Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Page 28
Viðtal mánaðarins Sveitarfélögin verða sjálf að gæta hagsmuna sinna Árni Þór Sigurðsson segir að ef sveitarfélögin gæti ekki hagsmuna sinna gagnvart Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu þá geri aðrir það ekki. „Sveitarstjórnarstigið getur haft áhrif á Evrópulöggjöfina með ýmsum hætti og þá einkum í gegnum tengsl og samstarf við þá starfsmenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem eru að vinna að undirbúningi löggjafar. Þessi tengsl geta verið í gegnum Evrópuþingið, Hér- aðanefnd Evrópusambandsins og Efna- hags- og félagsmálanefndina. Einnig í gegnum samstarf við aðra fulltrúa sveit- arfélaganna, samtök sveitarfélaga og borga auk fulltrúa í fastanefndum ESB og í ráðherraráðinu. Ég tel heldur eng- um blöðum um það að fletta að óform- legar leiðir geti komið að gagni við hagsmunagæslu einstakra sveitarfélaga- sambanda, borga og svæða. Það byggir að verulegu leyti á að mynda og hag- nýta sér víðtækt tengslanet við lykilaðila í Brussel," segir Árni Þór Sigurðsson, borgarfulItrúi í Reykjavík, en hann hefur lagt til að Samband íslenskra sveitarfé- laga opni sérstaka skrifstofu í Brussel og leiti eftir samstarfi við Reykjavíkurborg og Byggðastofnun um reksturinn, með þeim möguleika að fleiri geti komið að starfsemi hennar síðar. Árni Þór starfaði um sex mánaða skeið, frá janúar til júní á þessu ári, í Brussel á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, utanrík- isráðuneytisins og félagsmálaráðuneytis- ins. Auk þessara aðila var verkefnið einnig styrkt af Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. Verkefni Árna Þórs var m.a. að kynna sér hvernig sveitarfélög í Evrópu standa að því að koma málefnum sínum á framfæri við Evrópusambandið og hvernig samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið getur nýst sveitarfélögunum. Vægi staðbundinna stjórnvalda að aukast Utanríkisráðherra skipaði nefnd árið 2003 til að huga að framtíðartilhögun á sam- starfi ríkis og sveitarfélaga um málefni hins evrópska efnahagssvæðis og var Ámi Þór Sigurðsson. henni sérstaklega ætlað að huga að mál- efnum sveitarstjórnarstigsins. Ein af tillög- um nefndarinnar var að senda mann tímabundið til starfa í Brussel, til að kynna sér erindrekstur sveitarfélaganna, og var það aðdragandinn að starfi Árna Þórs þar. í inngangi hans í skýrslu um starfið í Brussel kemur fram að vægi stað- bundinna stjórnvalda hafi sífellt verið að aukast innan Evrópusambandsins og þar af leiðandi einnig mikilvægi þess að þau sinni hagsmunagæslu sinni vel og skipu- lega. Hann bendir á að sambærileg þróun hafi átt sér stað utan Evrópusambandsins, t.d. bæði á íslandi og í Noregi, með flutn- ingi verkefna frá ríki til sveitarfélaga, enda þótt ekki sé um langa eða umfangsmikla reynslu að ræða í því efni. Sveitarfélögin verða sjálf að gæta hagsmuna sinna í skýrslu Árna Þórs segir m.a. að hags- munir sveitarfélaga séu margs konar en sannleikurinn hins vegar sá að það muni enginn gæta hagsmuna þeirra ef þau gera það ekki sjálf. Sú staðreynd sé orð- in sveitarstjórnarmönnum mun Ijósari nú en áður var, ekki síst vegna reynsl- unnar hingað til. Árni Þór segir að nýjar reglur og tilskipanir sem ísland hefur þurft að innleiða á grundvelli EES-samn- ingsins hafi komið mörgum sveitar- stjórnarmönnum í opna skjöldu. Sveitar- félögin og Samband íslenskra sveitarfé- laga hafi verið óundirbúin, jafnvel þó meirihluti allra ESB-gerða, sem inn- leiddar hafa verið í íslenskan rétt, komi til kasta sveitarfélaganna að framkvæma og kosta. Gríðarlegir hagsmunir í húfi „Það eru gríðarlega miklir hagsmunir í húfi fyrir okkur í þessu efni. Við erum að taka hingað heim lög og reglur frá Evrópusambandinu og stór hluti af þeim varðar sveitarfélögin með beinum hætti. Við getum áætlað að um 2/3 hlutar allr- ar löggjafar og reglna, sem koma frá Evr- ópusambandinu, lendi á sveitarfélögun- um að framkvæma og kosta. Þess vegna eiga sveitarfélögin svo mikilla hagsmuna að gæta í þessu samhengi og ekkert síður en ríkisvaldið. Af þessari ástæðu skiptir einnig miklu máli fyrir sveitarfélögin að vel sé fylgst með hvað er að gerast á þess- um vettvangi á hverjum tíma og að sveit- arstjórnarstigið geti haft áhrif á þá þróun. Við getum sjálf komið sjónarmiðum okkar á framfæri og jafnvel haft áhrif á einstakar reglugerðir þar sem hagsmunir Islands eru með öðrum hætti en annarra þjóða og e.t.v. fengið undanþágur eða lengri aðlög- unartíma til að uppfylla skilyrði sem geta verið sveitarfélögunum þung f skauti." Árni Þór nefnir reglugerðir um fráveitu- málin sérstaklega í þessu sambandi, sem kostað hafa sveitarfélögin milljarða króna en hefði hugsanlega mátt leysa á ódýrari hátt hér á landi en inni í miðri Evrópu vegna þess að landið er umlukið úthafi. 28 ^ TÖLVUMIÐLUN H-LaUfl $F5

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.