Sveitarstjórnarmál - 27.10.2005, Qupperneq 32
Lýðheilsustöð og sveitarfélögin
Vinna að útbreiðslu geðheilsuverkefna
Innihald geðorðanna er forsenda fyrir því að ákveðið hefur verið að ráðast í útgáfu þeirra með þess-
um hætti.
LýÖheilsustöð er að kynna tvö verkefni á
geðsviði. Annað þeirra er um Geðorðin tfu,
sem dreift verður til almennings á næstunni
en hitt varðar geðrækt fyrir börn og kallast
„Vinir Zippýjar," sem dregið er af ensku
heiti þess „Zippy's Friends". Gerðir hafa
verið sérstakir segulplattar með Geðorðun-
um tíu, sem ætlaðir eru á ísskápa og aðra
hluti á heimilum landsmanna. Lýðheilsu-
stöð og sveitarfélögin í landinu munu dreifa
plöttunum til almennings fyrir jólin, en
búið er að framleiða 110 þúsund platta eða
álíka marga og heimilin í landinu. Guðrún
Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá
Lýðheilsustöð og verkefnisstjóri Geðræktar,
segir að í lok september hafi verið búið að
panta um helming þessara platta, sem
nefndir hafa verið jólagjöf Lýðheilsustöðvar
og sveitarfélaganna til heimilanna í land-
inu.
Sést sjaldnast utan á fólki
Talið berst að geðrækt sem Guðrún segir dregið af enska hugtak-
inu „mental health promotion," sem þýði í raun allt sem gert er
til þess að hlúa að geðheilsu fólks. Sjaldnast beri fólk vanda af
geðrænum toga utan á sér. Það sjáist ekki utan á líkamanum þótt
eitthvað ami að sálinni. Með ýmsum upplýsingum og aðgerðum
megi þó nálgast þennan vanda og hjálpa fólki til að takast á við
hann. „Geðrækt er bara einn þáttur alhliða eflingar heilsu fólks,
sem snýst um að beina sjónum að heilbrigði og því hvernig megi
styrkja eigin heilsu og annarra. Með geðræktarhugtakinu er sér-
staklega verið að leggja áherslu á hversu geðheilsan er mikilvæg-
ur þáttur í almennu heilsufari. Við verðum að vera minnug þess
að það er engin heilsa án geðheilsu og forsenda hennar er fyrst
og fremst sú að
fólk viti vel um
andlega líðan sína
og þá þætti sem
geta haft áhrif á
hana."
Til allra heimila
En hver eru Geðorðin tíu? Fela þau sérstakan boðskap í sér eða
eru þau leiðbeiningar um hvernig við eigum að hegða okkur?
„Geðorðin eru tíu setningar sem hver um sig á að minna okkur á
hvernig við getum eflt geðheilsuna á auðveldan hátt. Þetta eru
eins konar daglegar áminningar, byggðar á eiginleikum sem tald-
ir eru einkennandi fyrir þá sem búa við velgengni í lífinu. Þeir
sem tileinka sér að lifa í samræmi við boð-
skap geðorðanna eru líklegri til þess að búa
við hamingju og velferð í lífi sínu en aðrir,"
segir Guðrún. Hún segir að innihald geð-
orðanna sé forsenda fyrir því að ákveðið
hafi verið að ráðast í útgáfu þeirra með
þessum hætti og fá sveitarfélögin í landinu í
lið með Lýðheilsustöð til þess að koma
þeim á framfæri við landsmenn.
Auk þess sem geðorðaplöttunum verður
dreift til heimila í landinu, þá birtast geð-
orðin í auglýsingum, m.a. á 74 strætisvögn-
um á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur Morg-
unblaðið birt pistla og greinar á laugardög-
um þar sem einstaklingar úr íslensku samfé-
lagi hafa tekið eitt geðorð fyrir og fjalla um
innihald þess frá eigin sjónarhorni.
Hlutir sem kalla fram
góðar minningar
í tengslum við útgáfu Geðorðanna tíu
stendur Lýðheilsustöð fyrir útgáfu á því sem
kallað er Geðræktarkassinn. Höfundur hans er Elín Ebba Ás-
mundsdóttir iðjuþjálfi. Guðrún segir það verkefni bæði ætlað
börnum og fullorðnum. „Þetta verkefni byggir á hlutum sem
varðveita góðar og persónulegar minningar fólks. Elín Ebba hefur
sagt frá því hvernig hugmyndin að geðræktarkassanum varð til.
Hún kvaðst hafa heyrt af heimili þar sem heimilisfaðirinn féll frá
fyrir aldur fram og eiginkonan stóð ein eftir með mörg börn. Við
þennan atburð hafi heimilið leyst upp og fjölskyldan tvístrast þótt
ekki væri nema um tíma. Þegar fyrirsjáanlegt var að svo myndi
fara, hafi konan útbúið lítinn kassa handa hverju barni og sett í
hann hluti sem héldu minningunni um fjölskylduna lifandi og
þar með voninni um að sameinast aftur, sem varð. í framhaldi af
þessari frásögn hafi Elín Ebba farið að
velta því fyrir sér hvort þessi hugmynd
væri ekki nýtanleg enn þann dag í dag og
þannig varð geðræktarkassinn til. Mér
finnst hugmynd Elínar Ebbu um að hafa
geðræktarkassa á hverju heimili mjög góð.
Hver og einn getur útbúið sinn eigin kassa
eða fjölskyldukassa og sett í hann hluti sem vekja upp góðar
hugsanir og minningar. Fólk getur síðan leitað í kassann, skoðað
innihald hans og rifjað upp þá atburði eða minningar sem hlut-
irnir í honum kalla fram. Þetta getur verið góð lausn eftir erfiðan
dag, eða þegar ótti, kvíði, leiði eða einmanaleiki sækir að fólki."
Guðrún Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri hjá Lýð-
heilsustöð.
„Hver og einn getur útbúið sér sinn eigin kassa
eða fjölskyldukassa og sett í hann hluti sem vekja
upp góðar hugsanir og minningar."
32
TOLVUMIÐLUN
H-Laun SFS