Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Síða 30
Hópur íslenskra sveitarstjórnarmanna á kynningarfundi hjá EFTA.
ist einstökum sveitarfélögum eða stærri
einingum. Norrænu sveitarfélagasam-
böndin eru öll með sínar starfsstöðvar á
sama stað og deila aðstöðu þótt þau reki
hvert sína starfsemi. Þau hafa lýst vilja á
því að íslendingar komi með sína starfs-
stöð inn í það samfélag og okkur stendur
það til boða. Ég tel það alveg tvímæla-
laust gott fyrir okkur að komast þar inn
vegna þess að þar liggur fyrir mikil þekk-
ing á þessum málum og einnig margvís-
leg tengsl við hagsmunaaðila innan Evr-
ópusambandsins, EFTA og fleiri aðila.
Sum ríkjanna eru innan Evrópusambands-
ins og fá þannig margvfslegar upplýsingar
sem gætu nýst okkur með ýmsu móti.
Norsku starfsmennirnir hafa sagt mér að
þeir hafi mikið gagn af þessu sambýli
vegna þeirra upplýsinga sem þeir fá í
gegnum samskipti sín við Dani, Svía og
Finna, sem eru innan Evrópusambands-
ins. Þar að auki held ég að fyrir starfsemi
eins og ég er að leggja til að við förum út
í, þá sé mikilvægt að við séum ekki ein-
angraðir heldur í samhengi og samstarfi
við aðra. Það eykur flæði upplýsinga og
gerir starfið skilvirkara þegar menn deila
vinnusvæði og aðstöðu með þessum
hætti. Því held ég að það geti orðið ár-
angursríkt að skipuleggja þetta með þeim
hætti sem ég er að leggja til. Ég held að
ef við færum að senda einn mann til
Brussel og setja hann inn á einhvern einn
kontór þá yrði aðeins um peningasóun að
ræða."
Erfitt að meta kostnaðarhliðina
Þegar kemur að kostnaðinum segir Árni
Þór að alltaf verði erfitt að leggja slíkt mat
á starfsemi sem þessa. „Þarna er nokkuð
örugglega um 20 til 30 milljón króna
kostnað að ræða á ári, miðað við fulla
starfsemi eins og ég legg til. Það er um-
taisverð fjárhæð og því eðlilegt að Sam-
band íslenskra sveitarfélaga og aðrir sem
að þessu myndu koma velti því nokkuð
fyrir sér. Einnig er hægt að hugsa sér að
byrja í smærri skrefum. En ég held að
besta sönnun þess að svona starfsemi skili
árangri sé að félagar okkar frá öðrum
sveitarfélagasamböndum og einnig þeim
sem ekki eru innan Evrópusambandsins
eins og þau norsku hafa verið með starf-
semi þarna á annan áratug." Árni Þór seg-
ir að ef þetta starf geti leitt til þess að ís-
lendingar, sveitarfélögin á íslandi, fái til-
hliðranir eða eftirgjöf í reglugerðum
vegna sérstakra aðstæðna í landinu, þá
geti það sparað þeim verulega fjármuni.
Þar gæti verið um slfkar upphæðir að
ræða að kostnaðurinn við skrifstofu í
Brussel verði smámunir. Um það sé auð-
vitað ekki gott að segja fyrirfram vegna
þess að slíkt ráðist fyrst og fremst af ein-
stökum málum. Hann segir að hitt sé þó
ekki síður mikilvægt að styrkja tengslin
við aðra aðila sem gæta hagsmuna sveit-
arfélaga, læra af þeim og miðla þekkingu
og reynslu hingað heim.
„En hvað sem öllu líður þá er það eng-
in spurning í mínum huga að við eigum
að sinna þessum málum og það er tví-
mælalaust betra að byrja smátt en sitja
með hendur í skauti og aðhafast ekkert.
Þetta er sameiginlegt hagsmunamál allra
sveitarfélaga í landinu," segir Árni Þór
Sigurðsson.
Fræðsiumál
Skólamálanefnd
tekur til starfa
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga
hefur ákveðið að koma á fót sérstakri
skólamálanefnd. Þessi ákvörðun var tek-
in í framhaldi af ályktunum frá grunn-
skólaþingi sem stjórn sambandsins
gekkst fyrir í mars mánuði árið 2004.
Á grunnskólaþinginu komu fram hug-
myndir um að Samband íslenskra sveit-
arfélaga yrði virkara í stefnumótun í
grunnskólamálum og annaðist samræm-
ingu milli sveitarfélaga í skólamálum.
Fræðslumálin eru í heild sinni einhver
þýðingarmestu mál sem sveitarfélögin
annast, auk þess að nýta hvað hæst hlut-
fall af útgjöldum þeirra. Af þeim ástæð-
um er talið mikilvægt að sambandið
fylgist með og hafi áhrif á breytingar og
þróun þessa málaflokks þar sem hags-
munir sveitarfélaganna eru hafðir að
leiðarljósi. Skólamálanefndin á að vera
stjórn og skrifstofu sambandsins til ráð-
gjafar um fræðslumál, en undir þá starf-
semi heyrir, starf leikskóla, grunnskóla,
tónlistarskóla og framhaldsskóla.
I skólamálanefndinni eru Gerður G.
Óskarsdóttir, sviðsstjóri menntasviðs
Reykjavíkurborgar, Gunnar Einarsson,
bæjarstjóri í Garðabæ og Gunnar Gísla-
son, deildarstjóri skóladeildar Akureyrar-
kaupstaðar. Þá hefur Svandís Ingimund-
ardóttir verið ráðin þróunar- og skóla-
fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga
og mun starf hennar m.a. felast í því að
vera tengiliður á milli skólaskrifstofa
sveitarfélaganna og sambandsins, með
áherslu á upplýsingagjöf og miðlun í
þessum málaflokki.
30
^ tölvumiðlun H-Laun $FS