Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 4
4
G E S T U R
SMÁSAGA. • Framhald af bls. 1.
KONAN MÍN ER ÓSANNSÖGUL . . .
„Þú ert nú alltaf sí-skrökvandi elsk-
an“.
En þetta var nú ekki helber uppspuni.
Konan hans Harry er vonlaus hvað þetta
snertir. Hann spurði hana líka einn góð-
an veðurdag, hvað hún myndi taka til
bragðs, ef hann færi að safna að sér
gömlum dagblöðum, og hún svaraði því
til, að þá yrðu þau að fá sér stærri íbúð.
Ég gat |því hæglega liafa sagt satt. Maður
kemst ekki langt sem auglýsingastjóri, ef
maður kann ekki að hagræða sannleikan-
um örlítið.
Gallinn er bara sá, að Helen hefur allt-
af verið svo sannorð. Ef mælirinn sýnir
hálfs stiga hita einhvern morguninn, þá
segir hún það nákvæmlega, en lætur sér
ekki nægja „alveg við frostmarkið", eins
og venjulegt fólk gerir.
EN ÉG HEFÐI betur látið ógert að
segja henni söguna af Harry Peters.
Hvernig gat mig líka grunað, að hún
skyldi ákveða að taka mig til
bæna. Og hún lét verða af því strax dag-
inn eftir, þegar yfirmaður ntinn, herra
Daggett, bauð okkur til hádegisverðar út
á sveitasetur sitt.
Þar var og staddur A. B. Zingler, for-
stjóri Sameinaða Flugfélagsins, en Daggert
hafði mánuðum santan staðið í tilraun-
um að ná auglýsingaumboðinu l'yrir fé-
lagið. Nú vonaðist hann til þess, að Dag-
gett myndi falla fyrir tilboðinu skilyrðis-
laust, er hann kynntist yngri starfsmönn-
urn fyrirtækisins og konum þeirra.
í tilefni dagsins hafði Helen fengið sér
hafgrænan kjól, sem fór henni svo vel, að
hún var blátt áfram ómótstæðilega töfr-
andi. Það geislaði af koparrauðu hárinu,
og ég sá Zingler reka upp stór augu,
þegar hún kom inn.
Á styrjaldarárum hafði Zingler, sem þá
var á unga aldri, náð hershöfðingjátign
í flughernum, og hann var skratti mynd-
arlegur náungi, með stálgrátt hár, hörku-
leg, blá augu og framstandandi höku.
Hann var sólbrenndur, myndarlegur og
karlmannlegur, og konan hans sat heima
yl'ir krökkunum.
„Hrílandi kjóll, góða mín“, sagði hann
og beygði sig kurteislega niður að hendi
.Helen.
„Þakka yður fvrir, herra hershöfðingi“,
svaraði hún, og mér sýndist hún í þann
veginn að hneigja sig fyrir honum. „Ég
saumaði hann líka sjálf!“
Mer lá við falli. Kjóllinn hafði ekki
kostað mig nerna 1000 krónur, rúmlega!
„Kallið mig bara Mike, það gera all-
ir“, kurraði í Zngler. „Má ég ekki sækja
glas handa yður?“
„Ó, blessaðir verið þér, það getur Jói
séð um“, svaraði Helen.
Þegar ég kom aftur með glösin, sátu
þau og ræddu golf í bróðerni. Helen hafði
nákvæmlega tvisvar á ævi sinni leikið
golf, og hún hafði megnustu andstyggð á
þeirri íjþrótt. Ég stóð orðlaus og hlustaði
á þau við hlið frú Daggett.
„Einu sinni lauk ég holu í einu höggi,
Mike", sagði Helen. „Ja, það er það ein-
kennilegasta, sem ég hef vitað. Rétt í því,
að kúlan skoppaði eftir flötinni, kemur
þá ekki flekkóttur hvolphnoðri á hend-
Ljósm. Halld. Einarsson.
Bókbandsvinna.
hóf nám 1915 og Björn Marinó
Björnsson, sem hóf nám 1914.
Þeir fullvissa GEST um það,
að bókbandið veiti manni ein-
mitt ást á bókum, en ekki
gagnstætt, eins og búast mætti
við, eftir að hafa handfjatlað
þær ár eftir ár. Margir bók-
bindarar eiga líka prýðilegasta
bókasaln og láta sér annt um
það.
Eti nú skulunt við sjá, hvern-
ig bókin verður bók. í geysi-
háum stöflum liggja prentaðar
akirnar og bíða þess að vél-
arnar taki þær í gegn.
Fyrst er örkin brotin í geysi-
hraðvirkri brotvél, sem afkast-
ar 3—3,5 þúsund örkum á
klst. Þá eru límd saurblöð á
yztu arkirnar og örkunum síð-
an raðað saman. Þá er hvert
eintak athugað til að ganga úr
skugga um, hvort nokkru sé
misraðað. Þá er bókin saumuð
saman. Saumavélarnar ganga
nú fyrir rafntagni — en voru
stignar áður fyrr. Mörg hafa
stigin verið, meðan Orðabók
Blöndals var saumuð saman, en
í henni eru 144 arkir!
Því næst er bókin límborin
og loks er hún skorin og bar-
inn á hana fals. Loks er á hana
límdur kjölkragi og hún ýrð.
Samstundis |þessu er gengið
frá spjöldum bókarinnar.
Pappi og rexfn er skorið nið-
ur í hæfilegar stærðir. svo og
laushryggur, og þetta límt sam-
an. Síðan er hliðarpappírinn
settur á.
Þá er komið að gyllingunni.
Gullið kemur í renningum,
jjað er 24 karata, sem sagt 100%
gull, og þarf að hita letrið,
sem þrykkja skal á kjölinn, upp
í 90° C til jiess að það festist.
Eftir gyllinguna er kjölur-
inn rúnnaður og bókin líntd
inn í bindið. Ótalið er hér allt
nostrið, sem fer í að pressa
bækurnar og tíminn, scm jiær
þurfa að þorna, áður en næsta
stig tekur við. Loks er hvert
einstakt eintak skoðað áður en
upplagið er sent útgefanda.
Eins og áður segir, er
mikið annríki í vinnusaln-
um. GESTUR gat ekki látið
vera að hnýsast í verkefnin,
sem unnið var að, og þar
kenndi sannarlega margra
grasa. Snotrar barnabækur
frá Æskunni, tvær prýðis-
bækur frá Almenna Bókafé-
laginu, tvær ævintýralegar
ferðabækur, Ijósprentuð Eg-
ils saga (Fornritaútgáfan),
og tvær merkisbækur frá
Þorsteini M. Jónssyni, önn-
ur bréf og ritgerðir hans
sjálfs. Frá þessu má nú víst
ekki segja fyrr en útgef-
anda þóknast, en það er allt-
af svo gaman að smakka of-
urlítinn bita áður en matur-
inn er borinn á borð.
Og frágangur bókbands-
ins var sannarlega fallegur.
Er hægt að hugsa sér nokk-
urn hlut heimilislegri í snot-
urri stofu en úrval góðra
bóka í glæstu bandi?