Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 5

Vikublaðið Gestur - 04.12.1955, Blaðsíða 5
G E S T U R 5 SKSKGILLinn 3b.C2bGGiinuU KÁTT ER UM JÓLIN ingskasti og ýtir kúlunni með trýninu niður í holuna!" HÚN KURRAÐI, kastaði höfðinu aft- ur á bak og rak síðan upp eitt „Ha!“ Allir tóku undir hlátur hennar, en ég sá ekkert fyndið við þetta. „Stórkostlegt!" sagði Zingler. „Það ligg- ur við, að þér fáið mig til þess að trúa þessu“. Helen strauk með vísil’ingri um háls sér. „Sver það!“ Nú var það frú Daggett, sem tók til máls. „Ég hafði ekki hugmynd um, að þú lékir golf, Helen. Ættum við ekki að leika saman einhvern tíma í næstu viku?“ „Ég hefði ægilega gaman af því“, svar- aði hún án [þess að blikna. „En læknir- inn hefur því miður bara bannað mér að leika oftar. Ég meiddi mig nefnilega í hnénu". Mér hnykkti við. Helen var fóthraust- ari en úrvals kajrphlaupahestur. „Nei, góða bezta, hvernig fóruð þér að því?“ spurði Zingler. „Það var á skíðum“, svaraði Helen án þess að hugsa sig um. „Dásamleg íþrótt!" sagði Zingler. Það var vandalítið að sjá, hvaða mynd skaut upp í huga hans. Helen í aðskornum buxum, þjótandi niður fjallshlíð. „Hvert farið þér á skíði?“ „Út á vatnið. Einn kunningi okkar á hraðbát, og hann dregur okkur á vatna- skíðum“. ZINGER ÞAGNAÐI stundarkorn, með- an hann skýrði í hugskoti sínu myndina af Helen á vatnaskíðum. Ég náði snöggv- ast augnaráði Helen, en hún gerði ekki annað en brosa sakleysislega til mín. „Bólgan hefur næstum alveg hjaðnað“, sagði hún og lyfti pilsunum nógu hátt til þess að við gátum séð yndisfögur hné hennar. „Ekki satt? Þér sjáið ekki nokk- urn minnsta mun“. Nú fór mér að skiljast, hvernig í öllu lá. Skrípaleikurinn var á svið settur mér til heiðurs. Mér skyldi sýnt fram á áhrif hugmyndaauðgi minnar. En gallinn var bara sá, að það er ekki hægt að byrja á að ljúga svona allt í einu, ekki sízt, ef maður hefur haldið dauðahaldi í stað- reyndirnar allt sitt líf. Lygarnar vilja þá stíga manni til höfuðs og svipta mann ráði og rænu. Ég hef ekki ennþá hitt neitt jafn áfengt og skemmtilygar. Skrípalætin náðu hámarki skömmu eft- Kátt er um jólin, koma þau senn. Fagna þeim allir nema eiginmenn. Fagna þeim allir, sem eitthvað hafa að selja. Gaman er þeim, sem gróða af jólum telja. Gaman er þeim, en gleðin hinum naum. Því á margur þessa daga þungan draum. Því á margur þessa daga þungan draum og kvíða, ir að staðið var upp frá borðum. Þá tók Zingler undir handlegg Helen og lýsti því yfir, að þau ætluðu að aka eitthvað sér til skemmtunar. Hann var nefnilega hýin öfundsverði eigandi eins liinna marglofuðu, evrópsku kappakstursvagna, og Helen hefur áreiðanlega látið á sér heyra, að hún væri ólm í að fá að aka slíkum vagni. „Nei, heyrið mig nú ...“, greip ég fram í. „Það er ekki minnsta hætta“, svaraði Zingler. „Það er barnaleikur að aka slík- um vagni, ekki sízt fyrir konu, sem lært hefur að fljúga". Ég opnaði munninn, lokaði honum aft- ur, og áður en ég gat opnað hann á ný, var Helen setzt við stýrishjólið. Vagninn þaut af stað og rótaði heilu hlassi af möl yfir blómabeðin í garð- inum. Ég lokaði augunum. Þegar ég opn- aði |þau aftur, sveigði Helen á ofsahraða út um hliðið og út á þjóðveginn. Þau voru burtu í tuttugu ininútur. Eft- ir tíu mínútan bið laumaðist ég inn og leit í spegil. Hárið á mér hefði átt að en ,,kona manns“ er ekkert nema ástúð og blíða. Kona manns er ekkert nema böglaburðarhross. ,,Tvær krónur í afslátt af tvö þúsund, — fæ ég koss! ,,Tvær krónur í afslátt!“ Þú átt konu, er kann að spara. Ef þú vissir hvernig sumar með fé um jólin fara . . Ef þú vissir ekki að á það má þó alltaf treysta og stóla, ‘ að á jólum er alltaf ár til næstu jóla . . . vera orðið snjóhvítt, en mér til mestu furðu, sá ég aðeins, að það var rétt að byrja að grána í vöngunum. Rétt í því, að ég var orðinn staðráð- inn í að hringja á lögregluna og nær- liggjandi sjúkrahús, gaf fjarrænt, ógnandi urr til kynna, að Jrau væru á heimleið. Allir lilupu út til Jiess að taka á móti þeirn. Nú var það Zingler, sem sat við stýrið. Með annari hendi hélt hann vasa- klút fyrir andlit sér, og á hvítu skyrtu- brjósti hans voru blóðblettir. En hvorki sá á Helen né vagninum. „í guðanna bænum, Mike“, spurði Daggett, „hvað hefur komið fyrir?" Zingler stökk steinjregjandi út úr vagn- inum og hvarf inn í húsið með undra- verðum hraða. ,, Jói!“ sagði Helen í mikilli geðshrær- ingu. „Ég vil fara heim!“ „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði Dag- gett aftur. Nú hefði skrípaleikurinn átt við í fyrsta skipti Jrennan dag. Hvaða lygi, sem var, hefði bætt úr skák. En auðvitað valdi Framhald á bls. 13.

x

Vikublaðið Gestur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið Gestur
https://timarit.is/publication/1067

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.