinu fer að miða fram.
Þetta verkefni er nefnt „Pompai norðurs-
ins" en þar er um að ræða uppgröft einn-
ar götu, Suðurgötu, sem fór undir ösku
og hraun í eldgosinu 1973. Til þessa verk-
efnis hefur bæjarfélagið m.a. fengið styrk
frá Ferðamálaráði og nú þegar er búið að
grafa niður á fyrsta húsið, sem kom ótrú-
lega heillegt undan farginu 33 árum eftir
að það lagðist yfir. „Áformað er að Ijúka
uppgreftrinum á næstu sex árum og á þá
að vera búið að grafa tíu hús úr hrauninu.
Ákveðin kaflaskipti urðu í söguVest-
mannaeyja við eldgosið og raunar ótrú-
legt að öll byggð skyldi ekki leggjast af
um lengri framtíð. Um tvö þúsund manns
misstu heimili sín svo að segja á einni
nóttu og á fjórða hundrað húsa fóru undir
hraun á nokkrum dögum. Þegar búið
verður að grafa götuna upp í heild sinni
mun saga þessara
atburða koma í Ijós
með ákaflega skýr-
um hætti og ætti að
hafa mikið aðdrátt-
arafl fyrir ferðafólk,"
segir Kristín Jó-
hannsdóttir sem fer
fyrir verkefninu.
Surtseyjarstofa
til Vestmanna-
eyja
En það er fleira sem
jarðsagan hefur fært
Vestmannaeyingum.
Skammt frá Fleima-
ey er yngsta eyja
heimsbyggðarinnar
sem sögur fara af.
Það er Surtsey sem
varð til í eldgosi
undan Vestmanna-
eyjum 1963. Nú er
unnið að því að fá
Surtseyjarstofu flutta
til Vestmannaeyja,
sem getur opnað
Vestmannaeyingum nýja möguleika í
fræðslu- og ferðamálum. Surtsey hefur
verið eftirlæti vísindamanna víða um
heim og nú banka aðrir uppá til að fá að
heimsækja eyjuna. Þetta var m.a. rætt á
sérstakri ráðstefnu sem haldin var á ís-
landi í haust, en þar komu saman Surts-
eyjarnefndin ásamt umhverfisráðherra og
vísindamönnum.
Samgöngumálin hamla
Samgöngumálin hafa hamlað ferðaþjón-
ustunni fram til þessa en að mati Andrés-
ar Sigurvinssonar, framkvæmdastjóra
fræðslu- og menningarsviðs Vestmanna-
eyjabæjar, felst framtíðarlausnin í nýju
hraðskreiðara skipi, sem siglir a.m.k. þrjár
ferðir á sólarhring. Tvær ferðir Herjólfs á
dag verða eftir áramót og nýtast fyrst og
fremst heimamönnum. „Þessi ákvörðun
var löngu tímabær breyting á samgöngum
Vestmannaeyinga. Flugsamgöngur frá
Reykjavík eru í ólestri og því er þörf á að
lyfta grettistaki í þeim efnum. Til þess að
ferðamannastaðurinn Vestmannaeyjar eigi
raunhæfa möguleika til að keppa við aðra
ferðamannastaði landsins, þarf reglulegar
ferðir í stærri vélum," segir Andrés og
bætir við að svo komi jarðgöngin vonandi
í fyllingu tímans.
Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum er að líkindum elsta og einnig þekktasta bæjar-
hátíð hér á landi. Hér er verið að skjóta upp flugeldum að loknum brekku-
söng.
22
Q tölvumiðlun H-Laun SFS