Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Blaðsíða 26
Velferð frá vöggu til grafar Höfum lykilhlutverki að gegna Hér er um grundvallarmál að ræða og snertir alla þætti samfélagsins og alla þá þjónustu sem hið opinbera veitir, hvort sem um ræðir skólastarf, rekstur sam- gangna eða heilbrigðisþjónustu. Ef upp- bygging félagsauðs er ekki studd mark- visst þá er hætt við því að límið sem tengir saman fjölbreytt samfélag okkar hætti að virka sem skyldi með neikvæð- um afleiðingum. Þessi hugmyndafræði um mikilvægi félagsauðsins er einn af grunnþáttum þjónustumiðstöðva sem nú eru að verða til í Reykjavík og óhætt að fullyrða að ekki verði uppbygging al- mannaþjónustu rædd öðruvísi en að taka mið af þeim þætti sem snýr að félags- auðnum. Sér í lagi þegar talað er í sí- auknum mæli um þátttakendur í stað þiggjanda þjónustunnar. Við sem störfum á þverfaglegum vettvangi þjónustumið- stöðvanna sjáum mikilvægi þess að tengja saman ólík verkefni sveitarfélag- anna og spinna úr þeirri nálgun enn sterkara samfélagsnetverk. Þannig höfum við lykilhlutverki að gegna í þessu sam- hengi og eigum að skoða hvernig við get- um unnið enn markvissar f því að auka þann félagsauð sem við búum svo ríku- lega að og nýta betur þau sóknarfæri sem búa í samfélaginu. Eigum við kannski að ræða þetta betur næst þegar við hittumst í heita pottinum? Öflugri þjónusta við íbúana Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að nú sé lagt til að hafist verði handa við flutning málefna fatlaðra, heilsugæslu, heimahjúkrun, öldrunarþjónustu og minni sjúkrahúsa til sveitarfélaganna auk svæðismiðlunar og atvinnuráðgjafar. Árni Magnússon félagamálaráðherra flutti erindi á málþingi Sambandsins um vel- ferð frá vöggu til grafar undir yfirskriftinni „Staða íslenska velferðarsamfélagsins - framtíðarsýn." í erindinu kom m.a. fram að markmiðið sé að þessir sex málaflokk- ar verði alfarið á hendi sveitarstjórnar- stigsins í framtíðinni. Að þjónustan sé viðunandi Árni sagði að umræða um þjónustuna sé opnari og fjölbreyttari og að faghópar væru að sinna henni. Áhrif hagsmunasam- taka verði sífellt meiri og faglegri. Umræð- an snúist ekki lengur um hin aðskildu við- fangsefni ráðuneytanna eða hvort þjónust- an sé veitt af ríki eða sveitarfélögum, held- ur fyrst og fremst um það hvort þjónustan sé viðunandi. Neytandinn þarfnist hennar hver sem ynni hana af hendi. Eitt velferðarráðuneyti Árni sagði að öflug sveitarfélög geti veitt þessa alhliða velferðarþjónustu og rekið saman heilsugæslu og félagsþjónustu undir merkjum velferðar og samþætt þar með þjónustu við leik- og grunnskóla. Við þetta megi bæta barnaverndinni, sem reyndar sé mun sérhæfðara viðfangsefni. Hann kvaðst í þessu sambandi vilja und- irstrika það sjónarmið að þjóðin stæði betur að vígi með eitt velferðarráðuneyti innan stjórnarráðsins og að nú sé hafin endurskoðun á skipulagi þess og verka- skiptingu á milli ráðuneyta af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Árni Magnússon félagsmálarádherra. Að efla sveitarstjórnarstigið og dreifa valdi Árni rakti nokkuð þá vinnu sem unnin hefur verið til að kanna möguleika á flutningi þjónustustofnana frá ríkinu til sveitarfélaganna en sagði síðan: „Verkefn- isstjórn um eflingu sveitarstjórnarstigsins, sem ég skipaði í árslok 2003, óskaði eftir álitsgerð um mat á kostum þess og ann- mörkum að flytja ákveðin verkefni frá ríki til sveitarfélaga. Þessi verkefni voru: Mál- efni fatlaðra, heilsugæsla, minni sjúkra- hús, málefni aldraðra, umboð Tryggingar- stofnunar ríkisins og vinnumiðlun og ráð- gjöf. Óskað var eftir margþættu mati sem fólst m.a. f því að kanna hver yrðu áhrif á skiptingu opinberra útgjalda milli ríkis og sveitarfélaga, hvort málaflokkarnir myndu falla að núverandi verkefnum sveitarfélag- anna og hvernig mætti koma fyrir heild- stæðri félagsþjónustu á einum stað til hægðarauka fyrir neytendur. Einnig var óskað eftir könnun á því hvort verkefnin væru til þess fallin að uppfylla þau mark- mið sem verkefnisstjórnin hafði sett sér." Sjálfsforræði byggðarlaga verði eflt Árni taldi þessi markmið síðan upp en þau eru: Að treysta og efla sveitarstjórnar- stigið með aukinni valddreifingu hins op- inbera, að sveitarfélögin annistflesta nær- þjónustu við íbúa, að sveitarfélögin ráð- stafi auknum hlut í opinberum útgjöldum og fái til þess eðlilegan hluta tekna hins opinbera, að sveitarfélögin myndi heil- stæð atvinnu- og þjónustusvæði og að sjálfsforræði byggðalaga verði eflt." Öflugri nærþjónusta við íbúa í máli Árna kom fram að niðurstöður þessarar úttektar væru þær að innan allra málaflokkanna sex, sem kannaðir hafi verið, komi vel til greina að flytja verkefni til sveitarfélaganna. Það gæti bæði aukið skilvirkni og bætt þjónustu við almenn- ing. í framhaldinu hafi verkefnisstjórnin lagt fram tillögur um verkefnaflutning frá ríki til sveitarfélaga en einnig verkefna- flutning frá sveitarfélögum til ríkis. Hann sagði allar tillögurnar miða að því að gera verkaskiptingu hins opinbera skýrari, auk þess sem tillögur um verkefnaflutning til sveitarfélaga miði að þvf að efla nærþjón- ustu við íbúa þeirra. 26 ^ tölvumiðlun H-Laun ISFS

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.